Baráttusamtök kvenna og hinsegin fólks

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félaga­sam­tökin Sphere hafa barist fyrir rétt­indum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Þau eru meðal elstu samtaka á sínu sviði í Úkraínu. Samtökin, sem voru stofnuð af aðgerða­sinn­unum Önnu Sharyhinu og Viru Chernayginu, eru griðastaður fyrir konur og hinsegin fólk í Kharkiv, annarri stærstu borg Úkraínu.

Enda þótt Úkraína sé talin fram­sækn­asta landið á sviði rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks, á meðal ríkja fyrr­ver­andi Sovét­ríkj­anna, hafa stjórn­völd brugðist þeirri skyldu sinni að takast á við haturs­glæpi. Á sama tíma og hópum sem beina spjótum sínum gegn hinsegin fólki hefur vaxið ásmegin í landinu verður Sphere fyrir auknum árásum. Þessir hópar hafa ráðist á stuðn­ings­fólk Sphere og húsa­kynni þeirra, pissað utan í húsveggi og dreift saur á hurð­ar­húna á heimili þeirra, brotið glugga og hrópað ókvæð­isorð í áttina að þeim. Tugir árása af þessu tagi hafa átt sér stað. Anna og Vira hafa kært þessar árásir til lögreglu en enginn sætir ábyrgð.

Árið 2019 skipu­lagði Sphere fyrstu Gleði­gönguna í Kharkiv. Þrátt fyrir hótanir og ógnanir mættu hátt í 3.000 manns í gönguna. Lögreglu mistókst hins vegar að vernda þátt­tak­endur gegn ofbeldi og tók þess í stað þátt í því að hreyta fúkyrðum í þá. Anna og Vira segja að aðgerða­leysi lögreglu frammi fyrir stöð­ugum árásum valdi því að starfs- og stuðn­ings­fólk Sphere lifi í stöð­ugum ótta.

„Ég vil að árás­ar­menn okkar séu dregnir til ábyrgðar í samræmi við lög,“ segir Anna.

Taktu undir kröfuna og þrýstu á úkraínsk stjórn­völd.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi