Berst fyrir réttinum til heimilis í Nígeríu

Skotinn fyrir að verja heimili sitt

Nasu Abdulaziz er eins og hver annar ungur maður í Nígeríu. Hann er mikill fótbolta­áhuga­maður og hefur gaman af hjól­reiðum. En aðstæður hans eru einnig óvenju­legar þar sem hann berst fyrir rétti sínum til heim­ilis.

Nasu er 23 ára og hefði átt að vera að njóta lífsins en þess í stað komu vopn­aðir  menn með jarð­ýtur fyrir­vara­laust inn í hverfið hans, Otodo Gbame, í stór­borg­inni Lagos í Nígeríu. Að tilskipun stjórn­valda voru heimili hins  gamal­gróna samfé­lags þar eyði­lögð, hús voru brennd og rifin, byssu­skotum hleypt af og lífs­við­ur­væri íbúanna lagt í rúst.

Árið 2017, kvöldið áður en síðustu brott­flutn­ing­arnir áttu sér stað, skutu ofbeld­is­menn Nasu í hand­legginn. Daginn eftir réðst sérsveit Lagos enn á ný inn í samfé­lagið, hleypti af byssu­skotum og beitti tára­gasi. Í ringul­reið­inni flúðu íbúarnir skelf­ingu lostnir og sumir stukku út í nærliggj­andi lón og drukknuðu. Talið er að níu manns hafi látið lífið og 15 er enn saknað.

Á endanum urðu 30 þúsund manns heim­il­is­lausir og neyddust til að búa í bátum, undir brúm eða hjá vinum og ættingjum. Nasu missti heimili sitt en hann heldur enn í vonina. Hann hefur gengið til liðs við Bandalag fátækra­hverfa og óform­legra byggða í Nígeríu, fjölda­hreyf­ingu fólks sem leggur allt í sölurnar til að tryggja réttinn til heim­ilis.

 Skrifaðu undir bréfið og krefstu þess að stjórn­völd í Nígeríu verndi rétt Nasu til heim­ilis.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Fangavist fyrir að yrkja ljóð um herinn

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi Í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti pyndingum í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazon-svæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tíu ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni starfar sem blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled á tíu ára fangelsisdóm yfir höfði sér.