Fréttir

26. mars 2020

Kórónu­veira: Nýtum tímann vel

Aðstæður í samfé­laginu eru óvenju­legar og án fordæmis. Áhrifin vegna útbreiðslu COVID-19 má finna hér á landi og um heim allan.

Margt fólk þarf að halda sig heima fyrir í sóttkví og yfir­stand­andi samkomu­bann hefur áhrif á alla hópa samfé­lagsins. Viðkvæmir hópar finna því miður oft verst fyrir áhrif­unum. Aukin hætta er á heim­il­isof­beldi og fjár­hags­legt óöryggi og fjar­lægð frá ástvinum getur valdið kvíða í þessari óvissu.

Samstaða er enn mikil­vægari á þessum óvissu­tímum. Látum óttann ekki taka yfir­höndina og nýtum tímann í það sem er uppbyggi­legt.

Sex dæmi um uppbyggilega nýtingu á tíma

2. Skrifaðu undir mikilvæg mál

Mann­rétt­inda­bar­áttan heldur áfram. Mann­rétt­inda­brot eiga sér enn stað víða um heim. Leggðu mann­rétt­inda­bar­átt­unni lið með undir­skrift þinni. Þú getur skrifað undir mikilvæg mál og þannig þrýst á stjórn­völd að virða mann­rétt­indi.

Farand­fólk og umsækj­endur um alþjóða­lega vernd í varð­haldi í hættu vegna COVID-19 í Banda­ríkj­unum. Hrein­læti í varð­haldsmið­stöðv­unum er ófull­nægj­andi, lækn­is­þjón­usta er skert og stöðv­arnar eru yfir­fullar af fólki. Krefstu þess að banda­rísk stjórn­völd veiti þeim vernd.

Ofsóknir Kína gegn Úígúrum og öðrum múslimskum minni­hluta­hópum. Fjöldi fólks hefur verið sendur í svokall­aðar endur­mennt­un­ar­búðir þar sem brotið er á mann­rétt­indum þess. Krefstu þess að kínversk stjórn­völd hætti ofsóknum gegn þessum hópum.

Julian Assange á yfir höfði sér að vera fram­seldur til Banda­ríkj­anna þar sem hann á í hættu á að verða fyrir mann­rétt­inda­brotum. Hann er ákærður vegna birt­ingar gagna á Wiki­leaks, m.a. upplýs­inga um mögu­lega stríðs­glæpi banda­ríska hersins. Þessar ákærur gætu haft hroll­vekj­andi afleið­ingar fyrir tján­ing­ar­frelsið. Krefstu þess að Banda­ríkin felli niður allar ákærur á hendum honum.

3. Fræddu þig

Hefur þú meiri tíma til aflögu? Endi­lega nýttu tímann í að fræðast betur um mann­rétt­indi. Öll fjöl­skyldan getur farið saman í gegnum fræðslu­efni Íslands­deildar Amnesty Internati­onal sem er á íslensku. Hægt er að leita eftir málefnum sem vekja áhuga og eftir aldurs­hópum.

Dæmi um málefni: Flótta­fólk, rétt­indi barna og jafn­rétti

Eins bendum við á ýmis örnám­skeið Amnesty Internati­onal á ýmsum tungu­málum. Flest eru á ensku en einnig á öðrum tungu­málum. Nú er eitt örnám­skeið í boði á íslensku um COVID-19 og mann­rétt­indi.

Dæmi um örnám­skeið:

  • Kynning á mann­rétt­indum
  • COVID-19 og mann­rétt­indi
  • Tækni og mann­rétt­indi
  • Tján­ing­ar­frelsi

5. Veittu hjálp­ar­hönd

Hægt er að nýta tæknina til að veita öðrum ráðgjöf á samfé­lags­miðlum og í gegnum ýmis samskipta­forrit. Hefur þú nægi­legu þekk­ingu til að aðstoða aðra, sem þurfa á því að halda, að nýta sér þessa mögu­leika betur, t.d. eldra fólk? Bentu á áreið­an­legar síður til að leita eftir ráðum. Beindu fólki á hópa á netinu þangað sem fólk getur leitað eftir stuðn­ingi og spjallað.

6. Sýnum samstöðu og skilning

Það er mikil­vægt að við sem samfélag stöndum vörð um mann­rétt­indi og hugum að þeim sem minna mega sín. Við getum öll lagt okkar af mörkum.

  • Verum góð hvert við annað, sýnum hvert öðru skilning og virð­ingu.
  • Verum til staðar fyrir fólk sem gæti fundið til einmana­leika.
  • Dreifum réttum upplýs­ingum frá sérfræð­ingum til að koma í veg fyrir misvís­andi upplýs­ingar. Fylgjum leið­bein­ingum sérfræð­inga og verndum þannig viðkvæma hópa frá smiti.

Lestu einnig