Morðingi vinkvenna gengur laus

Sækja verður morðingjana til saka

Það var föstu­dags­kvöld í maí 2017. Líkt og gildir um margt tvítugt fólk stefndu Popi Qwabe og Bongeka Phungula út á lífið. Vinkon­urnar höfðu kynnst við nám í leik­list í KwaZulu Natal-háskól­anum í Durban. Báðar voru ungar og efni­legar og áttu sér þann draum að ná langt á leik­sviðinu.

Einhvern­tíma um kvöldið tóku vinkon­urnar leigubíl. Það heyrðist aldrei frá þeim eftir það.

Frávita af áhyggjum leituðu Mdu, frænka Bongeka, og Them­belihle, systir Popi, að þeim stöllum á spít­ölum og lögreglu­stöðvum þar til hinn hræði­legi sann­leikur rann upp fyrir þeim: stúlk­urnar höfðu verið myrtar. Popi og Bongeka voru skotnar til bana og líkin skilin eftir í vegkanti. Senni­lega hafði þeim einnig verið nauðgað.

Að sögn fjöl­skyldna Popi og Bongeka voru morðin aldrei rann­sökuð til hlítar. Leigu­bíllinn kom í leit­irnar og blóð­blettir og eigur kvenn­anna fundust í honum. Þó að blóð­blett­irnir hafi verið rann­sak­aðir kunn­gerði rétt­ar­tækni­deild lögregl­unnar aldrei niður­stöð­urnar. Fjöl­skyldur kvenn­anna halda því fram að lögreglan hafi ekki leitað að fingra­förum eða rakið síma stúlkn­anna.

Tveir leigu­bíl­stjórar voru hand­teknir. Þeir voru með eitt­hvað af eigum stúlkn­anna í fórum sínum, þar á meðal farsíma og varalit sem þeir sögðust hafa fundið í leigubíl. Lögreglan sleppti mönn­unum hins vegar lausum með vísan í skort á sönn­un­ar­gögnum og málið var látið niður falla þótt rann­sókn væri ekki lokið.

Krefstu rétt­lætis fyrir Popi og Bongeka.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.