Upphafið að alþjóðahreyfingu Amnesty International var grein Peter Benenson um Gleymdu fangana sem birtist í Observer þann 28. maí 1961. Í greininni var kallað eftir því að fólk gripi til aðgerða fyrir einstaklinga sem væru í fangelsi fyrir skoðanir sínar.
Ákall hans snerti við fólki sem sameinaðist í baráttunni fyrir réttlæti og frelsi. Um sumarið var haldinn alþjóðlegur fundur og til urðu mannréttindasamtökin Amnesty International.
Peter Benenson kveikti í fyrsta Amnesty-kertinu í London á alþjóðlega mannréttindadaginn, 10. desember sama ár. Kertið er eitt helsta tákn Amnesty sem vonarljós fyrir þolendur mannréttindabrota.
Íslandsdeild Amnesty International
Íslandsdeild Amnesty International var formlega stofnuð í Norræna húsinu 15. september árið 1974.
Við stofnun Íslandsdeildarinnar var Amnesty International með starfsstöðvar í 57 löndum og um 38 þúsund félaga á heimsvísu.
Fyrstu árin var starfið hérlendis drifið að mestu áfram af sjálfboðaliðum. Það var ekki fyrr en sumarið 1983 sem fyrsti fastlaunaði starfskrafturinn var ráðinn. Starfshlutfallið var ekki hátt í byrjun, aðeins einn og hálfur klukkutími á dag, en þannig rættist langþráð ósk að skrifstofan væri opin daglega. Íslandsdeildin hefur vaxið og dafnað mikið síðastliðinn áratug.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu