Unglingsstúlku hótað lífláti

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vest­ur­bakk­anum, sem er hernuminn af Ísrael. Lífið þar er langt frá því að vera venju­legt vegna kerf­is­bund­innar mismun­unar. Janna vill aðeins eiga venju­lega barnæsku.

„Eins og hvert annað barn vil ég geta spilað fótbolta með vinum mínum án þess að tára­g­as­brúsum rigni yfir okkur,“ segir hún.

Janna var sjö ára þegar ísra­elski herinn myrti frænda hennar. Í kjöl­farið ákvað hún að nota síma móður sinnar til að taka upp og sýna heim­inum grimmi­lega mismunun sem samfélag hennar þarf að þola af hálfu ísra­elska hersins.

Janna var meðal þeirra allra yngstu til að fá frétta­mannapassa, aðeins 13 ára gömul. Hún hefur fjallað um þá kúgun sem Palestínu­búar hafa mátt þola af hálfu ísra­elska hersins, kúgun sem hefur oft verið banvæn. Hún hefur meðal annars fjallað um skyndi­árásir að nætur­lagi, niðurrif heimila og skóla ásamt eyði­legg­ingu samfé­laga sem barist hafa fyrir rétt­indum sínum.

Palestínsk börn þjást sérstak­lega. Mörg þeirra hafa verið myrt eða særð af hálfu ísra­elska hersins. Ísrael hefur skrifað undir Barna­sátt­málann en þrátt fyrir það hafa ísra­elsk stjórn­völd ekki verndað palestínsk börn á Vest­ur­bakk­anum. Ísra­elsk börn njóta aftur á móti verndar, jafnvel þau sem búa á ólög­legum land­töku­svæðum nálægt heima­slóðum Jönnu.

Janna hefur verið áreitt og fengið lífláts­hót­anir fyrir það að stunda heið­ar­lega frétta­mennsku. Hún gefst þó ekki upp.

„Ég vil vita hvernig það er að búa við frelsi í heimalandi mínu og hvernig það er að búa við rétt­læti, frið og jafn­rétti án kerf­is­bund­innar mismun­unar,“ segir hún. Styðjum hana í þeirri baráttu.

Krefstu þess að ísra­elsk stjórn­völd veiti Jönnu vernd fyrir mismunun og ofbeldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Palestína

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.

Nígería

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.

Úkraína

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.

Erítrea

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.

Mexíkó

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.

Taíland

Stendur frammi fyrir lífstíðardómi vegna friðsamlegra mótmæla

Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Hvíta-Rússland

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.