
Baráttukona fyrir mannréttindum í Íran
Atena Daemi hefur verið ötul í baráttunni gegn dauðarefsingunni í Íran. Hún skrifaði stöðufærslur á Facebook og Twitter þar sem hún gagnrýndi aftökur í landinu. Hún dreifði bæklingum og tók þátt í friðsamlegum mótmælum gegn aftöku á ungri konu. Því miður krefjast aðgerðir sem þessar mikils hugrekkis í Íran.
Hún var dæmd í sjö ára fangelsi og aðgerðir hennar voru notaðar gegn henni sem sönnunargögn fyrir glæpsamlegu athæfi. Réttarhöld í máli hennar voru farsi þar sem þau tóku aðeins fimmtán mínútur og var hún sakfelld fyrir upplognar sakir. Þeirra á meðal var það „að leggja á ráðin um að fremja glæp gegn þjóðaröryggi“.
Meðferðin á henni er sárt dæmi um svæsna herferð gegn fólki sem kallar eftir réttlæti í Íran. Tugir einstaklinga hafa verið fangelsaðir og enn fleiri eru undir eftirliti, yfirheyrðir og lögsóttir til að þagga niður í þeim.
Atena hefur nú þegar orðið fyrir miklum þjáningum. Hún hefur verið barin, úðað hefur verið á hana piparúða og hún sett í einangrunarklefa en hún heldur ótrauð áfram að berjast fyrir mannréttindum. Fyrr á þessu ári fór hún í hungurverkfall til að mótmæla flutningi yfir í alræmt fangelsi. Heilsu hennar fer óðum hrakandi. Það þarf að leysa hana úr haldi í dag.
Krefðu stjórnvöld í Íran um að leysa Atena Daemi úr haldi strax
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu