Sagan okkar

Árið 1961 hóf breski lögfræð­ing­urinn Peter Benenson herferð um heim allan, sem bar heitið Ákall um sakar­upp­gjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961) með birt­ingu grein­ar­innar Gleymdu fang­arnir (The Forgotten Prisoners) í dagblaðinu Observer.

Benenson skrifaði greinina eftir að hafa frétt um tvo portú­galska nemendur sem voru fang­els­aðir eftir að hafa skálað fyrir frelsinu. Ákall hans var síðan birt í öðrum dagblöðum víða um heim og varð upphafið að Amnesty Internati­onal.

Fyrsti alþjóða­fund­urinn var haldinn í júlí það ár og sóttu hann full­trúar frá Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Sviss og Banda­ríkj­unum. Þeir ákváðu að koma á lagg­irnar „varan­legri, alþjóð­legri hreyf­ingu til stuðn­ings tján­ingar- og trúfrelsi“.

Skrif­stofa samtak­anna og bóka­safn fengu inni á skrif­stofu Peter Benenson í London og sjálf­boða­liðar tóku að sér rekst­urinn. „Þriggja­netið“ var stofn­sett; það þýddi að hver hópur Amnesty Internati­onal tók að sér þrjá fanga frá mismun­andi land­svæðum og póli­tískum áhrifa­svæðum, og lagði þannig áherslu á óhlut­drægni hópsins.

Kveikt var á fyrsta Amnesty-kertinu í St. Martin in the Fields-kirkj­unni í London á alþjóð­lega mann­rétt­inda­daginn, 10. desember sama ár.