Pabai frændi og Paul frændi eru leiðtogar frumbyggjasamfélagsins Guda Maluligal í nyrsta hluta Ástralíu, á eyjunum í Torres-sundi. Forfeður þeirra hafa búið þar í þúsundir ára.
Nú á tímum loftslagsbreytinga er hætta á að lífshættir, þekking, menning og helgir staðir frumbyggjasamfélagsins, sem hafa varðveist á milli kynslóða, eyðist út með öllu. Hækkandi yfirborð sjávar veldur meiri eyðileggingu með ári hverju þar sem strendur, helgir staðir og grafreitir ásamt matjurtagörðum eru að eyðileggjast. Einnig eru innviðir eyjanna í hættu.
Pabai frændi og Paul frændi bera nafnbótina „frændi“ (e. uncle) sem er virðingarvottur í samfélagi þeirra. Þeir hafa nú leitað til dómstóla. Þeir telja að skortur sé á viðunandi aðgerðum ástralskra stjórnvalda til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar sem valda eyðileggingu á landi þeirra og menningu.
Verði ekki gripið strax til aðgerða neyðast eyjabúar í Torres-sundi til að flýja heimaslóðir sínar þar sem stór hluti lands þeirra er að verða óbyggilegur. Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið. Eins og Uncle Pabai segir: „Við erum fædd á þessum eyjum, þær eru eins og móðir okkar, hluti af sjálfsmynd okkar og því hver við erum. Í þúsundir ára hafa bardagafjölskyldur okkar barist við hvern þann sem vildi taka af okkur heimalandið. En nú gætum við tapað baráttunni við loftslagsbreytingar.“
Krefstu þess að áströlsk stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða í loftslagsmálum