Paing Phyo Min

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min hefur unun af söng og að spila á gítar. Hann er 22 ára stúd­enta­leið­togi og meðlimur í Peacock Generation, leikhóp sem helgar sig sérstöku gjörn­ingalist­formi sem kallast Thangyat þar sem bundið mál er flutt ásamt gaman­leik og tónlist. Oftast er efnt til Thangyat í apríl þegar íbúar Mjanmar halda árlega vatns­hátíð.

Í apríl og maí 2019 voru Paing Phyo Min og aðrir meðlimir Peacock Generation hand­tekin eftir að hafa tekið þátt í gjörn­ingi þar sem þau komu fram í herklæðum. Þau gerðu grín að hernum, sögðu að hann gæti ekki tekið gagn­rýni, ríghéldi í völd sín, arðrændi lands­menn og hers­höfð­ingjar söfnuðu auði.

Paing Phyo Min var sakfelldur og dæmdur í sex ára fang­elsi. Ákær­urnar á hendur honum tóku m.a. til „undir­róðurs“, þ.e. að hvetja hermenn til að hlaupast undan merkjum, og „meið­yrða á netinu“ vegna mynda og mynd­banda sem leik­hóp­urinn deildi á netinu. Mynd af hundi í herklæðum kom sérstak­lega við kaunin á yfir­völdum. „Við höfum tekið þátt í þessari gjörn­ingalist allt frá 2013,“ segir Paing Phyo Min. „Við höfum átt í beinum samskiptum við almenning og sagt skoðun okkar á því sem er að í samfé­lagi okkar, m.a. með gagn­rýni á stjórn­völd. Árið 2019 beindi herinn spjótum sínum að okkur. Hann grefur undan lýðræð­is­þróun í landinu. Við verðum kannski sett í fang­elsi en við látum það ekki draga úr okkur kjarkinn til að segja hug okkar.“

Krefstu þess að stjórn­völd í Mjanmar leysi Paing Phyo Min skil­yrð­is­laust og án tafar úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Palestína

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.

Nígería

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.

Úkraína

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.

Erítrea

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.

Mexíkó

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.

Taíland

Stendur frammi fyrir lífstíðardómi vegna friðsamlegra mótmæla

Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Hvíta-Rússland

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.