Myrt af lögreglu

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Zineb Redouane, áttatíu ára gömul kona sem bjó í Marseille í Frakklandi, hafði unun af tónlist og blómum. Að kvöldi dags hinn 1. desember 2018 útbjó Zineb kvöldmat á heimili sínu á fjórðu hæð og spjallaði við dóttur sína í síma á meðan.

Fyrir neðan hafði fólk safnast saman á götum úti til að mótmæla bágbornu húsnæð­is­ástandi í Marseille. Lögreglan beitti tára­gasi til að dreifa mann­skapnum.

Þegar Zineb varð ljóst að heil­mikið táragas barst inn á heim­ilið inn um opinn glugga gekk hún í áttina að glugg­anum til að loka honum. Áður en Zineb tókst að loka glugg­anum varð henni litið út og tók þá eftir tveimur lögreglu­mönnum á götunni fyrir neðan. Annar lögreglu­mað­urinn varpaði tára­gassprengju í áttina að Zineb sem hæfði hana í andlitið.

Zineb var flutt á sjúkrahús með alvar­lega áverka í andliti. Hún var við það að kafna vegna þess að efri gómurinn hafði fallið saman og kjálka­beinið var brotið. Zineb átti að gangast undir bráða­að­gerð en hún fór í hjarta­stopp við svæf­ingu og nokkrum sinnum eftir það. Hún lést að lokum af sárum sínum.

Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju. Um fjórum árum síðar er rann­sókn á dauða hennar enn í gangi. Enginn hefur verið ákærður eða vikið úr starfi vegna þessa hörmu­lega atburðar.

Fjöl­skylda Zineb bíður enn rétt­lætis.

Krefstu rétt­lætis fyrir Zineb núna!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.