
Berst gegn fátækt og óréttlæti
Rita Karasartova nýtur þess að verja tímanum með börnum sínum, stunda jóga og sauma „chapans“, sem eru hefðbundnir jakkar sem fólk klæðist í Kirgistan. Í október 2022 umturnaðist líf Ritu.
Hún var handtekin og henni haldið í þröngum klefa mánuðum saman. Henni var neitað um aðgengi að heilbrigðisþjónustu og fékk ekki að vera í sambandi við fjölskyldu sína. Núna er hún í stofufangelsi og sætir ströngu útgöngubanni.
Rita er baráttukona fyrir mannréttindum og sérfræðingur í borgaralegum stjórnarháttum. Í rúman áratug helgaði hún líf sitt óháðri, lögfræðilegri ráðgjöf og aðstoðaði fólk sem spillt og óáreiðanlegt réttarkerfi braut á. Hún er í forsvari frjálsrar stofnunar sem greinir opinbera stefnumótun og er meðlimur í Sameinaðri lýðræðishreyfingu Kirgistan þar sem hún berst gegn fátækt og óréttlæti.
Rita var handtekin ásamt 26 öðrum einstaklingum fyrir andstöðu við samkomulag um ný landamæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatnssvæðum. Hópurinn kallaði eftir því að fólk mótmælti samkomulaginu friðsamlega og krafði stjórnvöld um gagnsæi. Rita, ásamt öðrum, óttaðist að Úsbekistan myndi hefta eða hindra aðgengi að vatni sem nú þegar er af skornum skammti á svæðinu. Skert aðgengi hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Rita var ásamt öðrum handtekin fyrir að skipuleggja „fjöldaóspektir“ og ákærð fyrir tilraun til að „hrekja stjórnvöld frá völdum með ofbeldi“ sem felur í sér allt að 15 ára fangelsisdóm.
Krefstu þess að Rita fái frelsi sitt á ný
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu