Baráttukona fyrir mannréttindum í Íran

Fangelsuð fyrir að berjast gegn dauðarefsingunni

Atena Daemi hefur verið ötul í barátt­unni gegn dauðarefs­ing­unni í Íran. Hún skrifaði stöðu­færslur á Face­book og Twitter þar sem hún gagn­rýndi aftökur í landinu. Hún dreifði bæklingum og tók þátt í frið­sam­legum mótmælum gegn aftöku á ungri konu. Því miður krefjast aðgerðir sem þessar mikils hugrekkis í Íran.

Hún var dæmd í sjö ára fang­elsi og aðgerðir hennar voru notaðar gegn henni sem sönn­un­ar­gögn fyrir glæp­sam­legu athæfi. Rétt­ar­höld í máli hennar voru farsi þar sem þau tóku aðeins fimmtán mínútur og var hún sakfelld fyrir upplognar sakir. Þeirra á meðal var það „að leggja á ráðin um að fremja glæp gegn þjóðarör­yggi“.

Meðferðin á henni er sárt dæmi um svæsna herferð gegn fólki sem kallar eftir rétt­læti í Íran. Tugir einstak­linga hafa verið fang­els­aðir og enn fleiri eru undir eftir­liti, yfir­heyrðir og lögsóttir til að þagga niður í þeim.

Atena hefur nú þegar orðið fyrir miklum þján­ingum. Hún hefur verið barin, úðað hefur verið á hana piparúða og hún sett í einangr­un­ar­klefa en hún heldur ótrauð áfram að berjast fyrir mann­rétt­indum. Fyrr á þessu ári fór hún í hung­ur­verk­fall til að mótmæla flutn­ingi yfir í alræmt fang­elsi. Heilsu hennar fer óðum hrak­andi. Það þarf að leysa hana úr haldi í dag.

Krefðu stjórn­völd í Íran um að leysa Atena Daemi úr haldi strax

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.