
Á yfir höfði sér margra ára fangelsisvist
Uppfært: Sonia var leyst úr haldi með skilyrðum þann 27. nóvember 2025 eftir að hafa setið 18 mánuði í fangelsi. Sonia sætir enn rannsóknum sem eru af pólitískum meiði. Hún á yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að tjá sig um óréttlæti.
Krefstu þess að yfirvöld í Túnis felli niður allar ákærur á hendur Soniu.
Sonia Dahmani hefur dálæti á sjónum, löngum dögum á ströndinni með vinum og kvikmyndaáhorfi á kvöldin. Hún kann að meta alls konar listform, hvort sem um er að ræða málverk, listsýningar, leikhús eða tónlist. Það sem skiptir Soniu þó mestu máli er fjölskylda hennar, þar á meðal hennar ástkæri hundur, Carla.
Sonia er lögfræðingur og fréttaskýrandi sem hefur helgað líf sitt því að verja mannréttindi og tala máli hinna jaðarsettu. Hún er óhrædd við að segja það sem aðrir þora ekki. Hún hefur reglulega komið fram í sjónvarpi og útvarpi þar sem hún gagnrýnir ómannúðlegar aðstæður í fangelsum og kynþáttafordóma.
Grímuklæddir lögreglumenn réðust inn á skrifstofu lögmannafélags Túnis og handtóku Soniu þann 11. maí 2024. Hún var færð í Manouba-fangelsið þar sem hún hefur verið í haldi síðan. Túnísk yfirvöld hafa sakfellt og dæmt Soniu fyrir að „dreifa fölskum fréttum“. Hún sætir enn frekari rannsóknum sem eru af pólitískum meiði. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisvist fyrir að tjá sig um óréttlæti. Fangelsun Soniu er skýr tilraun til að þagga niður í henni.
Sonia er í haldi við ómannlegar aðstæður. Fangaklefinn hennar er morandi í rottum. Hún hefur þurft að þola niðurlægjandi meðferð af hálfu fangelsisyfirvalda. Henni er neitað um læknismeðferð, þar á meðal lyf sem hún þarfnast.
Uppfært:
Yfirvöld sakfelldu og dæmdu Soniu fyrir að „dreifa falsfréttum“ og fyrir það sat hún 18 mánuði í fangelsi.
Sonia var leyst úr haldi með skilyrðum þann 27. nóvember 2025 en hún sætir enn rannsóknum sem eru af pólitískum meiði. Hún á yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir að tjá sig um óréttlæti.
Krefstu þess að yfirvöld í Túnis ógildi dóminn og felli niður allar ákærur á hendur Soniu.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu