Amnesty International er með skrifstofur í um 70 löndum en nær til rúmlega 150 landa. Íslandsdeildin er með stærri landsdeildum miðað við fólksfjölda.
Stjórn Amnesty International tekur virkan þátt í að móta starf deildarinnar. Stjórnarmeðlimir eru sjö talsins og starfa í sjálfboðavinnu í þágu mannréttinda. Stjórnarmeðlimir eru kosnir til tveggja ára í senn á árlegum aðalfundi. Öllum er velkomið að bjóða fram krafta sína.
Ungliðahreyfing Amnesty International hefur verið öflug í aðgerðastarfi deildarinnar síðastliðin ár. Ungliðar eru með sína eigin stjórn sem er kosin árlega.
Framkvæmdastjóri
Anna er með BA gráðu í mannfræði og meistaragráðu í Alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði. Hún hefur yfirsýn með öllum verkefnum deildarinnar, ber ábyrgð á öllu sem við hin gerum og sinnir daglegum rekstri. Að auki er hún talskona samtakanna.
Rekstrarfulltrúi
Ef þú hringir á skrifstofuna er líklegt að Anna Dóra svari. Hún er með eindæmum fjölhæf, kemur við sögu í mörgum verkefnum og sér um allar skráningar og skipulagsvinnu. Hún þýðir líka og skrifar mikið af greinum og er okkar helsti prófarkalesari. Anna Dóra er með BA í mannfræði.
Ungliða- og aðgerðastjóri
Árni hefur komið víða við og lærði meðal annars leikstjórn í Bretlandi. Hann starfaði á Rás1 í nokkur ár og hefur kennt á öllum skólastigum landsins. Þetta kemur allt heim og saman í Amnesty þar sem hann heldur utan um ungliðahreyfingu deildarinnar og skipuleggur aðgerðir um allan bæ.
Herferðastjóri
Ef við þurfum að vita eitthvað þá spyrjum við Bryndísi sem þekkir samtökin inn og út enda hefur hún starfað lengst af okkur hjá deildinni. Sem herferðarstýra ber hún ábyrgð á herferðum deildarinnar. Bryndís er með BA í heimspeki og meistaragráðu í mannréttindafræðum ásamt diplóma í kennslufræðum.
Fjáröflunar- og verkefnastjóri
Rúna er hagfræðingur með meistaragráðu í alþjóðalögfræði og sjálfbærri þróun. Sem verkefnastjóri kemur hún að alls kyns verkefnum á flestum sviðum deildarinnar, þar á meðal rannsóknum, fjáröflun og herferðum.
Fjáröflunarstjóri - fæðingarorlof
Sonja er lífefnafræðingur með meistaragráðu í Alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Sem fjáröflunarstjóri hefur hún umsjón með allri fjáröflun samtakanna. Ef þig vantar glænýja Amnesty myndavélahulu eða vilt halda tónleika til styrktar mannréttindum, talaðu við hana.
Fræðslustjóri
Vala er með BA í ensku, MA í Alþjóða almannatengslum og þrjár diplómur í kennslufræðum. Hún hefur lengi unnið við kennslu og fjölmiðla og er því á réttri hillu hér hjá Amnesty þar sem hún sinnir bæði kennslu og fær að útbúa kennsluefni.
Lögfræðingur
Þórunn er lögfræðingur í sálfræðinámi og sinnir ýmsum verkefnum sem snúa að stjórnvöldum og umsögnum um lög. Hún kemur að verkefnum á öllum sviðum deildarinnar og lætur sér flest varða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu