Ósýnileiki er mismunun

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren Rotela og Mariana Sepúl­veda frá Paragvæ vilja lifa lífi sínu frjálst og gera það sem þeim finnst gaman, eins og að spila blak, dansa og fara í leikhús. Sem trans konur þurfa Yren og Mariana að berjast gegn mismunun. Þær hafa verið áreittar, sætt líkams­árásum og þeim hefur verið neitað um að tjá sig um þá erfið­leika sem þær standa frammi fyrir í daglegu lífi.

Trans konur í Paragvæ geta ekki breytt nafni sínu laga­lega eða fengið skil­ríki í samræmi við kynvitund sína, auk þess að sæta annarri mismunun. Trans nemendur geta þar af leið­andi ekki fengið skóla­skír­teini með nafninu sem þeir hafa valið sér og það gerir atvinnu­leit erfiða. Þetta órétt­læti hefur verið Yren og Mariönu hvatning til að gerast aðgerða­sinnar og berjast fyrir breyt­ingum.

Að mótmæla er ekki auðvelt fyrir trans fólk í Paragvæ. Paragvæ er íhalds­samt land þar sem trans fólk ásamt öðrum innan hinsegin samfé­lagsins er beitt órétti og reynt að gera það ósýni­legt. Mótmæli trans hópa eru þess vegna oftast bönnuð og í einhverjum tilfellum hafa atlögur verið gerðar að kröfu­göngum þeirra.

Mariana og Yren hafa í áraraðir barist fyrir því að breyta nafni sínu laga­lega. Fái þær skil­ríki í samræmi við hverjar þær eru gæfi það til kynna að stjórn­völd viður­kenndu tilvist þeirra sem trans kvenna. Með orðum Yren:

„Ég kom í þennan heim til að sýna hver ég er en ekki að láta segja mér hver ég er.“

Krefstu þess að stjórn­völd í Paragvæ viður­kenni kynvitund trans fólks til að það geti nýtt rétt­indi sín.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttaíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju á mótmælum. Hún ætlaði að loka glugga á heimili sínu þegar táragassprengja hæfði hana í andlitið. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar á verðmiða í stórmarkaði um innrás Rússlands í Úkraínu. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.