Tíu ára fangelsisdómur yfirvofandi

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Tónlist og önnur list hefur verið stór hluti af lífi Alek­söndru í Rússlandi. Ein af ástríðum hennar er að spila á píanó, gítar, mandólín og flautu og oft skipu­lagði hún tónlist­ar­spuna­kvöld fyrir þau sem vildu spila með henni.

Aleks­andra Skochi­lenko var uggandi yfir innrás­inni í Úkraínu og greip til aðgerða hinn 31. mars 2022. Hún skipti út verð­miðum í stór­markaði í Sankti-Péturs­borg og setti í staðinn upplýs­ingar um innrásina.

Lögregla handtók Alek­söndru snemma morguns hinn 11. apríl 2022. Hún var ákærð fyrir „opin­bera miðlun vísvit­andi rangra upplýs­inga um beit­ingu herafla Rúss­lands“. Þetta er ný laga­grein í hegn­ing­ar­lögum sem rúss­neska ríkis­stjórnin innleiddi í flýti í mars 2022 til að reyna að koma í veg fyrir að fólkið í landinu gagn­rýndi innrásina í Úkraínu. Tugir einstak­linga hafa nú þegar verið hand­teknir fyrir þetta nýja lögbrot.

Aleks­andra hefur verið í haldi síðan þá við hræði­legar aðstæður. Hún er með glút­en­óþol og hefur neyðst til að svelta sig að mestu þar sem hún fær ekki þann glút­en­lausa mat sem hún þarfnast. Aleks­andra hefur einnig þurft að þola áreitni af hálfu starfs­fólks og klefa­fé­laga. Hún stendur frammi fyrir allt að tíu ára fang­elsi verði hún fundin sek.

Krefstu þess að stjórn­völd í Rússlandi leysi Alek­söndru úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.