Tíu ára fangelsisdómur yfirvofandi

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Tónlist og önnur list hefur verið stór hluti af lífi Alek­söndru í Rússlandi. Ein af ástríðum hennar er að spila á píanó, gítar, mandólín og flautu og oft skipu­lagði hún tónlist­ar­spuna­kvöld fyrir þau sem vildu spila með henni.

Aleks­andra Skochi­lenko var uggandi yfir innrás­inni í Úkraínu og greip til aðgerða hinn 31. mars 2022. Hún skipti út verð­miðum í stór­markaði í Sankti-Péturs­borg og setti í staðinn upplýs­ingar um innrásina.

Lögregla handtók Alek­söndru snemma morguns hinn 11. apríl 2022. Hún var ákærð fyrir „opin­bera miðlun vísvit­andi rangra upplýs­inga um beit­ingu herafla Rúss­lands“. Þetta er ný laga­grein í hegn­ing­ar­lögum sem rúss­neska ríkis­stjórnin innleiddi í flýti í mars 2022 til að reyna að koma í veg fyrir að fólkið í landinu gagn­rýndi innrásina í Úkraínu. Tugir einstak­linga hafa nú þegar verið hand­teknir fyrir þetta nýja lögbrot.

Aleks­andra hefur verið í haldi síðan þá við hræði­legar aðstæður. Hún er með glút­en­óþol og hefur neyðst til að svelta sig að mestu þar sem hún fær ekki þann glút­en­lausa mat sem hún þarfnast. Aleks­andra hefur einnig þurft að þola áreitni af hálfu starfs­fólks og klefa­fé­laga. Hún stendur frammi fyrir allt að tíu ára fang­elsi verði hún fundin sek.

Krefstu þess að stjórn­völd í Rússlandi leysi Alek­söndru úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.