Ungur drengur sætir illri meðferð í Mexíkó

Frumbyggjastrákur pyndaður

José Adrián var á heim­leið úr skóla þegar lögreglan réðst á hann og kastaði honum á lögreglubíl. Einn lögreglu­þjónninn traðkaði á höfði hans. Adrián var þá aðeins 14 ára gamall.

Hann býr í fátæku samfé­lagi í Mexíkó. Heyrn­ar­skerðing gæti hafa átt þátt í því að hann átti í erfið­leikum með samskipti við lögreglu meðan á þessu stóð.

José Adrián lenti fyrir tilviljun í lokum átaka milli hópa ungmenna sem enduðu með skemmdum á lögreglubíl. Lögregla handtók José Adrián einan, án skýr­inga, og hafði ekki samband við foreldra hans. Hand­töku hans svipar til algengra aðferða lögregl­unnar í Mexíkó, sem beinir spjótum sínum að fátæku fólki og jaðar­hópum. Í þessu tilfelli var það ungur frum­byggjastrákur.

Lögreglu­menn þvinguðu José Adrián inn í lögreglubíl og keyrðu hann á lögreglu­stöðina þar sem hann var látinn hanga í hand­járnum. „Þeir skildu mig eftir þarna í næstum hálf­tíma,“ segir hann. „Þeir börðu mig í bringuna. Síðan slógu þeir mig í andlitið.“

Til að fá son sinn leystan úr haldi þurftu foreldrar José Adriáns að borga fyrir skemmd­irnar á lögreglu­bílnum og að auki sekt sem var hærri en þau höfðu efni á. José Adrián hætti í skóla vegna atviksins.

José Adrián vill ljúka þessum kafla í lífi sínu og er byrj­aður að skipu­leggja fram­tíðina. Lögreglu­menn­irnir sem réðust á hann hafa ekki enn sætt refs­ingu og fjöl­skyldan bíður enn eftir að stjórn­völd grípi til aðgerða í málinu.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Mexíkó um rétt­læti.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi