Unglingsstúlku hótað lífláti

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vest­ur­bakk­anum, sem er hernuminn af Ísrael. Lífið þar er langt frá því að vera venju­legt vegna kerf­is­bund­innar mismun­unar. Janna vill aðeins eiga venju­lega barnæsku.

„Eins og hvert annað barn vil ég geta spilað fótbolta með vinum mínum án þess að tára­g­as­brúsum rigni yfir okkur,“ segir hún.

Janna var sjö ára þegar ísra­elski herinn myrti frænda hennar. Í kjöl­farið ákvað hún að nota síma móður sinnar til að taka upp og sýna heim­inum grimmi­lega mismunun sem samfélag hennar þarf að þola af hálfu ísra­elska hersins.

Janna var meðal þeirra allra yngstu til að fá frétta­mannapassa, aðeins 13 ára gömul. Hún hefur fjallað um þá kúgun sem Palestínu­búar hafa mátt þola af hálfu ísra­elska hersins, kúgun sem hefur oft verið banvæn. Hún hefur meðal annars fjallað um skyndi­árásir að nætur­lagi, niðurrif heimila og skóla ásamt eyði­legg­ingu samfé­laga sem barist hafa fyrir rétt­indum sínum.

Palestínsk börn þjást sérstak­lega. Mörg þeirra hafa verið myrt eða særð af hálfu ísra­elska hersins. Ísrael hefur skrifað undir Barna­sátt­málann en þrátt fyrir það hafa ísra­elsk stjórn­völd ekki verndað palestínsk börn á Vest­ur­bakk­anum. Ísra­elsk börn njóta aftur á móti verndar, jafnvel þau sem búa á ólög­legum land­töku­svæðum nálægt heima­slóðum Jönnu.

Janna hefur verið áreitt og fengið lífláts­hót­anir fyrir það að stunda heið­ar­lega frétta­mennsku. Hún gefst þó ekki upp.

„Ég vil vita hvernig það er að búa við frelsi í heimalandi mínu og hvernig það er að búa við rétt­læti, frið og jafn­rétti án kerf­is­bund­innar mismun­unar,“ segir hún. Styðjum hana í þeirri baráttu.

Krefstu þess að ísra­elsk stjórn­völd veiti Jönnu vernd fyrir mismunun og ofbeldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.