Fréttir

12. maí 2021

Ísrael/hernumdu svæði Palestínu: Óhóf­legt vald gegn palestínskum mótmæl­endum

Ísra­elskar örygg­is­sveitir hafa beitt óhóf­legri, endur­tek­inni og órétt­mæt­an­legri vald­beit­ingu gegn palestínskum mótmæl­endum á hernumdu svæðum Austur-Jerúsalem síðustu daga. Átök hafa stig­magnast og flug­skeyti milli vopn­aðra palestínskra hópa á Gaza-svæðinu og Ísraels hafa sært fjölda fólks og tugir hafa látist. Meiri­hlutinn af þeim eru Palestínu­búar.

Síðan að Ramadan-hátíðin byrjaði þann 13. apríl hefur togstreita á svæðinu aukist. Vegna hátíð­ar­innar sækjast Palestínu­búar eftir því að biðja við al-Aqsa moskuna í gamla borg­ar­hlut­anum í Jerúsalem en Ísra­elar hafa takmarkað aðgang að þeirra að því svæði. Síðustu daga hefur ísra­elska lögreglan rekið fólk brott af svæðinu með notkun vopna, þar á meðal hand­sprengjum. Palestínu­búar hafa mótmælt þessum árásum í Austur-Jerúsalem en Ísrael hefur mætt þeim með hörku.

Mótmæli hafa einnig staðið yfir vegna yfir­vof­andi þving­aðra brott­flutn­inga í Sheikh Jarrah-hverfinu í Jerúsalem. Amnesty Internati­onal hefur skráð geðþótta­hand­tökur sem beinst hafa að frið­sam­legum mótmæl­enda af hálfu Ísraels sem hefur einnig beitt óhóf­legu valdi, hand­sprengjum og vatns­byssum handa­hófs­lega á mótmæl­endur og heimili í Sheikh Jarrah. Mótmælin byrjuðu eftir úrskurð dómstóls í Jerúsalem um að fjöl­skyldur skyldu yfir­gefa heimili sín í Sheikh Jarrah-hverfinu til að ryðja svæði fyrir ísra­elska land­nema.

Ákall Amnesty International

Amnesty Internati­onal kallar eftir því að ísra­elsk stjórn­völd hætti umsvifa­laust þving­uðum brott­flutn­ingum Palestínubúa af heim­ilum sínum í hverfinu Sheikh Jarrah og árásum á Palestínubúa í Austur-Jerúsalem. Samtökin kalla einnig eftir því að máls­að­ilar beggja megin virði alþjóðleg mann­úð­arlög og geri allar mögu­legar varrúð­ar­ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir að almennir borg­arar verði fyrir skaða.

Að auki verður alþjóða­sam­fé­lagið að draga Ísra­els­ríki til ábyrgðar fyrir kerf­is­bundin brot á alþjóða­lögum.

„Ísrael má ekki komast enn og aftur upp með árásir á Palestínubúa sem eru einungis að verja rétt sinn til lífs og mótmæla þving­uðum brott­flutn­ingum. Það er ekki full­nægj­andi að einungis lýsa yfir áhyggjum þess efnis að Ísrael hundsi alþjóð­legar skuld­bind­ingar. Það þarf að fordæma alvarleg brot þess, þar á meðal þvingaða brott­flutn­inga, stækkun land­töku­svæða og ómann­úð­lega kúgun gegn fólki sem mótmælir slíkum brotum.“

Saleh Higazi fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal í Miðaust­ur­löndum og Norður-Afríku.

Lestu einnig