Mannréttindalögfræðingur í fangelsi

Fangelsuð fyrir að minnast fórnarlamba á Torgi hins himneska friðar

Chow Hang-tung er afburðanem­andi sem útskrif­aðist úr háskóla í fremstu röð í Hong Kong. Hún hefur tileinkað líf sitt baráttu til verndar rétt­indum fólks, sem mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur og aðgerðasinni.

Chow gegndi vara­for­mennsku í Hong Kong-banda­laginu sem skipu­lagði stærstu minn­ing­ar­at­höfn í heimi til heiðurs fórn­ar­lömbum stúd­enta­mót­mæl­anna á Torgi hins himneska friðar. Árið 1989 voru hundruð, jafnvel þúsundir, einstak­linga myrtir á götum úti nálægt Torgi hins himneska friðar í Peking þegar hermenn skutu á frið­sama mótmæl­endur sem kölluðu eftir efna­hags­legum og samfé­lags­legum breyt­ingum.

Kínversk stjórn­völd vilja að fólk gleymi þessum atburði en Chow hefur gert það að köllun sinni að halda minn­ingu fórn­ar­lambanna á loft.

Á árunum 2020 og 2021 bönnuðu stjórn­völd í Hong Kong minn­ing­ar­at­höfnina á grund­velli lýðheilsu­verndar í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn. Þann 4. júní 2021, á minn­ing­ar­degi atburð­arins á Torgi hins himneska friðar, hvatti Chow fólk á samfé­lags­miðlum til að minnast hans með því að kveikja á kerti. Hún var hand­tekin sama dag fyrir að „auglýsa eða vekja athygli á óleyfi­legri samkomu“.

Chow afplánar nú tuttugu og tvo mánuði í fang­elsi fyrir það eitt að minnast með frið­sam­legum hætti fórn­ar­lamba þessa hræði­lega atburðar. Hún á yfir höfði sér frekari fanga­vist fyrir að ógna þjóðarör­yggi með frið­sam­legum aðgerðum sínum. Þrátt fyrir þetta skín hugrekki Chow í gegn.

„Það væri lygi að halda því fram að ég sé ekki hrædd en ekki svo hrædd að ég leyfi mér að aðhafast ekkert,“ segir Chow.

Krefstu þess að stjórn­völd í Hong Kong leysi Chow úr haldi í dag!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi