Fólkið okkar

Amnesty Internati­onal er starf­rækt í 68 löndum og er Íslands­deildin með stærri lands­deildum miðað við fólks­fjölda. Íslands­deildin hefur stækkað ört síðast­liðin ár og eru stöðu­gildi starfs­fólks nú orðin átta talsins.

Stjórn Amnesty Internati­onal tekur virkan þátt í að móta starf deild­ar­innar. Stjórn­ar­með­limir eru sjö talsins sem starfa í sjálf­boða­vinnu í þágu mann­rétt­inda. Árlega er kosið inn í stjórnina til tveggja ára í senn og er öllum velkomið að bjóða fram krafta sína. Ungl­iða­hreyfing Amnesty Internati­onal er einn helsti kjarninn í aðgerð­a­starfi okkar víða um land. Sjö ungmenni sitja í stjórn ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar og eru kosin inn árlega.

Varamaður

Albert Björn Lúðvígsson

Albert er mennt­aður lögfræð­ingur og starfar nú á lögmanns­stof­unni Claudia & Partners. Áður starfaði hann sem lögfræð­ingur á vegum Rauða krossins á Íslandi. Albert sérhæfir sig í málum sem lúta að mann­rétt­indum og útlend­inga­rétti. Albert á tvær dætur og hans helstu áhugamál eru útivist.

Meðstjórn­andi

Claudia Ashanie Wilson

Claudia er frá Jamaíku og flutti hingað til lands árið 2001. Frá þeim tíma hefur hún verið mjög virk í félags­störfum á Íslandi, m.a. sat hún sem vara­formaður í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna og situr nú í full­trúa­ráði SOS Barna­þorpa á Íslandi og fagráði Jafn­rétt­is­sjóðs. Claudia lauk prófi haustið 2016 til að öðlast héraðs­dóms­lög­manns­rétt­indi og er fyrsti einstak­ling­urinn utan Evrópu til að ljúka slíku prófi hér á landi. Hjá Rétti hefur Claudia fengist við mál er varða mann­rétt­indi, refsirétt, innflytj­endur og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Samhliða lögmanns­störfum sínum hefur Claudia verið stunda­kennari við laga­deild Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og Jafn­rétt­is­skóla Háskóla Sameinuðu þjóð­anna.

Formaður

Eva Einarsdóttir

Eva Einars­dóttir er kynn­ing­ar­stjóri hjá Rannís (Rann­sóknamið­stöð Íslands). Eva er með meist­ara­gráðu í stjórn­unar- og viðskipta­fræði (MBA) frá Háskóla Reykja­víkur og gráðu í alþjóð­legri verk­efna­stjórnun  og  í tómstunda- og félags­mála­fræði frá Gauta­borg. Áður var hún meðal annars borg­ar­full­trúi í Reykjavík og hefur fjöl­breytta reynslu af mennta­málum, æsku­lýðs- og íþrótt­a­starfi, af norrænu og evrópsku samstarfi, auk reynslu af kynn­ing­ar­starfi, skipu­lagn­ingu viðburða og vefum­sjón.

Varamaður

G. Pétur Matthíasson

Pétur er mennt­aður blaða­maður og bókmennta­fræð­ingur auk þess að hafa bætt við sig diplóma námi í stjórn­mála­fræði. Hann starfaði lengi í fjöl­miðlum en sl. 15 ár hefur hann verið samskipta­stjóri Vega­gerð­ar­innar. Hann hefur starfað innan Amnesty mörg undan­farin ár, fyrst og fremst við söfnun undir­skrifta þegar slík átök fóru að mestu fram í almenn­ings­rýmum. Pétur hefur alla ævi haft bók um hönd og það er hans helsta áhugamál að lesa allskyns bækur. Göngu­ferðir eru í uppá­haldi og jafnast ekkert á við Hornstrandir þegar kemur að þeim. Hann á þrjú uppkomin börn og tvær afast­elpur.

Meðstjórn­andi

Harpa Pétursdóttir

Harpa er mann­fræð­ingur að mennt og er að klára meist­aranám í þróun­ar­fræði. Harpa hefur mikinn áhuga á málefnum fólks á flótta en hún hefur verið sjálf­boða­liði hjá Rauða Kross­inum í verk­efnum með umsækj­endum um alþjóð­lega vernd. Harpa vann eitt sumar hjá Amnesty en lengst af starfaði hún sem flug­freyja meðfram námi. Hún hefur einnig lagt stund á flugnám og kann því að fljúga hvert á land sem er. Harpa á tvö ung börn sem halda henni vel upptek­inni en annars unir hún sér best í sveit­inni með fjöl­skyld­unni eða að skála í freyðivín með vinkonum sínum.

Meðstjórn­andi

Helena Hafsteinsdóttir

Helena er útskrifuð leik­kona frá The American Academy of Dramatic Arts. Hún er einnig tónlist­ar­kona í dúett­inum Heró. Hún hefur mikla ástríðu fyrir mann­rétt­indum og þekkir mjög vel til Amnesty enda hefur hún verið meðlimur í Ungl­iða­hreyf­ing­unni í mörg ár. Hún er ein af stofn­endum @samstadan sem sameinar unga aktív­ista á samfé­lags­miðlum í ýmsum verk­efnum.

Meðstjórn­andi

Ólöf Salmon Guðmundsdóttir

Ólöf er athafna­kona með meist­ara­gráðu í stjórn­unar- og viðskipta­fræði (MBA) frá Háskól­anum í Reykjavík. Ólöf hefur unnið í  tækni­geir­anum en hún starfaði hjá Nýherja í 25 ár, þar sem hún gegndi stjórn­un­ar­stöðum á sölu­sviði fyrir­tæk­isins. Ólöf hefur einnig komið að rekstri fyrir­tækja með fjöl­skyldu sinni frá árinu 1985. Fyrir­tækið sem þau stofnuðu 1985 var heild­verslun sem flutti inn hin ýmsu fjöl­skyldu­spil , eins og Picti­onary, Trivial Pursuit o.fl. Í dag beina þau sjónum sínum að og starfa í ferða­brans­anum. Ólöf starfar af og til sem leið­sögu­maður og hefur ferðast víða um heim.