
Baráttusamtök kvenna og hinsegin fólks
Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Þau eru meðal elstu samtaka á sínu sviði í Úkraínu. Samtökin, sem voru stofnuð af aðgerðasinnunum Önnu Sharyhinu og Viru Chernayginu, eru griðastaður fyrir konur og hinsegin fólk í Kharkiv, annarri stærstu borg Úkraínu.
Enda þótt Úkraína sé talin framsæknasta landið á sviði réttindabaráttu hinsegin fólks, á meðal ríkja fyrrverandi Sovétríkjanna, hafa stjórnvöld brugðist þeirri skyldu sinni að takast á við hatursglæpi. Á sama tíma og hópum sem beina spjótum sínum gegn hinsegin fólki hefur vaxið ásmegin í landinu verður Sphere fyrir auknum árásum. Þessir hópar hafa ráðist á stuðningsfólk Sphere og húsakynni þeirra, pissað utan í húsveggi og dreift saur á hurðarhúna á heimili þeirra, brotið glugga og hrópað ókvæðisorð í áttina að þeim. Tugir árása af þessu tagi hafa átt sér stað. Anna og Vira hafa kært þessar árásir til lögreglu en enginn sætir ábyrgð.
Árið 2019 skipulagði Sphere fyrstu Gleðigönguna í Kharkiv. Þrátt fyrir hótanir og ógnanir mættu hátt í 3.000 manns í gönguna. Lögreglu mistókst hins vegar að vernda þátttakendur gegn ofbeldi og tók þess í stað þátt í því að hreyta fúkyrðum í þá. Anna og Vira segja að aðgerðaleysi lögreglu frammi fyrir stöðugum árásum valdi því að starfs- og stuðningsfólk Sphere lifi í stöðugum ótta.
„Ég vil að árásarmenn okkar séu dregnir til ábyrgðar í samræmi við lög,“ segir Anna.
Taktu undir kröfuna og þrýstu á úkraínsk stjórnvöld.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu