Mannréttindafrömuður sætti þvinguðu mannshvarfi

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er margt til lista lagt, hann talar rúss­nesku, er mikill lestr­ar­hestur og ræktar kjúk­linga. Hann er „áhuga­samur en hræði­legur kokkur,“ segir dóttir Idris um föður sinn.

Idris er einnig sérfræð­ingur um þvinguð manns­hvörf í Pakistan. Hann hefur um árabil skráð þvinguð manns­hvörf, sem eru glæpur samkvæmt alþjóða­lögum, fyrir Amnesty Internati­onal og Human Rights Watch. Það er kald­hæðni örlag­anna að Idris er sjálfur orðinn enn eitt tilfellið.

Idris var á leið heim til sín í höfuð­borg­inni Islamabad þann 13. nóvember 2019 þegar bíla­leigu­bíll hans var stöðv­aður. Ekki hefur sést til hans síðan þá. Yfir­völd í Pakistan beita þving­uðum manns­hvörfum til að þagga niður í mann­rétt­inda­fröm­uðum eins og Idris og öðrum gagn­rýn­endum.

Talia, tvítug dóttir Idris, hefur barist fyrir því að fá föður sinn aftur heim með aðstoð Amnesty Internati­onal þrátt fyrir aðvar­anir. Hugrekki hennar átti stóran þátt í því að yfir­völd viður­kenndu í júní 2020 að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður. Þau hafa enn ekki gefið upp hvar hann er í haldi. Fjöl­skylda Idris óttast að hann verði ákærður fyrir njósnir. Ef hann verður sakfelldur á hann á hættu 14 ára fang­elsi eða jafnvel dauðadóm.

„Ég skoða myndir af pabba og á mér þann eina draum að sjá hann koma aftur heim og sameinast okkur á ný,“ segir Talia. „Við eigum skilið að fá svör og hann á skilið laga­vernd.“

Krefstu þess að stjórn­völd í Pakistan leysi Idris tafar­laust úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.