Berjast gegn loftslagsbreytingum

„Við missum allt ef við missum eyjarnar okkar“

Pabai frændi og Paul frændi eru leið­togar frum­byggja­sam­fé­lagsins Guda Malu­ligal í nyrsta hluta Ástr­alíu, á eyjunum í Torres-sundi. Forfeður þeirra hafa búið þar í þúsundir ára.

Nú á tímum lofts­lags­breyt­inga er hætta á að lífs­hættir, þekking, menning og helgir staðir frum­byggja­sam­fé­lagsins, sem hafa varð­veist á milli kynslóða, eyðist út með öllu. Hækk­andi yfir­borð sjávar veldur meiri eyði­legg­ingu með ári hverju þar sem strendur, helgir staðir og grafreitir ásamt matjurta­görðum eru að eyði­leggjast. Einnig eru innviðir eyjanna í hættu.

Pabai frændi og Paul frændi bera nafn­bótina „frændi“ (e. uncle) sem er virð­ing­ar­vottur í samfé­lagi þeirra. Þeir hafa nú leitað til dómstóla. Þeir telja að skortur sé á viðun­andi aðgerðum ástr­alskra stjórn­valda til að koma í veg fyrir lofts­lags­breyt­ingar sem valda eyði­legg­ingu á landi þeirra og menn­ingu.

Verði ekki gripið strax til aðgerða neyðast eyja­búar í Torres-sundi til að flýja heima­slóðir sínar þar sem stór hluti lands þeirra er að verða óbyggi­legur. Það myndi hafa alvar­legar afleið­ingar fyrir samfé­lagið. Eins og Uncle Pabai segir: „Við erum fædd á þessum eyjum, þær eru eins og móðir okkar, hluti af sjálfs­mynd okkar og því hver við erum. Í þúsundir ára hafa bardaga­fjöl­skyldur okkar barist við hvern þann sem vildi taka af okkur heima­landið. En nú gætum við tapað barátt­unni við lofts­lags­breyt­ingar.“

Krefstu þess að áströlsk stjórn­völd grípi tafar­laust til aðgerða í lofts­lags­málum

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi