Ósýnileiki er mismunun

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren Rotela og Mariana Sepúl­veda frá Paragvæ vilja lifa lífi sínu frjálst og gera það sem þeim finnst gaman, eins og að spila blak, dansa og fara í leikhús. Sem trans konur þurfa Yren og Mariana að berjast gegn mismunun. Þær hafa verið áreittar, sætt líkams­árásum og þeim hefur verið neitað um að tjá sig um þá erfið­leika sem þær standa frammi fyrir í daglegu lífi.

Trans konur í Paragvæ geta ekki breytt nafni sínu laga­lega eða fengið skil­ríki í samræmi við kynvitund sína, auk þess að sæta annarri mismunun. Trans nemendur geta þar af leið­andi ekki fengið skóla­skír­teini með nafninu sem þeir hafa valið sér og það gerir atvinnu­leit erfiða. Þetta órétt­læti hefur verið Yren og Mariönu hvatning til að gerast aðgerða­sinnar og berjast fyrir breyt­ingum.

Að mótmæla er ekki auðvelt fyrir trans fólk í Paragvæ. Paragvæ er íhalds­samt land þar sem trans fólk ásamt öðrum innan hinsegin samfé­lagsins er beitt órétti og reynt að gera það ósýni­legt. Mótmæli trans hópa eru þess vegna oftast bönnuð og í einhverjum tilfellum hafa atlögur verið gerðar að kröfu­göngum þeirra.

Mariana og Yren hafa í áraraðir barist fyrir því að breyta nafni sínu laga­lega. Fái þær skil­ríki í samræmi við hverjar þær eru gæfi það til kynna að stjórn­völd viður­kenndu tilvist þeirra sem trans kvenna. Með orðum Yren:

„Ég kom í þennan heim til að sýna hver ég er en ekki að láta segja mér hver ég er.“

Krefstu þess að stjórn­völd í Paragvæ viður­kenni kynvitund trans fólks til að það geti nýtt rétt­indi sín.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi