Aðstoðaði við þungunarrof

Sótt til saka fyrir að verja réttinn til þungunarrofs

Reynsla Justynu Wydrzyńska af þung­un­ar­rofi án stuðn­ings eða aðgengis að áreið­an­legum upplýs­ingum veitti henni styrk til að aðstoða aðrar konur við að taka upplýstar ákvarð­anir er varða kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi þeirra.

Justyna er ein stofn­enda pólska baráttu­hópsins Abortion Dream Team. Hópurinn berst gegn fordómum gagn­vart þung­un­ar­rofi og veitir konum ráðgjöf um aðgang að öruggu þung­un­ar­rofi í Póllandi þar sem löggjöf um þessi málefni er með þeim ströngustu í Evrópu.

Í febrúar 2020 komst Justyna í samband við Aniu (ekki hennar raun­veru­lega nafn). Ania, sem var í ofbeld­is­sam­bandi, var þunguð og örvænt­ing­ar­full. Hún kvaðst fremur vilja deyja en að halda meðgöng­unni áfram. Justyna, sem sjálf var þolandi í ofbeld­is­sam­bandi, fann sig knúna til að aðstoða. Hún sendi Aniu þung­un­ar­rofslyf en maki hinnar síðar­nefndu komst yfir send­inguna og hafði samband við lögreglu sem gerði lyfið upptækt.

Í nóvember 2021 ákærði ríkis­sak­sóknari Justynu fyrir að „aðstoða við þung­un­arrof“. Í mars 2023 var hún fundin sek og dæmd til átta mánaða samfé­lags­þjón­ustu. Lögmaður Justynu hefur áfrýjað dómnum. Dómurinn gegn Justynu setur hættu­legt fordæmi. Án þess stuðn­ings og áreið­an­legrar upplýs­inga­gjafar sem hún og aðrir aðgerða­sinnar veita eru konur eins og Ania einar og eiga ekki kost á öruggu þung­un­ar­rofi. Justyna sýnir hugrekki þrátt fyrir þann fjand­skap sem hún mætir og hefur þetta að segja: „Ég var knúin til að hjálpa þegar enginn annar vildi það eða gat. Fyrir mér var það augljóst, viðeig­andi og rétt­mætt að aðstoða Aniu.“

Krefstu þess að ríkis­sak­sóknari grípi til nauð­syn­legra aðgerða til að tryggja að órétt­látum dómi yfir Justynu verði snúið við.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi