
Berst fyrir réttlæti
Líf Maungs Sawyeddollahs var ekki auðvelt fyrir sex árum en þrátt fyrir það naut hann þess að spila fótbolta og dreymdi um að verða læknir. Árið 2017, þegar hann var aðeins 15 ára gamall, umturnaðist líf hans.
Herinn í Mjanmar hóf að fremja þjóðernishreinsanir á Róhingjum, þjóðarbroti í landinu sem hefur sætt alvarlegri mismunun af hálfu yfirvalda í Mjanmar í áratugi. Þúsundir Róhingja voru myrtar, pyndaðar og nauðgað og þorp þeirra brennd til grunna.
Af ótta um líf sitt flúði Sawyeddollah með fjölskyldu sinni fótgangandi til Bangladess og tók ferðalagið 15 daga. Þau náðu að komast í Cox’s Bazar-flóttamannabúðirnar þar sem þau eru enn.
Sawyeddollah vill nú verða lögfræðingur og ná fram réttlæti fyrir þá sem þjást í kringum hann. Auk þess að stunda nám hefur hann barist fyrir því að fyrirtækið Meta, sem á Facebook, taki ábyrgð á hlut sínum sem leiddi til grimmdarverka gegn Róhingjum. Um árabil, áður en grimmdarverkin hófust, sá reiknirit Meta til þess að hatursorðræða sem hvatti með beinum hætti til ofbeldis og mismununar gegn Róhingjum fengi víðtæka dreifingu á Facebook sem síðan kynti undir ofbeldi hersins í Mjanmar. Margsinnis hafði verið biðlað til Facebook að grípa til aðgerða vegna þessa.
Sawyeddollah og fjölskylda hans misstu allt en hann heldur enn í vonina. Hann, ásamt samfélagi sínu, kallar eftir því að Meta greiði skaðabætur fyrir þátt sinn í grimmdarverkunum, þar á meðal til að fjármagna menntun í Cox’s Bazar-búðunum. Hann telur að menntun geti hjálpað fólkinu í samfélagi sínu að endurbyggja líf sitt.
Krefstu þess að Meta greiði Sawyeddollah og samfélagi Róhingja skaðabætur.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu