Ungur drengur sætir illri meðferð í Mexíkó

Frumbyggjastrákur pyndaður

José Adrián var á heim­leið úr skóla þegar lögreglan réðst á hann og kastaði honum á lögreglubíl. Einn lögreglu­þjónninn traðkaði á höfði hans. Adrián var þá aðeins 14 ára gamall.

Hann býr í fátæku samfé­lagi í Mexíkó. Heyrn­ar­skerðing gæti hafa átt þátt í því að hann átti í erfið­leikum með samskipti við lögreglu meðan á þessu stóð.

José Adrián lenti fyrir tilviljun í lokum átaka milli hópa ungmenna sem enduðu með skemmdum á lögreglubíl. Lögregla handtók José Adrián einan, án skýr­inga, og hafði ekki samband við foreldra hans. Hand­töku hans svipar til algengra aðferða lögregl­unnar í Mexíkó, sem beinir spjótum sínum að fátæku fólki og jaðar­hópum. Í þessu tilfelli var það ungur frum­byggjastrákur.

Lögreglu­menn þvinguðu José Adrián inn í lögreglubíl og keyrðu hann á lögreglu­stöðina þar sem hann var látinn hanga í hand­járnum. „Þeir skildu mig eftir þarna í næstum hálf­tíma,“ segir hann. „Þeir börðu mig í bringuna. Síðan slógu þeir mig í andlitið.“

Til að fá son sinn leystan úr haldi þurftu foreldrar José Adriáns að borga fyrir skemmd­irnar á lögreglu­bílnum og að auki sekt sem var hærri en þau höfðu efni á. José Adrián hætti í skóla vegna atviksins.

José Adrián vill ljúka þessum kafla í lífi sínu og er byrj­aður að skipu­leggja fram­tíðina. Lögreglu­menn­irnir sem réðust á hann hafa ekki enn sætt refs­ingu og fjöl­skyldan bíður enn eftir að stjórn­völd grípi til aðgerða í málinu.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Mexíkó um rétt­læti.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Fangavist fyrir að yrkja ljóð um herinn

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi Í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti pyndingum í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazon-svæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tíu ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni starfar sem blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled á tíu ára fangelsisdóm yfir höfði sér.