
Thulani Rudolph Maseko
Thulani Maseko var ástríkur faðir og eiginmaður. Hann var trúrækinn meðlimur meþódistakirkjunnar, baráttumaður fyrir mannréttindum og stuðningsmaður hinsegin fólks. Fólk sem þekkti Thulani lýsti honum sem hógværum og vinalegum með mikla kímnigáfu.
Thulani var óþreytandi í baráttu sinni fyrir fólkið í Esvatíní eftir að hann öðlaðist réttindi sem lögmaður. Esvatíní er konungsríki þar sem konungsfjölskyldan er einráð og auðug en um það bil 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Thulani gagnrýndi opinberlega kúgunarlög í landinu og gegndarlaust ofbeldi ríkisins gegn friðsamlegum mótmælum.
Thulani vissi að hann setti sig í mikla hættu með því að tjá sig. Hann var handtekinn árið 2014 og ákærður fyrir að óvirða dómstóla í kjölfar þess að hann skrifaði tvær blaðagreinar þar sem hann fordæmdi skort á sjálfstæði og heilindum dómstóla í Esvatíní. Hann sat í rúmt ár í fangelsi. Hann lét það ekki á sig fá og hélt áfram mannréttindastarfi sínu. Hann sagði árið 2016: „Við munum aldrei gefast upp þar sem við vitum að sannleikanum fylgir fórnarkostnaður.“
Á endanum var fórnarkostnaðurinn líf Thulanis. Hann var skotinn af stuttu færi í gegnum glugga á heimili sínu fyrir framan eiginkonu sína, Tanele, þann 21. janúar 2023. Nokkrum klukkustundum áður hélt konungur landsins ræðu þar sem hann sagði að einstaklingar sem kölluðu eftir lýðræðisumbótum yrðu „meðhöndlaðir“ og að „fólk ætti ekki að gráta eða kvarta yfir því að málaliðar dræpu þá“. Enn hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir morðið á Thulani.
Krefstu réttlætis fyrir Thulani Maseko.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu