Aðgerðasinni í felum

Hótað fyrir að verja samfélag sitt

Thapelo Mohapi hefur unun af því að hlusta á djass­tónlist og styðja fótboltaliðin sín en nú getur hann ekki notið áhuga­mála sinna eins og hann var vanur. Frá árinu 2021 hefur hann neyðst til að vera í felum vegna lífláts­hótana.

Sem fram­kvæmda­stjóri Abahlali baseMj­ondolo (AbM), sem er þrótt­mikil og djörf grasrót­ar­hreyfing, hefur Thapelo tileinkað líf sitt baráttu fyrir rétt­indum fólks vítt og breitt um Suður-Afríku, sérstak­lega á svæðum þar sem efna­hagur er bágur, meðal annars í eKhenana í KwaZulu-Natal-héraði. Flestir íbúar eKhenana hafa flust þangað frá sveitum Suður-Afríku af efna­hags­legum ástæðum í leit að betra lífi. Þeir geta ekki staðið undir þeim fram­færslu­kostnaði sem fylgir því að búa á svæðinu og enda því oft á að búa sér heimili úr báru­járni með lítið sem ekkert aðgengi að vatni eða hrein­lætis­að­stöðu. Íbúarnir standa frammi fyrir fjöl­mörgum áskor­unum á borð við lögreglu­of­beldi, þvingaða brott­flutn­inga og lélega almenn­ings­þjón­ustu.

Meðlimir í AbM-hreyf­ing­unni í eKhenana eru stað­ráðnir í að bæta líf fólks í samfé­laginu og hafa talað gegn spill­ingu innan sveit­ar­stjórn­ar­innar og unnið hörðum höndum að því að bæta samfé­lagið með uppbygg­ingu skóla, rækt­ar­lands, sameig­in­legs eldhúss og versl­unar.

Meðlimir hreyf­ing­ar­innar hafa mætt andstöðu, hótunum, ógnunum og árásum frá full­trúum ríkisins sem hafa einnig hvatt til ofbeldis gegn þeim. Heimili þeirra hafa verið eyði­lögð og þeir hafa sætt ofbeldi, áreitni, morð­tilraunum og sumir hafa verið myrtir. Árið 2022 voru þrír AbM-meðlimir myrtir í eKhenana.

Krefstu þess að lögreglan rann­saki ítar­lega og á skil­virkan hátt árásir og morð á AbM-meðlimum.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Pólland

Sótt til saka fyrir að verja réttinn til þungunarrofs

Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska fann sig knúna til að aðstoða konu í ofbeldissambandi við þungunarrof. Slík aðstoð er refsiverð samkvæmt lögum í Póllandi. Justyna var sakfelld fyrir að aðstoða við þungunarrof. Dómurinn setur hættulegt fordæmi.

Bandaríkin

Á dauðadeild í þrjá áratugi þrátt fyrir gallaða málsmeðferð

Rocky Myers, svartur karlmaður með þroskahömlun, hefur setið í þrjá áratugi á dauðadeild í Alabama fyrir morð. Réttargæslan sem honum var úthlutað var ófullnægjandi og Rocky var sakfelldur í kjölfar vitnisburða sem litaðir voru af mótsögnum og meintum þrýstingi lögreglu.

Ástralía

„Við missum allt ef við missum eyjarnar okkar“

Pabai frændi og Paul frændi eru leiðtogar frumbyggjasamfélags í nyrsta hluta Ástralíu, á eyjunum í Torres-sundi. Nú eru heimkynni þeirra í hættu vegna loftslagsbreytinga. Verði ekki gripið til aðgerða strax neyðjast eyjabúar í Torres-sundi að flýja heimaslóðir sínar.

Túnis

Á yfir höfði sér fangelsi fyrir að láta í sér heyra

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að forseti landsins, Kais Saied, tók öll völd í Túnis hafa mannréttindi verið fótum troðin, ráðist hefur verið gegn tjáningarfrelsinu og sjálfstæði dómstóla skert. Chaima Issa gagnrýndi aðgerðir forsetans og var sett í varðhald í kjölfarið. Hún á yfir höfði sér áratugalangt fangelsi.

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að tjá sig

Ahmed Mansoor vakti reglulega máls á varðhaldi, pyndingum og óréttlátum réttarhöldum yfir einstaklingum sem gagnrýndu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nú er hann einn af gagnrýnendum stjórnvalda sem sitja í fangelsi.

Brasilía

Barátta móður fyrir réttlæti

Pedro Henrique var aðgerðasinni og talsmaður kynþáttaréttlætis og mannréttinda. Pedro var 31 árs þegar hann var skotinn til bana af hettuklæddum mönnum í desember 2018. Lögreglumennirnir sem grunaðir eru um morðið eru enn starfandi og réttarhöld eru ekki enn hafin. Ana Maria, móðir hans, berst fyrir réttlæti.

Suður-Afríka

Hótað fyrir að verja samfélag sitt

Thapelo Mohapi leiðir grasrótarhreyfinguna AbM sem vinnur að efnahagslegum umbótum í lífi fólks í Suður-Afríku og hefur talað gegn spillingu á svæðinu. Frá árinu 2021 hefur hann neyðst til að vera í felum vegna líflátshótana. Árið 2022 voru þrír meðlimir hreyfingarinnar myrtir.

Kirgistan

Í stofufangelsi fyrir mótmæli

Rita Karasartova er baráttukona fyrir mannréttindum í Kirgistan. Hún var mótfallin samkomulagi um landamæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatnssvæðum. Núna er hún í stofufangelsi og sætir ströngu útgöngubanni. Hún á yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist.

Mjanmar

Kallað eftir skaðabótum frá Facebook

Maung Sawyeddollah var15 ára þegar hann flúði þjóðernishreinsanir á Róhingjum. Hatursorðræða þar sem hvatt var með beinum hætti til ofbeldis gegn Róhingjum fékk víðtæka dreifingu á Facebook. Hann krefur nú samfélagsmiðilinn um skaðabætur.

Esvatíní

Myrtur fyrir að tala máli sannleikans

Thulani Maseko helgaði líf sitt fólkinu í Esvatíní, konungsríki þar sem konungsfjölskyldan er einráð og auðug en 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Hann gagnrýndi opinberlega kúgandi lög í landinu og ríkisofbeldi. Hann var skotinn til bana fyrir framan konu sína þann 21. janúar 2023.