Aðgerðasinni í felum

Hótað fyrir að verja samfélag sitt

Thapelo Mohapi hefur unun af því að hlusta á djass­tónlist og styðja fótboltaliðin sín en nú getur hann ekki notið áhuga­mála sinna eins og hann var vanur. Frá árinu 2021 hefur hann neyðst til að vera í felum vegna lífláts­hótana.

Sem fram­kvæmda­stjóri Abahlali baseMj­ondolo (AbM), sem er þrótt­mikil og djörf grasrót­ar­hreyfing, hefur Thapelo tileinkað líf sitt baráttu fyrir rétt­indum fólks vítt og breitt um Suður-Afríku, sérstak­lega á svæðum þar sem efna­hagur er bágur, meðal annars í eKhenana í KwaZulu-Natal-héraði. Flestir íbúar eKhenana hafa flust þangað frá sveitum Suður-Afríku af efna­hags­legum ástæðum í leit að betra lífi. Þeir geta ekki staðið undir þeim fram­færslu­kostnaði sem fylgir því að búa á svæðinu og enda því oft á að búa sér heimili úr báru­járni með lítið sem ekkert aðgengi að vatni eða hrein­lætis­að­stöðu. Íbúarnir standa frammi fyrir fjöl­mörgum áskor­unum á borð við lögreglu­of­beldi, þvingaða brott­flutn­inga og lélega almenn­ings­þjón­ustu.

Meðlimir í AbM-hreyf­ing­unni í eKhenana eru stað­ráðnir í að bæta líf fólks í samfé­laginu og hafa talað gegn spill­ingu innan sveit­ar­stjórn­ar­innar og unnið hörðum höndum að því að bæta samfé­lagið með uppbygg­ingu skóla, rækt­ar­lands, sameig­in­legs eldhúss og versl­unar.

Meðlimir hreyf­ing­ar­innar hafa mætt andstöðu, hótunum, ógnunum og árásum frá full­trúum ríkisins sem hafa einnig hvatt til ofbeldis gegn þeim. Heimili þeirra hafa verið eyði­lögð og þeir hafa sætt ofbeldi, áreitni, morð­tilraunum og sumir hafa verið myrtir. Árið 2022 voru þrír AbM-meðlimir myrtir í eKhenana.

Krefstu þess að lögreglan rann­saki ítar­lega og á skil­virkan hátt árásir og morð á AbM-meðlimum.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi