Berst fyrir umhverfisvernd og réttindum bænda

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazon­svæð­isins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og land­svæða sem eru lífæð alls mann­kyns.

Allt frá 16 ára aldri hefur hún staðið með smábændum í Putumayo, svæði í suður­hluta landsins þar sem líffræði­legur fjöl­breyti­leiki er meiri en víðast annars staðar.

Jani er meðstofn­andi samtaka sem stofnuð voru árið 2008 og berjast fyrir sjálf­bærri þróun á Amazon­svæðinu. Hún berst fyrir verndun umhverf­isins og rétt­indum smábænda er búa á frið­lýstu land­svæði í Putumayo.

Vegna vinnu sinnar komst Jani upp á kant við forsvars­menn olíu­fyr­ir­tæk­isins Ecopetrol sem fékk leyfi árið 2006 til að starfa á svæðum sem skör­uðust við friðlandið í Putumayo. Árið 2009 var leyf­is­veit­ingin flutt yfir til olíu­fyr­ir­tæk­isins Amer­isur. Frá þeim tíma hafa átt sér stað tveir olíulekar sem mengað hafa vatnsból sem nærsam­fé­lagið reiðir sig á.

Barátta Jani fyrir land­svæðið hefur haft skelfi­legar afleið­ingar fyrir hana. Henni hefur verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árás­ar­mönnum og hótað lífláti. Kórónu­veirufar­ald­urinn hefur gert ástandið enn verra þar sem aðgerða­sinnar, eins og aðrir, eru margir hverjir inni­lok­aðir á heim­ilum sínum og njóta takmark­aðrar verndar.

Jani lætur engu að síður engan bilbug á sér finna. „Af því að ég ver land­svæði mitt hefur byssu verið miðað á mig og mér hótað lífláti,“ segir Jani. „Engu að síður fer ég hvergi … við getum ekki hlaupið í burtu eða látið stjórnast af ótta.“

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.