
Myrt af lögreglu
Zineb Redouane, áttatíu ára gömul kona sem bjó í Marseille í Frakklandi, hafði unun af tónlist og blómum. Að kvöldi dags hinn 1. desember 2018 útbjó Zineb kvöldmat á heimili sínu á fjórðu hæð og spjallaði við dóttur sína í síma á meðan.
Fyrir neðan hafði fólk safnast saman á götum úti til að mótmæla bágbornu húsnæðisástandi í Marseille. Lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannskapnum.
Þegar Zineb varð ljóst að heilmikið táragas barst inn á heimilið inn um opinn glugga gekk hún í áttina að glugganum til að loka honum. Áður en Zineb tókst að loka glugganum varð henni litið út og tók þá eftir tveimur lögreglumönnum á götunni fyrir neðan. Annar lögreglumaðurinn varpaði táragassprengju í áttina að Zineb sem hæfði hana í andlitið.
Zineb var flutt á sjúkrahús með alvarlega áverka í andliti. Hún var við það að kafna vegna þess að efri gómurinn hafði fallið saman og kjálkabeinið var brotið. Zineb átti að gangast undir bráðaaðgerð en hún fór í hjartastopp við svæfingu og nokkrum sinnum eftir það. Hún lést að lokum af sárum sínum.
Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju. Um fjórum árum síðar er rannsókn á dauða hennar enn í gangi. Enginn hefur verið ákærður eða vikið úr starfi vegna þessa hörmulega atburðar.
Fjölskylda Zineb bíður enn réttlætis.
Krefstu réttlætis fyrir Zineb núna!
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu