Sagan okkar

Upphafið að alþjóða­hreyf­ingu Amnesty Internati­onal var grein Peter Benenson um Gleymdu fangana sem birtist í Observer þann 28. maí 1961. Í grein­inni var kallað eftir því að fólk gripi til aðgerða fyrir einstak­linga sem væru í fang­elsi fyrir skoð­anir sínar.

Ákall hans snerti við fólki sem samein­aðist í barátt­unni fyrir rétt­læti og frelsi. Um sumarið var haldinn alþjóð­legur fundur og til urðu mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty Internati­onal.

Peter Benenson kveikti í fyrsta Amnesty-kertinu í London á alþjóð­lega mann­rétt­inda­daginn, 10. desember sama ár. Kertið er eitt helsta tákn Amnesty sem vonar­ljós fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota.

Íslandsdeild Amnesty International

Related image

Íslands­deild Amnesty Internati­onal var form­lega stofnuð í Norræna húsinu 15. sept­ember árið 1974.

Við stofnun Íslands­deild­ar­innar var Amnesty Internati­onal með starfs­stöðvar í 57 löndum og um 38 þúsund félaga á heimsvísu.

Fyrstu árin var starfið hérlendis drifið að mestu áfram af sjálf­boða­liðum. Það var ekki fyrr en sumarið 1983 sem fyrsti fast­launaði starfs­kraft­urinn var ráðinn. Starfs­hlut­fallið var ekki hátt í byrjun, aðeins einn og hálfur klukku­tími á dag, en þannig rættist lang­þráð ósk að skrif­stofan væri opin daglega. Íslands­deildin hefur vaxið og dafnað mikið síðast­liðinn áratug.