Unglingur í fangelsi í Hvíta-Rússlandi

Unglingur í fangelsi þráir frelsið

Emil Ostrovko beið eftir kærustu sinni í stræt­is­vagna­skýli í útjaðri Minsk í apríl árið 2018. Þau ætluðu að verja deginum saman. Skyndi­lega birtust lögreglu­menn sem börðu Emil og hand­tóku fyrir að dreifa ólög­legum vímu­efnum. Hann var aðeins 17 ára.

Fyrr á árinu 2018 hafði Emil ráðið sig í vinnu eftir skóla sem sendill hjá netfyr­ir­tæki. Vinnu­veit­andi hans hafði tjáð honum að pakki sem hann átti að afhenda inni­héldi aðeins löglega reyktób­aks­blöndu.

Eftir að hafa setið í varð­haldi í marga mánuði hlaut Emil tíu ára fang­els­isdóm fyrir vímu­efna­við­skipti sem síðar var lækk­aður í átta ár þegar nokkrar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Rann­sak­endur leituðu aldrei að eiganda fyrir­tæk­isins sem Emil starfaði fyrir eða nokkrum öðrum. Emil var sá eini sem var ákærður.

Emil var atorku­samur, umhyggju­samur unglingur sem naut þess að læra og passa upp á yngri systur sína, áður en hann var hand­tekinn. Nú þegar hann situr í fang­elsi hefur honum ekki verið gert kleift að ljúka grunn­skóla og áform hans um háskólanám hafa verið að engu gerð.

Emil er meðal 15.000 einstak­linga sem afplána langan fang­els­isdóm í Hvíta-Rússlandi fyrir smávægi­legt vímu­efna­brot. Þúsundir barna og ungmenna eru þeirra á meðal. Þessir einstak­lingar fá mun verri meðferð en aðrir lögbrjótar og þeir eru látnir vinna þrælk­un­ar­vinnu. Emil fékk ekki að taka með sér asmalyf og hann fékk kal við að ryðja snjó með berum höndum. Aðstæður Emils breyttust aðeins til hins betra þegar hann var fluttur í fang­elsi fyrir full­orðna en æsku hans og mögu­leikum er kastað fyrir róða.

Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi um að láta Emil lausan

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

16 ára fangelsisdómur fyrir að mótmæla löggjöf um höfuðslæðu

Yasaman Aryani storkaði lögum um höfuðslæðu í Íran með ögrandi gjörningi. Yasaman og móðir hennar gengu með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman var dæmd í 16 ára fangelsi í kjölfarið.

Grikkland

Ákærð fyrir að bjarga mannslífum

Sarah Mardini og Seán Binder eiga yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm fyrir að bjarga flóttafólki við strendur Grikklands. Þau eru sökuð um njósnir, smygl á fólki og að tilheyra glæpasamtökum.

Filippseyjar

Berst fyrir samfélag sitt

Marinel Sumook Ubaldo lifði af fellibylinn Yolanda sem reið yfir Filippseyjar í nóvember árið 2013. Marinel, fjölskylda hennar og þúsundir annarra sem misstu heimili sín í fellibylnum þurfa nægilegt fæði, vatn, húsnæði, rafmagn og salernisaðstöðu.

Suður-Súdan

Dæmdur til dauða 15 ára

Magai Matiop Ngong var 15 ára gagnfræðaskólanemi þegar hann var dæmdur til hengingar. Hann fékk ekki lögfræðing sér til aðstoðar fyrr en eftir réttarhöldin. Hann heldur í vonina um áfrýjun dauðadómsins og að halda skólagöngu sinni áfram.

Mexíkó

Frumbyggjastrákur pyndaður

José Adrián var á heimleið úr skólanum þegar lögreglan réðst á hann og handtók. Hann var aðeins 14 ára. Lögreglan lét José Adrián hanga í handjárnum á lögreglustöðinni og barði hann. Hann var aðeins leystur úr haldi eftir að foreldrar hans höfðu verið þvingaðir til að borga sekt.

Kanada

Kvikasilfurseitrun á uppvaxtarárum

Íbúar Grassy Narrows-samfélagsins urðu illa fyrir barðinu á kvikasilfurseitrun eftir að stjórnvöld á 7. áratugnum leyfðu verksmiðju að losa 10 tonn af úrgangi út í ána á svæðinu. Skaðlegra áhrifa þess á heilsu íbúanna gætir enn í dag.

Egyptaland

Numinn brott á götu og hvarf

Ibrahim Ezz El-Din rannsakar mannréttindabrot í Kaíró í Egyptalandi. Fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn umkringdu hann og handtóku í júní 2019. Fjölskylda Ibrahims hefur engar upplýsingar fengið um það hvað varð um hann.

Nígería

Skotinn fyrir að verja heimili sitt

Nasu Abdulaziz berst fyrir rétti sínum til heimilis í Nígeríu. Vopnaðir menn með jarðýtur mættu fyrirvaralaust inn í hverfið hans í Lagos árið 2017. Hús voru brennd og rifin, byssuskotum hleypt af og lífsviðurværi íbúanna lagt í rúst.

Kína

Slitinn frá fjölskyldu sinni

Yiliyasijiang Reheman og kona hans Mairinisha Abuduaini áttu von á sínu öðru barni þegar hans var saknað. Mairinisha telur að eiginmaður hennar sé á meðal milljón múslima sem er haldið í leynilegum búðum í Kína.

Hvíta-Rússland

Unglingur í fangelsi þráir frelsið

Emil Ostrovko var 17 ára gamall þegar hann var dæmdur í tíu ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Hann var handtekinn við sendilsstörf árið 2018 en vinnuveitandi hans hafði falið honum að afhenda pakka sem að hans sögn innihélt aðeins löglega reyktóbaksblöndu.