Fréttir

30. júní 2021

Alsír: Herjað á aðgerða­sinna

Samkvæmt rann­sókn Amnesty Internati­onal hafa alsírsk stjórn­völd herjað á aðgerða­sinna sem hafa nýtt rétt sinn til tján­ingar eða frið­sam­legra mótmæla fyrir kosn­ingar sem fram fóru þann 12. júní síðast­liðinn. Að minnsta kosti 37 aðgerða­sinnar voru hand­teknir með órétt­mætum hætti fyrir þátt­töku í mótmælum eða gagn­rýni á stjórn­völd á tíma­bilinu 26. mars til 26. maí 2021. Auk þess voru a.m.k. 273 aðgerða­sinnar  enn í haldi í lok júní 2021.

Frá apríl 2021 hafa alsírsk stjórn­völd í auknum mæli beitt ákærum á borð við „hryðju­verk“ eða „samsæri gegn ríkinu“ til að lögsækja aðgerða­sinna í Hirak-mótmæla­hreyf­ing­unni og aðra mann­rétt­inda­frömuði. Samkvæmt rann­sókn Amnesty Internati­onal hafa a.m.k. 17 aðgerða­sinnar verið ákærðir fyrir „hryðju­verk“ frá því í mars 2021. Þeirra á meðal er lögfræð­ing­urinn Abderraouf Arslane og mann­rétt­inda­fröm­uð­irnir Kaddour Chouicha, Jamila Loukil and Said Boudour sem voru ákærð þann 28. apríl ásamt 12 aðgerða­sinnum úr Hirak-mótmæla­hreyf­ing­unni.

breyting á lögum

 

Breyt­ingar voru gerðar á hegn­ing­ar­lögum þann 8. júní 2021 þar sem skil­greining á hryðju­verkum var gerð víðtækari, þar á meðal „tilraun til að ná völdum eða gera breyt­ingar á stjórn­kerfinu sem samræmist ekki stjórn­skip­un­ar­lögum“.

Þessi víðtæka skil­greining gæti leitt til þess að frið­samleg gagn­rýni, þar sem kallað er eftir breyt­ingum hjá stjórn­völdum, teljist vera glæpur og að Hirak-mótmæla­hreyf­ingin sem hefur kallað eftir róttækum póli­tískum breyt­ingum í Alsír verði í raun bönnuð.

„Þessar aðgerðir stjórn­valda í Alsír til að stimpla frið­sam­lega aðgerða­sinna sem hryðju­verka­fólk og kapp þeirra við að víkka laga­lega skil­grein­ingu á hryðju­verkum sýna á hroll­vekj­andi hátt einbeittan vilja stjórn­valda til að þagga niður í frið­sam­legum gagn­rýn­endum með kúgun og útrýma allri póli­tískri andstöðu.“

Amna Guellali, starf­andi fram­kvæmda­stjóri Miðaust­ur­landa og Norður-Afríku­deildar.

Ákall

 

Stjórn­völd verða a binda enda á þessa aðför gegn frið­sam­legum mótmæl­endum, fjöl­miðla­fólki og aðgerða­sinnum. Það verður að leysa úr haldi alla einstak­linga sem eru í haldi fyrir það eitt að nýta sér rétt til tján­ingar og frið­sam­legra mótmæla og fella niður ákærur á hendur þeim.

Lestu einnig