Morðingi vinkvenna gengur laus

Sækja verður morðingjana til saka

Það var föstu­dags­kvöld í maí 2017. Líkt og gildir um margt tvítugt fólk stefndu Popi Qwabe og Bongeka Phungula út á lífið. Vinkon­urnar höfðu kynnst við nám í leik­list í KwaZulu Natal-háskól­anum í Durban. Báðar voru ungar og efni­legar og áttu sér þann draum að ná langt á leik­sviðinu.

Einhvern­tíma um kvöldið tóku vinkon­urnar leigubíl. Það heyrðist aldrei frá þeim eftir það.

Frávita af áhyggjum leituðu Mdu, frænka Bongeka, og Them­belihle, systir Popi, að þeim stöllum á spít­ölum og lögreglu­stöðvum þar til hinn hræði­legi sann­leikur rann upp fyrir þeim: stúlk­urnar höfðu verið myrtar. Popi og Bongeka voru skotnar til bana og líkin skilin eftir í vegkanti. Senni­lega hafði þeim einnig verið nauðgað.

Að sögn fjöl­skyldna Popi og Bongeka voru morðin aldrei rann­sökuð til hlítar. Leigu­bíllinn kom í leit­irnar og blóð­blettir og eigur kvenn­anna fundust í honum. Þó að blóð­blett­irnir hafi verið rann­sak­aðir kunn­gerði rétt­ar­tækni­deild lögregl­unnar aldrei niður­stöð­urnar. Fjöl­skyldur kvenn­anna halda því fram að lögreglan hafi ekki leitað að fingra­förum eða rakið síma stúlkn­anna.

Tveir leigu­bíl­stjórar voru hand­teknir. Þeir voru með eitt­hvað af eigum stúlkn­anna í fórum sínum, þar á meðal farsíma og varalit sem þeir sögðust hafa fundið í leigubíl. Lögreglan sleppti mönn­unum hins vegar lausum með vísan í skort á sönn­un­ar­gögnum og málið var látið niður falla þótt rann­sókn væri ekki lokið.

Krefstu rétt­lætis fyrir Popi og Bongeka.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi