í forsvari fyrir mótmælum

Fangelsuð fyrir að krefjast breytinga

Maryia Kalesnikava atvinnu­tón­list­ar­kona hefur ánægju af tónlist, list og samvistum við annað fólk. Hún nýtur þess að hitta fólk og læra af því. Hana dreymir um Belarús þar sem borin er virðing fyrir öllu fólki og því leyft að tjá sig frjáls­lega.

Það varð til þess að hún tók þátt í kosn­inga­bar­áttu fyrir forseta­kosn­ingar í ágúst 2020. Hún vann fyrir fram­bjóð­andann Svyatlönu Tsik­hanou­skaya í samstarfi við Veraniku Tsapkala. Konurnar þrjár ákváðu að sameina krafta sína í kjölfar þess að helstu karlfram­bjóð­endur höfðu verið fang­els­aðir eða neyðst til að flýja. Í landi þar sem tján­ingar-, félaga- og funda­frelsið er veru­lega takmarkað gáfu konurnar þrjár mörgum von þar sem þær kölluðu eftir breyt­ingum.

Það er útbreitt álit að stjórn­ar­and­staðan hafi unnið en kosn­inga­úr­slitum verið hagrætt. Í kjöl­farið hóf Alyaks­andr Lukashenka sitt sjötta kjör­tímabil. Svyatlana og Veranika voru neyddar í útlegð og Maryia varð mest áber­andi í stjórn­ar­and­stöð­unni. Hún fór fyrir frið­sömum mótmæl­endum, stóð andspænis ofbeld­is­fullum lögreglu­þjónum og myndaði hjarta­laga merki með hönd­unum fyrir framan óeirða­lög­reglu.

Maryiu var rænt af yfir­völdum í Belarús 7. sept­ember 2020. Grímu­klæddir menn drógu hana inn í sendi­ferðabíl og keyrðu að landa­mær­unum þar sem henni var hótað og þrýst á hana að yfir­gefa landið. Hún flúði út um sendi­bíls­gluggann og reif vega­bréfið sitt í sundur til að forðast brott­vísun úr landi. Maryia var hand­tekin, færð í varð­hald og síðar dæmd í 11 ára fang­elsi, meðal annars á grund­velli ákæra um „að grafa undan þjóðarör­yggi“ og „öfga­stefnu“.

Maryiu er haldið við hræði­legar aðstæður. Hún fær takmark­aðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu sem hún þarfnast. Henni er neitað um öll samskipti við fjöl­skyldu sína og lögfræð­inga. Að auki er hún einangruð frá öðrum föngum í fang­elsinu.

Krefstu þess að stjórn­völd í Belarús leysi Maryiu Kalesnikava úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi