Morðingi vinkvenna gengur laus

Sækja verður morðingjana til saka

Það var föstu­dags­kvöld í maí 2017. Líkt og gildir um margt tvítugt fólk stefndu Popi Qwabe og Bongeka Phungula út á lífið. Vinkon­urnar höfðu kynnst við nám í leik­list í KwaZulu Natal-háskól­anum í Durban. Báðar voru ungar og efni­legar og áttu sér þann draum að ná langt á leik­sviðinu.

Einhvern­tíma um kvöldið tóku vinkon­urnar leigubíl. Það heyrðist aldrei frá þeim eftir það.

Frávita af áhyggjum leituðu Mdu, frænka Bongeka, og Them­belihle, systir Popi, að þeim stöllum á spít­ölum og lögreglu­stöðvum þar til hinn hræði­legi sann­leikur rann upp fyrir þeim: stúlk­urnar höfðu verið myrtar. Popi og Bongeka voru skotnar til bana og líkin skilin eftir í vegkanti. Senni­lega hafði þeim einnig verið nauðgað.

Að sögn fjöl­skyldna Popi og Bongeka voru morðin aldrei rann­sökuð til hlítar. Leigu­bíllinn kom í leit­irnar og blóð­blettir og eigur kvenn­anna fundust í honum. Þó að blóð­blett­irnir hafi verið rann­sak­aðir kunn­gerði rétt­ar­tækni­deild lögregl­unnar aldrei niður­stöð­urnar. Fjöl­skyldur kvenn­anna halda því fram að lögreglan hafi ekki leitað að fingra­förum eða rakið síma stúlkn­anna.

Tveir leigu­bíl­stjórar voru hand­teknir. Þeir voru með eitt­hvað af eigum stúlkn­anna í fórum sínum, þar á meðal farsíma og varalit sem þeir sögðust hafa fundið í leigubíl. Lögreglan sleppti mönn­unum hins vegar lausum með vísan í skort á sönn­un­ar­gögnum og málið var látið niður falla þótt rann­sókn væri ekki lokið.

Krefstu rétt­lætis fyrir Popi og Bongeka.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Palestína

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.

Nígería

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.

Úkraína

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.

Erítrea

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.

Mexíkó

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.

Taíland

Stendur frammi fyrir lífstíðardómi vegna friðsamlegra mótmæla

Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Hvíta-Rússland

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.