Paing Phyo Min

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min hefur unun af söng og að spila á gítar. Hann er 22 ára stúd­enta­leið­togi og meðlimur í Peacock Generation, leikhóp sem helgar sig sérstöku gjörn­ingalist­formi sem kallast Thangyat þar sem bundið mál er flutt ásamt gaman­leik og tónlist. Oftast er efnt til Thangyat í apríl þegar íbúar Mjanmar halda árlega vatns­hátíð.

Í apríl og maí 2019 voru Paing Phyo Min og aðrir meðlimir Peacock Generation hand­tekin eftir að hafa tekið þátt í gjörn­ingi þar sem þau komu fram í herklæðum. Þau gerðu grín að hernum, sögðu að hann gæti ekki tekið gagn­rýni, ríghéldi í völd sín, arðrændi lands­menn og hers­höfð­ingjar söfnuðu auði.

Paing Phyo Min var sakfelldur og dæmdur í sex ára fang­elsi. Ákær­urnar á hendur honum tóku m.a. til „undir­róðurs“, þ.e. að hvetja hermenn til að hlaupast undan merkjum, og „meið­yrða á netinu“ vegna mynda og mynd­banda sem leik­hóp­urinn deildi á netinu. Mynd af hundi í herklæðum kom sérstak­lega við kaunin á yfir­völdum. „Við höfum tekið þátt í þessari gjörn­ingalist allt frá 2013,“ segir Paing Phyo Min. „Við höfum átt í beinum samskiptum við almenning og sagt skoðun okkar á því sem er að í samfé­lagi okkar, m.a. með gagn­rýni á stjórn­völd. Árið 2019 beindi herinn spjótum sínum að okkur. Hann grefur undan lýðræð­is­þróun í landinu. Við verðum kannski sett í fang­elsi en við látum það ekki draga úr okkur kjarkinn til að segja hug okkar.“

Krefstu þess að stjórn­völd í Mjanmar leysi Paing Phyo Min skil­yrð­is­laust og án tafar úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.