Thulani Rudolph Maseko

Myrtur fyrir að tala máli sannleikans

Thulani Maseko var ástríkur faðir og eigin­maður. Hann var trúrækinn meðlimur meþód­ista­kirkj­unnar, baráttu­maður fyrir mann­rétt­indum og stuðn­ings­maður hinsegin fólks. Fólk sem þekkti Thulani lýsti honum sem hógværum og vina­legum með mikla kímni­gáfu.

Thulani var óþreyt­andi í baráttu sinni fyrir fólkið í Esvatíní eftir að hann öðlaðist rétt­indi sem lögmaður. Esvatíní er konungs­ríki þar sem konungs­fjöl­skyldan er einráð og auðug en um það bil 60% íbúa lifa undir fátækt­ar­mörkum. Thulani gagn­rýndi opin­ber­lega kúgun­arlög í landinu og gegnd­ar­laust ofbeldi ríkisins gegn frið­sam­legum mótmælum.

Thulani vissi að hann setti sig í mikla hættu með því að tjá sig. Hann var hand­tekinn árið 2014 og ákærður fyrir að óvirða dómstóla í kjölfar þess að hann skrifaði tvær blaða­greinar þar sem hann fordæmdi skort á sjálf­stæði og heil­indum dómstóla í Esvatíní. Hann sat í rúmt ár í fang­elsi. Hann lét það ekki á sig fá og hélt áfram mann­rétt­ind­a­starfi sínu. Hann sagði árið 2016: „Við munum aldrei gefast upp þar sem við vitum að sann­leik­anum fylgir fórn­ar­kostn­aður.“

Á endanum var fórn­ar­kostn­að­urinn líf Thul­anis. Hann var skotinn af stuttu færi í gegnum glugga á heimili sínu fyrir framan eigin­konu sína, Tanele, þann 21. janúar 2023. Nokkrum klukku­stundum áður hélt konungur landsins ræðu þar sem hann sagði að einstak­lingar sem kölluðu eftir lýðræð­is­um­bótum yrðu „meðhöndl­aðir“ og að „fólk ætti ekki að gráta eða kvarta yfir því að mála­liðar dræpu þá“. Enn hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir morðið á Thulani.

Krefstu rétt­lætis fyrir Thulani Maseko.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi