Fólkið okkar

Íslands­deildin er ein af fjöl­mörgum lands­deildum Amnesty Internati­onal en samtökin eru starf­rækt í meira en 70 löndum. Starf­semin væri ekkert án fólksins en á Íslandi eru nú sjö stöðu­gildi allt árið um kring. Auk þess blómstrar skrif­stofan yfir sumar­tímann þegar sumar­starfs­fólkið okkar mætir á svæðið.

Stjórn­ar­með­limir eru kosnir árlega á ársfundi samtak­anna en nú telja þeir sex manns. Ungl­iða­hreyf­ingin fer vaxandi ár frá ári og í stjórn ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar eru sjö ungmenni.

Framkvæmdastjóri

Anna Lúðvíksdóttir

anna@amnesty.is

Anna er með BA gráðu í mann­fræði og meist­ara­gráðu í Alþjóða­sam­skiptum og stjórn­mála­fræði. Hún hefur yfirsýn með öllum verk­efnum deild­ar­innar, ber ábyrgð á öllu sem við hin gerum og sinnir daglegum rekstri. Að auki er hún talskona samtak­anna. Hún æfir ballett og badm­inton, „elskar“ að fara í IKEA og talar spænsku. Svo kann hún víst að kafa.

Herferðastjóri

Bryndís Bjarnadóttir

bryndis@amnesty.is

Ef við þurfum að vita eitt­hvað þá spyrjum við Bryn­dísi sem þekkir samtökin inn og út enda hefur hún starfað lengst af okkur hjá deild­inni. Sem herferð­ar­stýra ber hún ábyrgð á herferðum deild­ar­innar. Bryndís er með BA í heim­speki og meist­ara­gráðu í mann­rétt­inda­fræðum ásamt diplóma í kennslu­fræðum. Þú finnur Bryn­dísi helst í líkams­rækt­ar­stöðvum landsins enda þarf hún að brenna þessum snúðum sem hún borðar á nótt­unni!

Ungliða- og aðgerðastýra

Hera Sigurðardóttir

hera@amnesty.is

Hera er með BA gráðu í mann­fræði, er villikelling og ung í anda enda stýrir hún ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deild­ar­innar ásamt öllum aðgerðum deild­ar­innar. Það er ekkert mál fyrir hana að búa til heim­ilda­mynd nú eða útvarps­þátt, hún lærði að gera þetta allt þegar hún náði sér í meist­ar­gráðu í Hagnýtri menn­ing­ar­miðlun. Hera er veik fyrir kaffi og súkkulaði og samhliða starfinu stundar hún nám í gyðju­fræðum.

Fræðslustjóri

Vala Ósk Bergsveinsdóttir

vala@amnesty.is

Vala (Bjarn­freð­ar­dóttir) er með fimm háskóla­gráður. BA í ensku, MA í Alþjóða almanna­tengslum og þrjár diplómur í kennslu­fræðum. Hún hefur lengi unnið við kennslu og fjöl­miðla og er því á réttri hillu hér hjá Amnesty þar sem hún sinnir bæði kennslu og fær að útbúa kennslu­efni. Vala bjó í Tyrklandi áður en hún hóf störf hjá Amnesty, þrátt fyrir það drekkur hún ekki kaffi.

Fjáröflunarstjóri

Sonja Huld Guðjónsdóttir

sonja@amnesty.is

Sonja er lífefna­fræð­ingur með meist­ara­gráðu í Alþjóða­við­skiptum og mark­aðs­fræði. Sem fjár­öfl­un­ar­stjóri hefur hún umsjón með allri fjár­öflun samtak­anna. Ef þig vantar glænýja Amnesty mynda­véla­hulu eða vilt halda tónleika til styrktar mann­rétt­indum, talaðu við hana. Sonja er matgæð­ingur fram í fing­ur­góma og veit fátt betra en óger­il­sneydda osta og góð rauðvín með.

Rekstrarfulltrúi

Anna Dóra Valsóttir

annadora@amnesty.is

Ef þú hringir á skrif­stofuna er líklegt að Anna Dóra svari. Hún er með eindæmum fjölhæf, kemur við sögu í mörgum verk­efnum og sér um allar skrán­ingar og skipu­lags­vinnu. Hún þýðir líka og skrifar mikið af greinum og er okkar helsti próf­arka­lesari. Anna Dóra er með BA í mann­fræði, veit ekkert skemmti­legra en að ferðast og bjó eitt sinn í Tælandi. Hún talar og skrifar tælensku og hefur prófað teygju­stökk.

Verkefnastjóri

Birna Guðmundsdóttir

birna@amnesty.is

Birna byrjaði sem sumar­starfs­maður á skrif­stof­unni en vinnur nú allt árið um kring samhliða því að skrifa meist­ara­rit­gerðina sína í lögfræði. Hún sér til þess að við förum eftir nýju persónu­vernd­ar­lög­unum ásamt því að koma að alls kyns verk­efnum á flestum sviðum deild­ar­innar. Þú finnur Birnu annað hvort í rækt­inni að lyfta lóðum eða á menn­ing­ar­við­burðum borg­ar­innar.