Íslandsdeild Amnesty International býður upp á fjölbreyttar mannréttindafræðslur fyrir skóla, fyrirtæki og hópa. Mannréttindafræðsla snýst um að skapa skilning á mannréttindum og sjá til þess að allir einstaklingar þekki réttindi sín og geti gert tilkall til þeirra.
Með fræðslu getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafnrétti og virkri þáttttöku einstaklinga í lýðræðislegum ákvörðunum samfélagsins og þannig unnið að betri heimi.
Mannréttindafræðsla Amnesty International byggir á því að auka þekkingu, hæfni og breyta viðhorfum í þágu mannréttinda. Þetta er í samræmi við 26. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um að mennta einstaklinga og efla skilning, umbyrðarlyndi og vináttu milli hópa í þágu friðar.
Hér má skoða þær fræðslur sem við bjóðum upp á en einnig getum við skipulagt fræðslu eftir því hvað hentar hverjum hópi. Við heimsækjum höfuðborgarsvæðið jafnt sem landsbyggðina og fræðsluheimsóknir Íslandsdeildar Amnesty International eru öllum að kostnaðarlausu.