Alsír

Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórn­völd nýta sér kórónu­veirufar­ald­urinn til að herja á aðgerða­sinna, fang­elsa stjórn­ar­and­stæð­inga og þagga niður í fjöl­miðlum.

Hirak-mótmæla­hreyf­ingin hefur staðið fyrir frið­sam­legum mótmælum frá því í febrúar 2019. Á mótmæl­unum er kallað eftir róttækum póli­tískum breyt­ingum í Alsír en mótmælin hafa mætt hörðum viðbrögðum stjórn­valda.

Hirak-mótmæla­hreyf­ingin hefur mætt áfram­hald­andi aðkasti stjórn­valda þrátt fyrir að dregið hafi úr mótmæla­að­gerðum vegna áhættu á fjölda­smiti á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins. Stjórn­völd hafa herjað á Hirak-mótmæla­hreyf­inguna með hand­tökum og fang­els­unum. Sjórn­völd eru ekki einungis að refsa þeim fyrir að nýta tján­ing­ar­frelsið heldur einnig að stofna heilsu þeirra í hættu vegna áhættu á fjölda­smitum í fang­elsum.

Frá 7. mars til 13. apríl voru tuttugu aðgerða­sinnar kall­aðir í yfir­heyrslu af lögregl­unni, hand­teknir eða haldið í varð­haldi fyrir rétt­ar­höld eða ásak­aðir einungis á þeim grunni að hafa nýtt sér rétt til tján­ingar og frið­sam­legra mótmæla. Enn í dag eru 32 meðlimir Hirak-mótmæla­hreyf­ing­ar­innar í varð­haldi af geðþótta­ástæðum.

Stjórn­völd verða að binda enda á þessa aðför gegn frið­sam­legum mótmæl­endum, fjöl­miðla­fólki og aðgerða­sinnum. Það verður að leysa úr haldi alla einstak­linga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tján­ingar og frið­sam­legra mótmæla.

Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty Internati­onal til verndar tján­ing­ar­frelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórn­völd stöðvi varð­höld að geðþótta á Hirak-mómæl­endum og leysi frið­sam­lega mótmæl­endur tafar­laust úr haldi án skil­yrða.

Nánari upplýs­ingar má finna í þessari frétt.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.