Baráttukona í fangelsi

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima al-Sada er mikill dýra­vinur og hún ræktaði garðinn sinn af natni. Hún ræktar meira að segja plöntur í fanga­klef­anum af alúð en það er eina samband hennar við umheiminn sem hún saknar sárlega.

Nassima hefur barist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu mikinn hluta ævi sinnar. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi. Hún var ein af nokkrum þekktum baráttu­konum í Sádi-Arabíu sem kröfðust þess að konur fengju rétt til að aka bíl og sinna daglegum erindum án leyfis karl­kyns forráða­manns.

Lög í Sádi-Arabíu kváðu á um það að konur bæðu karl­mann um leyfi til að fara út og til ýmissa hvers­dags­legra athafna. Þrátt fyrir tilslak­anir á þessum lögum síðustu mánuði eru baráttu­konur sem börðust gegn forræði karl­manna enn á bak við lás og slá.

Árið 2016 skrifaði Nassima:

„Af hverju ætti piltur undir lögaldri að hafa forræði yfir full­orð­inni konu? Af hverju er ekki sjálfræðis­aldur fyrir konur svo þær fái að bera ábyrgð á ákvörð­unum sínum og lífi? Af hverju þarf karl­maður að bera ábyrgð á lífi konu?“

Nassima var hand­tekin fyrir frið­sam­lega mann­rétt­inda­bar­áttu sína í júlí 2018. Hún sætti illri meðferð í varð­haldi. Hún var sett í algjöra einangrun frá öðrum föngum frá febrúar 2019 til febrúar 2020. Hún fær að hringja viku­lega í fjöl­skyldu sína en fær engar heim­sóknir, ekki einu sinni frá lögmanni sínum.

Nassima og fjöl­skylda hennar hafa ekki gefið upp vonina og ekki við heldur.

Krefstu þess að stjórn­völd í Sádi-Arabíu leysi Nassima úr haldi án tafar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi