
Árið 1961 hóf breski lögfræðingurinn Peter Benenson herferð um heim allan, sem bar heitið Ákall um sakaruppgjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961) með birtingu greinarinnar Gleymdu fangarnir (The Forgotten Prisoners) í dagblaðinu Observer.
Benenson skrifaði greinina eftir að hafa frétt um tvo portúgalska nemendur sem voru fangelsaðir eftir að hafa skálað fyrir frelsinu. Ákall hans var síðan birt í öðrum dagblöðum víða um heim og varð upphafið að Amnesty International.
Fyrsti alþjóðafundurinn var haldinn í júlí það ár og sóttu hann fulltrúar frá Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Sviss og Bandaríkjunum. Þeir ákváðu að koma á laggirnar „varanlegri, alþjóðlegri hreyfingu til stuðnings tjáningar- og trúfrelsi“.
Skrifstofa samtakanna og bókasafn fengu inni á skrifstofu Peter Benenson í London og sjálfboðaliðar tóku að sér reksturinn. „Þriggjanetið“ var stofnsett; það þýddi að hver hópur Amnesty International tók að sér þrjá fanga frá mismunandi landsvæðum og pólitískum áhrifasvæðum, og lagði þannig áherslu á óhlutdrægni hópsins.
Kveikt var á fyrsta Amnesty-kertinu í St. Martin in the Fields-kirkjunni í London á alþjóðlega mannréttindadaginn, 10. desember sama ár.
Íslandsdeild Amnesty International
Íslandsdeild Amnesty International var formlega stofnuð í Norræna húsinu 15. september árið 1974. Í dag er skrifstofan staðsett á Þingholtsstræti 27.
Íslandsdeild Amnesty International hefur stuðlað að aukinni þekkingu á mannréttindum hér á landi og haft jákvæð áhrif á líf fjölda þolenda mannréttindabrota. Íslandsdeildin er vettvangur fyrir hinn almenna borgara til að hafa jákvæð áhrif á mannréttindaástandið í heiminum í dag.
Starfsemi deildarinnar byggir á frjálsum framlögum. Til að tryggja sjálfstæði og óhlutdrægni hafnar deildin opinberu fé.
Aðgerðir 2021
Við söfnum undirskriftum
Það er mikilvægt að allir þekki sín mannréttindi
Félagar og aðgerðasinnar
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu