Á yfir höfði sér margra ára fangelsisvist

Fangelsuð fyrir gagnrýni

Uppfært: Sonia var leyst úr haldi með skil­yrðum þann 27. nóvember 2025 eftir að hafa setið 18 mánuði í fang­elsi. Sonia sætir enn rann­sóknum sem eru af póli­tískum meiði. Hún á yfir höfði sér margra ára fang­elsi fyrir að tjá sig um órétt­læti.

Krefstu þess að yfir­völd í Túnis felli niður allar ákærur á hendur Soniu.

Sonia Dahmani hefur dálæti á sjónum, löngum dögum á strönd­inni með vinum og kvik­mynda­áhorfi á kvöldin. Hún kann að meta alls konar list­form, hvort sem um er að ræða málverk, list­sýn­ingar, leikhús eða tónlist. Það sem skiptir Soniu þó mestu máli er fjöl­skylda hennar, þar á meðal hennar ástkæri hundur, Carla.

Sonia er lögfræð­ingur og frétta­skýr­andi sem hefur helgað líf sitt því að verja mann­rétt­indi og tala máli hinna jaðar­settu. Hún er óhrædd við að segja það sem aðrir þora ekki. Hún hefur reglu­lega komið fram í sjón­varpi og útvarpi þar sem hún gagn­rýnir ómann­úð­legar aðstæður í fang­elsum og kynþátta­for­dóma.

Grímu­klæddir lögreglu­menn réðust inn á skrif­stofu lögmanna­fé­lags Túnis og hand­tóku Soniu þann 11. maí 2024. Hún var færð í Manouba-fang­elsið þar sem hún hefur verið í haldi síðan. Túnísk yfir­völd hafa sakfellt og dæmt Soniu fyrir að „dreifa fölskum fréttum“. Hún sætir enn frekari rann­sóknum sem eru af póli­tískum meiði. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fang­elsis­vist fyrir að tjá sig um órétt­læti. Fang­elsun Soniu er skýr tilraun til að þagga niður í henni.

Sonia er í haldi við ómann­legar aðstæður. Fanga­klefinn hennar er morandi í rottum. Hún hefur þurft að þola niður­lægj­andi meðferð af hálfu fang­els­is­yf­ir­valda. Henni er neitað um lækn­is­með­ferð, þar á meðal lyf sem hún þarfnast.

Uppfært:

Yfir­völd sakfelldu og dæmdu Soniu fyrir að „dreifa fals­fréttum“ og fyrir það sat hún 18 mánuði í fang­elsi.

Sonia var leyst úr haldi með skil­yrðum þann 27. nóvember 2025 en hún sætir enn rann­sóknum sem eru af póli­tískum meiði. Hún á yfir höfði sér margra ára fang­elsi fyrir að tjá sig um órétt­læti.

Krefstu þess að yfir­völd í Túnis ógildi dóminn og felli niður allar ákærur á hendur Soniu. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi