Berst fyrir réttlæti

Kallað eftir skaðabótum frá Facebook

Líf Maungs Sawyeddollahs var ekki auðvelt fyrir sex árum en þrátt fyrir það naut hann þess að spila fótbolta og dreymdi um að verða læknir. Árið 2017, þegar hann var aðeins 15 ára gamall, umturn­aðist líf hans.

Herinn í Mjanmar hóf að fremja þjóð­ern­is­hreins­anir á Róhingjum, þjóð­ar­broti í landinu sem hefur sætt alvar­legri mismunun af hálfu yfir­valda í Mjanmar í áratugi. Þúsundir Róhingja voru myrtar, pynd­aðar og nauðgað og þorp þeirra brennd til grunna.

Af ótta um líf sitt flúði Sawyeddollah með fjöl­skyldu sinni fótgang­andi til Bangla­dess og tók ferða­lagið 15 daga. Þau náðu að komast í Cox’s Bazar-flótta­manna­búð­irnar þar sem þau eru enn.

Sawyeddollah vill nú verða lögfræð­ingur og ná fram rétt­læti fyrir þá sem þjást í kringum hann. Auk þess að stunda nám hefur hann barist fyrir því að fyrir­tækið Meta, sem á Face­book, taki ábyrgð á hlut sínum sem leiddi til grimmd­ar­verka gegn Róhingjum. Um árabil, áður en grimmd­ar­verkin hófust, sá reiknirit Meta til þess að hatursorð­ræða sem hvatti með beinum hætti til ofbeldis og mismun­unar gegn Róhingjum fengi víðtæka dreif­ingu á Face­book sem síðan kynti undir ofbeldi hersins í Mjanmar. Margsinnis hafði verið biðlað til Face­book að grípa til aðgerða vegna þessa.

Sawyeddollah og fjöl­skylda hans misstu allt en hann heldur enn í vonina. Hann, ásamt samfé­lagi sínu, kallar eftir því að Meta greiði skaða­bætur fyrir þátt sinn í grimmd­ar­verk­unum, þar á meðal til að fjár­magna menntun í Cox’s Bazar-búðunum. Hann telur að menntun geti hjálpað fólkinu í samfé­lagi sínu að endur­byggja líf sitt.

Krefstu þess að Meta greiði Sawyeddollah og samfé­lagi Róhingja skaða­bætur.

 

 

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.