Unglingur í fangelsi í Hvíta-Rússlandi

Unglingur í fangelsi þráir frelsið

Emil Ostrovko beið eftir kærustu sinni í stræt­is­vagna­skýli í útjaðri Minsk í apríl árið 2018. Þau ætluðu að verja deginum saman. Skyndi­lega birtust lögreglu­menn sem börðu Emil og hand­tóku fyrir að dreifa ólög­legum vímu­efnum. Hann var aðeins 17 ára.

Fyrr á árinu 2018 hafði Emil ráðið sig í vinnu eftir skóla sem sendill hjá netfyr­ir­tæki. Vinnu­veit­andi hans hafði tjáð honum að pakki sem hann átti að afhenda inni­héldi aðeins löglega reyktób­aks­blöndu.

Eftir að hafa setið í varð­haldi í marga mánuði hlaut Emil tíu ára fang­els­isdóm fyrir vímu­efna­við­skipti sem síðar var lækk­aður í átta ár þegar nokkrar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Rann­sak­endur leituðu aldrei að eiganda fyrir­tæk­isins sem Emil starfaði fyrir eða nokkrum öðrum. Emil var sá eini sem var ákærður.

Emil var atorku­samur, umhyggju­samur unglingur sem naut þess að læra og passa upp á yngri systur sína, áður en hann var hand­tekinn. Nú þegar hann situr í fang­elsi hefur honum ekki verið gert kleift að ljúka grunn­skóla og áform hans um háskólanám hafa verið að engu gerð.

Emil er meðal 15.000 einstak­linga sem afplána langan fang­els­isdóm í Hvíta-Rússlandi fyrir smávægi­legt vímu­efna­brot. Þúsundir barna og ungmenna eru þeirra á meðal. Þessir einstak­lingar fá mun verri meðferð en aðrir lögbrjótar og þeir eru látnir vinna þrælk­un­ar­vinnu. Emil fékk ekki að taka með sér asmalyf og hann fékk kal við að ryðja snjó með berum höndum. Aðstæður Emils breyttust aðeins til hins betra þegar hann var fluttur í fang­elsi fyrir full­orðna en æsku hans og mögu­leikum er kastað fyrir róða.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi um að láta Emil lausan

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi