Paing Phyo Min

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min hefur unun af söng og að spila á gítar. Hann er 22 ára stúd­enta­leið­togi og meðlimur í Peacock Generation, leikhóp sem helgar sig sérstöku gjörn­ingalist­formi sem kallast Thangyat þar sem bundið mál er flutt ásamt gaman­leik og tónlist. Oftast er efnt til Thangyat í apríl þegar íbúar Mjanmar halda árlega vatns­hátíð.

Í apríl og maí 2019 voru Paing Phyo Min og aðrir meðlimir Peacock Generation hand­tekin eftir að hafa tekið þátt í gjörn­ingi þar sem þau komu fram í herklæðum. Þau gerðu grín að hernum, sögðu að hann gæti ekki tekið gagn­rýni, ríghéldi í völd sín, arðrændi lands­menn og hers­höfð­ingjar söfnuðu auði.

Paing Phyo Min var sakfelldur og dæmdur í sex ára fang­elsi. Ákær­urnar á hendur honum tóku m.a. til „undir­róðurs“, þ.e. að hvetja hermenn til að hlaupast undan merkjum, og „meið­yrða á netinu“ vegna mynda og mynd­banda sem leik­hóp­urinn deildi á netinu. Mynd af hundi í herklæðum kom sérstak­lega við kaunin á yfir­völdum. „Við höfum tekið þátt í þessari gjörn­ingalist allt frá 2013,“ segir Paing Phyo Min. „Við höfum átt í beinum samskiptum við almenning og sagt skoðun okkar á því sem er að í samfé­lagi okkar, m.a. með gagn­rýni á stjórn­völd. Árið 2019 beindi herinn spjótum sínum að okkur. Hann grefur undan lýðræð­is­þróun í landinu. Við verðum kannski sett í fang­elsi en við látum það ekki draga úr okkur kjarkinn til að segja hug okkar.“

Krefstu þess að stjórn­völd í Mjanmar leysi Paing Phyo Min skil­yrð­is­laust og án tafar úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi