Unglingsstúlku hótað lífláti

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vest­ur­bakk­anum, sem er hernuminn af Ísrael. Lífið þar er langt frá því að vera venju­legt vegna kerf­is­bund­innar mismun­unar. Janna vill aðeins eiga venju­lega barnæsku.

„Eins og hvert annað barn vil ég geta spilað fótbolta með vinum mínum án þess að tára­g­as­brúsum rigni yfir okkur,“ segir hún.

Janna var sjö ára þegar ísra­elski herinn myrti frænda hennar. Í kjöl­farið ákvað hún að nota síma móður sinnar til að taka upp og sýna heim­inum grimmi­lega mismunun sem samfélag hennar þarf að þola af hálfu ísra­elska hersins.

Janna var meðal þeirra allra yngstu til að fá frétta­mannapassa, aðeins 13 ára gömul. Hún hefur fjallað um þá kúgun sem Palestínu­búar hafa mátt þola af hálfu ísra­elska hersins, kúgun sem hefur oft verið banvæn. Hún hefur meðal annars fjallað um skyndi­árásir að nætur­lagi, niðurrif heimila og skóla ásamt eyði­legg­ingu samfé­laga sem barist hafa fyrir rétt­indum sínum.

Palestínsk börn þjást sérstak­lega. Mörg þeirra hafa verið myrt eða særð af hálfu ísra­elska hersins. Ísrael hefur skrifað undir Barna­sátt­málann en þrátt fyrir það hafa ísra­elsk stjórn­völd ekki verndað palestínsk börn á Vest­ur­bakk­anum. Ísra­elsk börn njóta aftur á móti verndar, jafnvel þau sem búa á ólög­legum land­töku­svæðum nálægt heima­slóðum Jönnu.

Janna hefur verið áreitt og fengið lífláts­hót­anir fyrir það að stunda heið­ar­lega frétta­mennsku. Hún gefst þó ekki upp.

„Ég vil vita hvernig það er að búa við frelsi í heimalandi mínu og hvernig það er að búa við rétt­læti, frið og jafn­rétti án kerf­is­bund­innar mismun­unar,“ segir hún. Styðjum hana í þeirri baráttu.

Krefstu þess að ísra­elsk stjórn­völd veiti Jönnu vernd fyrir mismunun og ofbeldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.