Skýrslur

6. apríl 2021

Ársskýrsla Amnesty Internati­onal: Kórónu­veirufar­ald­urinn bitnar mest á hinum verst stöddu

Árið 2020, í miðjum heims­far­aldri, kom skýrt í ljós hvernig arfleifð fjand­sam­legrar stefnu stjórn­valda sem byggir á sundr­ungu, ýtir undir ójöfnuð, mismunun og kúgun. Þetta kemur fram í ársskýrslu Amnesty Internati­onal fyrir árið 2020.

  • Farald­urinn varpar ljósi á kerf­is­bundið ójafn­rétti um heim allan og herjar verst á minni­hluta­hópa, heil­brigð­is­starfs­fólk og konur
  • Leið­togar nota kórónu­veirufar­ald­urinn til að ráðast enn harðar gegn mann­rétt­inda­fröm­uðum

 

Bitnar mest á hinum verst stöddu

Ársskýrslan 2020 er ítarleg greining á mann­rétt­indum á heimsvísu, í 149 löndum. Þar er greint frá því hvernig helstu jaðar­hópar, þar á meðal konur og flótta­fólk, finna mest fyrir áhrifum kórónu­veirufar­ald­ursins vegna órétt­látra stefnu­mála leið­toga heimsins síðast­liðna áratugi.

Heil­brigð­is­starfs­fólk, farand­verka­fólk og fólk sem starfar í óform­lega geira efna­hags­lífsins standa mörg hver í fram­lín­unni í barátt­unni gegn kórónu­veirunni en hafa verið svikin af vanræktu heil­brigðis- og félags­kerfi. Leið­togar heims hafa nýtt sér ástandið í kórónu­veirufar­aldr­inum á grimmi­legan hátt og herjað á baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum.

„Ástandið sem kórónu­veirufar­ald­urinn olli hefur með grimmi­legum hætti afhjúpað og dýpkað ójöfnuð innan og milli ríkja og dregur fram í dags­ljósið sláandi skeyt­ing­ar­leysi leið­toga okkar þegar kemur að mann­úð­legri samá­byrgð. Um áratuga­skeið hafa stefnur sem valda sundr­ungu, niður­skurður og ákvarð­anir leið­toga að fjár­festa ekki í samfé­lags­legum innviðum sem eru í molum leitt til aukinnar fórn­ar­lamba veirunnar.“

Agnès Callamard, nýr aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Faraldur eykur ójöfnuð og félagslegt kerfi í molum

Skýrslan sýnir hvernig ójöfn­uður vegna lélegrar forystu hefur leitt til þess að kórónu­veirufar­ald­urinn bitnar mest á minni­hluta­hópum, flótta­fólki, eldra fólki og konum. Viðkvæm staða flótta­fólks, umsækj­enda um alþjóð­lega vernd og farands­fólks varð enn ótryggari vegna kórónu­veirunnar þar sem sum þeirra voru föst í hrör­legum flótta­manna­búðum, fengu ekki nauð­synjar eða festust vegna skyndi­legrar lokunar á landa­mærum.

Sem dæmi má nefna lokaði Úganda, sem hýsir 1,4 millj­ónir flótta­fólks sem er mesti fjöldinn í Afríku, landa­mærum sínum strax í upphafi faraldurs en gerðu ekki undan­tekn­ingu fyrir flótta­fólk og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Þar af leið­andi voru tíu þúsund einstak­lingar fastir á landa­mærum landsins við Lýðveldið Kongó.

Skýrslan bendir einnig á aukn­ingu kynbundins ofbeldis og heim­il­isof­beldis þar sem konur og hinsegin fólk stóðu frammi fyrir auknum hindr­unum í leit að vernd vegna skerts ferða­frelsis, erfið­leika við að tilkynna ofbeldi í einangrun með geranda og skertrar stuðn­ings­þjón­ustu.

Fólkið í fram­línu í kórónu­veirufar­aldr­inum, heil­brigð­is­starfs­fólk og fólk sem starfar í óform­lega geira efna­hags­lífsins, liðu fyrir skert heil­brigðis- og félags­kerfi.

  • Í Bangla­dess varð margt fólk sem starfaði í óform­lega geira efna­hags­lífsins að þrauka án tekna eða félags­legs stuðn­ings vegna lokana og útgöngu­banns.
  • Í Níkaragva var að minnsta kosti 16 heil­brigð­is­starfs­mönnum sagt upp á tveimur vikum í júní fyrir að láta í ljós áhyggjur sínar vegna skorts á hlífð­ar­búnaði og viðbragða stjórn­valda við faraldr­inum.

 

„Við erum uppskera áralanga vanrækslu leið­toga okkar. Árið 2020 hefur heil­brigðis­kerfið gengið í gegnum í prófraun og fólk hefur verið skilið eftir í efna­hags­áfalli. Hetjur ársins 2020 voru heil­brigð­is­starfs­fólk í fram­lín­unni sem bjargaði manns­lífum og láglauna­fólk sem hélt grunn­þjón­ustu gang­andi. Á grimmi­legan hátt var það fólk sem gaf mest af sér sem fékk allra minnstu verndina.“

Agnès Callamard, nýr aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

 

Leiðtogar herja á mannréttindi í faraldrinum

Skýrslan greinir einnig frá því hvernig leið­togar heimsins brugðust í viðbrögðum við faraldr­inum sem hefur einkennst af henti­stefnu og lítilsvirð­ingu gagn­vart mann­rétt­indum.

Það hefur verið ríkj­andi mynstur yfir­valda að samþykkja löggjöf sem banna athuga­semdir tengdar faraldr­inum. Í Ungverjalandi breytti ríkis­stjórn Viktor Orbán til dæmis hegn­ing­ar­lögum. Þar er nú m.a. hægt að fá fimm ára fang­elsidóm fyrir að „dreifa fölskum upplýs­ingum“ um kórónu­veiruna.

Á Arab­íu­skag­anum nýttu stjórn­völd í Barein, Kúveit, Óman, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum sér kórónu­veirufar­ald­urinn til að takmarka enn frekar tján­ing­ar­frelsið, meðal annars með því að sækja einstak­linga til saka fyrir „dreif­ingu falskra frétta“ vegna athuga­semda á samfé­lags­miðlum um viðbrögð stjórn­valda við faraldr­inum.

Aðrir leið­togar beittu óhóf­legri vald­beit­ingu. Á Filipps­eyjum sagðist forseti landsins, Rodrigo Duterte, hafa fyrir­skipað lögreglu að skjóta fólk til bana fyrir að mótmæla eða valda vand­ræðum vegna sótt­varn­ar­að­gerða.

Í Nígeríu leiddi grimmi­legt lögreglu­of­beldi til dauðs­falla nokk­urra mótmæl­enda sem kröfðust rétt­inda sinna og ábyrgð­ar­skyldu stjórn­valda.

Lögreglu­of­beldi jókst í Bras­ilíu í kórónu­veirufar­aldr­inum undir stjórn Bolsonaro forseta landins. Að minnsta kosti 3.181 einstak­lingur féll fyrir hendi lögreglu í landinu frá janúar til júní 2020. Það eru að meðal­tali 17 dauðs­föll á dag vegna lögreglu­of­beldis.

Sumir leið­togar gengu enn lengra og nýttu farald­urinn til að brjóta á bak aftur gagn­rýni sem tengdist þó ekki kórónu­veirunni og brutu á mann­rétt­indum á meðan fjöl­miðlar beindu kast­ljósinu annað.

Á Indlandi var herjað á aðgerða­sinna undir stjórn Narendra Modi forsæt­is­ráð­herra, meðal annars með ítar­legum húsleitum undir yfir­skini aðgerða gegn hryðju­verkum.

Ríkis­stjórn Xi Jinping í Kína hélt áfram ofsóknum af fullum krafti gegn Úígúrum og öðrum múslímskum minni­hluta­hópum í Xinjiang ásamt því að samþykkja löggjöf með hraði í Hong Kong til að lögleiða póli­tíska kúgun.

 

Skortur á alþjóðlegri samvinnu

Leið­togar ríkustu land­anna, eins og fyrrum forseti Banda­ríkj­anna, Donald Trump, forð­uðust alþjóð­lega samvinnu með því að kaupa sem flestar birgðir af bólu­efni svo minna væri eftir fyrir efnam­inni löndin. Ríku löndin þrýstu ekki á lyfja­fyr­ir­tæki að deila þekk­ingu sinni og tækni til að auka alþjóð­legt framboð af bólu­efni gegn kórónu­veirunni.

Stjórn Xi Jinping ritskoðaði og herjaði á heil­brigð­is­starfs­fólk og fjöl­miðla­fólk í Kína sem reyndu að vara við veirunni í byrjun farald­ursins og leyndu mikil­vægum upplýs­ingum.

G20 löndin hafa boðið frestun á greiðslum skulda fátæk­ustu land­anna en krefjast samt sem áður vaxta­greiðslna síðar meir.

„Farald­urinn hefur varpað ljósi á vangetu heimsins til skil­virkrar samvinnu á ögur­stundu. Eina leiðin út úr þessum vand­ræðum er alþjóðleg samvinna. Ríki verða að tryggja að bólu­setn­ingar séu aðgengi­legar öllum, alls staðar, án kostn­aðar og hratt og örugg­lega. Lyfja­fyr­ir­tæki verða að deila þekk­ingu sinni og tækni til að tryggja að enginn verði útundan. G20 aðild­ar­ríkin og alþjóð­legar fjár­mála­stofn­anir verða að lækka skuldir 77 fátæk­ustu landa heimsins til að bregðast við og ná sér á strik eftir farald­urinn.“

Agnès Callamard, nýr aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Mótmæli fyrir betri heimi

Hamlandi stefnur hafa einnig vakið fólk til að grípa til aðgerða. Black lives matter-mótmælin í Banda­ríkj­unum og #EndSARS-mótmælin í Nígeríu ásamt nýjum og frum­legum leiðum til að mótmæla lofts­lags­breyt­ingum á netinu eru dæmi um slíkt.

„Við sáum mikinn stuðning við #End SARS, Black lives Matter og önnur mótmæli gegn kúgun og ójöfnuði um heim allan, þar á meðal í Póllandi, Hong Kong, Írak og Síle. Það var venju­legt fólk,sem setti oft eigið öryggi í hættu, ásamt mann­rétt­inda­fröm­uðum sem leiddu mótmæli víðs­vegar um heiminn og hvöttu okkur áfram. Þetta er fólkið í fram­lín­unni fyrir betri, öruggari og rétt­látari heimi,“ segir Agnès Callamard.

„Við erum á kross­götum. Við verðum að endurstilla og endur­ræsa til að stuðla að heimi sem byggir á jöfnuði, mann­rétt­indum og mannúð. Við verðum að læra af faraldr­inum og standa saman til að vinna að jafnari heimi á frum­legan og djarfan hátt.“

Agnès Callamard, nýr aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Sigrar á árinu 2020

Skýrslan nefnir einnig mann­rétt­inda­sigra ársins 2020. Hér eru nokkrir sigrar en einnig má lesa fleiri góðar fréttir hér fyrir þetta ár.

Réttur heil­brigð­is­starfs­fólks:

Þrír heil­brigði­starfs­menn í Egyptalandi sem gagn­rýndu viðbrögð stjórn­valda voru leystir úr haldi. Ákærur gegn fimm aðgerða­sinnum í Malasíu sem mótmæltu vanbúnað ræst­ing­ar­fólks á sjúkra­húsi og ákærur á hendur Yulia Volkova læknis í Rússlandi voru felldar niður.

Réttur til frið­helgi einka­lífs:

Rann­sókn Amnesty Internati­onal fann veik­leika í smitrakn­ing­ar­for­riti í Barein, Kúveit og Noregi. Katar lagaði alvar­legan örygg­is­galla sem hefði stefnt heilsu­far­s­upp­lýs­ingum milljóna einstak­linga í hættu innan sólar­hrings eftir ábend­ingu frá samtök­unum. Noregur frestaði notkun á appinu rétt áður en skýrsla Amnesty Internati­onal kom út.

Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi:

Súdan lagði fram frum­varp um að banna limlest­ingu á kynfærum kvenna. Kúveit samþykkti lög sem banna heim­il­isof­beldi og veita þolendum stuðning með laga­legri þjón­ustu, heil­brigð­is­þjón­ustu og endur­hæf­ingu. Suður-Kórea samþykkti lög sem hækka refsirammann fyrir starf­rænt kynferð­isof­beldi.

Alþjóða­glæpa­dóm­stóllinn:

Ali Muhammad Ali Abd-Al-Rahman (einnig þekktur sem Ali Kushayb) fyrrum liðs­for­ingi vopnaðs hóps í Súdan gaf sig fram við alþjóða­glæpa­dóm­stólsinn eftir að hafa forðast rétt­vísina í 13 ár vegna meintra stríðs­glæpa í Darfur. Saksóknari á vegum dómstólsins sóttist eftir stækkun lögsögu á hernumdu svæðum Palestínu til að geta hafið rann­sókn á svæðinu. Verið er að skoða mál Nígeríu og Úkraínu þar sem stefnt er að gera rann­sókn á mögu­legum stríðs­glæpum.

Lestu einnig