Aðgerðasinni í felum
Thapelo Mohapi hefur unun af því að hlusta á djasstónlist og styðja fótboltaliðin sín en nú getur hann ekki notið áhugamála sinna eins og hann var vanur. Frá árinu 2021 hefur hann neyðst til að vera í felum vegna líflátshótana.
Sem framkvæmdastjóri Abahlali baseMjondolo (AbM), sem er þróttmikil og djörf grasrótarhreyfing, hefur Thapelo tileinkað líf sitt baráttu fyrir réttindum fólks vítt og breitt um Suður-Afríku, sérstaklega á svæðum þar sem efnahagur er bágur, meðal annars í eKhenana í KwaZulu-Natal-héraði. Flestir íbúar eKhenana hafa flust þangað frá sveitum Suður-Afríku af efnahagslegum ástæðum í leit að betra lífi. Þeir geta ekki staðið undir þeim framfærslukostnaði sem fylgir því að búa á svæðinu og enda því oft á að búa sér heimili úr bárujárni með lítið sem ekkert aðgengi að vatni eða hreinlætisaðstöðu. Íbúarnir standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum á borð við lögregluofbeldi, þvingaða brottflutninga og lélega almenningsþjónustu.
Meðlimir í AbM-hreyfingunni í eKhenana eru staðráðnir í að bæta líf fólks í samfélaginu og hafa talað gegn spillingu innan sveitarstjórnarinnar og unnið hörðum höndum að því að bæta samfélagið með uppbyggingu skóla, ræktarlands, sameiginlegs eldhúss og verslunar.
Meðlimir hreyfingarinnar hafa mætt andstöðu, hótunum, ógnunum og árásum frá fulltrúum ríkisins sem hafa einnig hvatt til ofbeldis gegn þeim. Heimili þeirra hafa verið eyðilögð og þeir hafa sætt ofbeldi, áreitni, morðtilraunum og sumir hafa verið myrtir. Árið 2022 voru þrír AbM-meðlimir myrtir í eKhenana.
Krefstu þess að lögreglan rannsaki ítarlega og á skilvirkan hátt árásir og morð á AbM-meðlimum.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu