Berst gegn fátækt og óréttlæti

Í stofufangelsi fyrir mótmæli

Rita Karas­artova nýtur þess að verja tímanum með börnum sínum, stunda jóga og sauma „chapans“, sem eru hefð­bundnir jakkar sem fólk klæðist í Kirg­istan. Í október 2022 umturn­aðist líf Ritu.

Hún var hand­tekin og henni haldið í þröngum klefa mánuðum saman. Henni var neitað um aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu og fékk ekki að vera í sambandi við fjöl­skyldu sína. Núna er hún í stofufang­elsi og sætir ströngu útgöngu­banni.

Rita er baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum og sérfræð­ingur í borg­ara­legum stjórn­ar­háttum. Í rúman áratug helgaði hún líf sitt óháðri, lögfræði­legri ráðgjöf og aðstoðaði fólk sem spillt og óáreið­an­legt rétt­ar­kerfi braut á. Hún er í forsvari frjálsrar stofn­unar sem greinir opin­bera stefnu­mótun og er meðlimur í Samein­aðri lýðræð­is­hreyf­ingu Kirg­istan þar sem hún berst gegn fátækt og órétt­læti.

Rita var hand­tekin ásamt 26 öðrum einstak­lingum fyrir andstöðu við samkomulag um ný landa­mæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatns­svæðum. Hópurinn kallaði eftir því að fólk mótmælti samkomu­laginu frið­sam­lega og krafði stjórn­völd um gagnsæi. Rita, ásamt öðrum, óttaðist að Úsbekistan myndi hefta eða hindra aðgengi að vatni sem nú þegar er af skornum skammti á svæðinu. Skert aðgengi hefði alvar­legar afleið­ingar í för með sér.

Rita var ásamt öðrum hand­tekin fyrir að skipu­leggja „fjölda­ó­spektir“ og ákærð fyrir tilraun til að „hrekja stjórn­völd frá völdum með ofbeldi“ sem felur í sér allt að 15 ára fang­els­isdóm.

 Krefstu þess að Rita fái frelsi sitt á ný

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi