
Gvatemala
Fangelsaður fyrir að vernda landsvæði frumbyggja
Bernardo Caal hefur barist fyrir verndun landsvæðis Maya-frumbyggja. Hann mótmælti virkjanaframkvæmdum við ána Cahabón og var í kjölfarið dæmdur í átta ára fangelsi.
Lífstíðardómur aðgerðasinna
Panusaya Sithijirawattanakul, kölluð Rung sem þýðir regnbogi, er nemandi og áhugafiðluleikari sem hefur lýst sér sem „hógværri og hljóðlátri“ og var áður mjög feimin. Í dag er hún leiðandi rödd í lýðræðishreyfingu ungs fólks í Taílandi.
Rung gerðist pólitískur aðgerðasinni þegar hún stundaði nám í félagsfræði og mannfræði við háskóla í Bangkok, höfuðborg landsins. Óhrædd tók hún þátt í mótmælum til að krefjast félagslegra og pólitískra breytinga allt árið 2020. Í ágúst sama ár var hún orðin leiðtogi mótmælanna. Þúsundir fylgdust með Rung krefjast réttlætis, frelsis og réttar til tjáningar, auk þess að kalla eftir umbótum á konungsríkinu, sem er afar viðkvæmt málefni í Taílandi. Þessi fordæmislausa krafa gerði hana þjóðþekkta en á sama tíma var hún stimpluð sem vandræðaseggur í augum stjórnvalda.
Rung hélt áfram að leiða mótmælin fyrir félagslegum umbótum. Hún var sökuð um að hvetja til ófriðar og var handtekin í mars 2021 á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Hún var fangelsuð í 60 daga og smitaðist þar af Covid-19. Yfirvöld neituðu henni sex sinnum um lausn gegn tryggingu. Hún fór í 38 daga hungurverkfall og var að lokum leyst úr haldi hinn 30. apríl 2021.
Rung stendur frammi fyrir fjölda ákæra og verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér lífstíðardóm.
„Um leið og þú stígur inn í fangelsið finnst þér eins og mennska þín sé ekki lengur heil,“ segir Rung.
Krefstu þess að stjórnvöld í Taílandi felli niður allar ákærur á hendur Rung.
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Gvatemala
Bernardo Caal hefur barist fyrir verndun landsvæðis Maya-frumbyggja. Hann mótmælti virkjanaframkvæmdum við ána Cahabón og var í kjölfarið dæmdur í átta ára fangelsi.
Kína
Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.
Egyptaland
Mohamed Baker situr í fangelsi fyrir að verja réttindi jaðarhópa í Egyptalandi. Hann hefur sætt margvíslegu harðræði og grimmilegri meðferð í fangelsinu.
Palestína
Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.
Nígería
Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.
Úkraína
Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.
Erítrea
Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.
Mexíkó
Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.
Taíland
Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Hvíta-Rússland
Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.