Mannréttindalögfræðingur í fangelsi

Fangelsuð fyrir að minnast fórnarlamba á Torgi hins himneska friðar

Chow Hang-tung er afburðanem­andi sem útskrif­aðist úr háskóla í fremstu röð í Hong Kong. Hún hefur tileinkað líf sitt baráttu til verndar rétt­indum fólks, sem mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur og aðgerðasinni.

Chow gegndi vara­for­mennsku í Hong Kong-banda­laginu sem skipu­lagði stærstu minn­ing­ar­at­höfn í heimi til heiðurs fórn­ar­lömbum stúd­enta­mót­mæl­anna á Torgi hins himneska friðar. Árið 1989 voru hundruð, jafnvel þúsundir, einstak­linga myrtir á götum úti nálægt Torgi hins himneska friðar í Peking þegar hermenn skutu á frið­sama mótmæl­endur sem kölluðu eftir efna­hags­legum og samfé­lags­legum breyt­ingum.

Kínversk stjórn­völd vilja að fólk gleymi þessum atburði en Chow hefur gert það að köllun sinni að halda minn­ingu fórn­ar­lambanna á loft.

Á árunum 2020 og 2021 bönnuðu stjórn­völd í Hong Kong minn­ing­ar­at­höfnina á grund­velli lýðheilsu­verndar í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn. Þann 4. júní 2021, á minn­ing­ar­degi atburð­arins á Torgi hins himneska friðar, hvatti Chow fólk á samfé­lags­miðlum til að minnast hans með því að kveikja á kerti. Hún var hand­tekin sama dag fyrir að „auglýsa eða vekja athygli á óleyfi­legri samkomu“.

Chow afplánar nú tuttugu og tvo mánuði í fang­elsi fyrir það eitt að minnast með frið­sam­legum hætti fórn­ar­lamba þessa hræði­lega atburðar. Hún á yfir höfði sér frekari fanga­vist fyrir að ógna þjóðarör­yggi með frið­sam­legum aðgerðum sínum. Þrátt fyrir þetta skín hugrekki Chow í gegn.

„Það væri lygi að halda því fram að ég sé ekki hrædd en ekki svo hrædd að ég leyfi mér að aðhafast ekkert,“ segir Chow.

Krefstu þess að stjórn­völd í Hong Kong leysi Chow úr haldi í dag!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.