Verk­efnak­ista

Mann­rétt­inda­fræðsla (e. human rights education eða HRE) snýst um að skapa þjóð­félag þar sem ríkir skiln­ingur á mann­rétt­indum, þar sem allir þekkja rétt­indi sín og öllum er gert kleift að gera tilkall til þeirra.

Samkvæmt 26. grein Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna skal beina menntun „í þá átt að þroska persónu­leika einstak­ling­anna og auka virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og grund­vallar­frelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburð­ar­lyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúar­hópa og styrkja starf Sameinuðu þjóð­anna í þágu friðar.“

Markmið fræðsl­unnar er ekki einungis að auka þekk­ingu þátt­tak­enda heldur líka að virkja til þess að taka þátt í barátt­unni fyrir mann­rétt­indum. Því má segja að tilgangur mann­rétt­inda­fræðsl­unnar sé að koma í veg fyrir mann­rétt­inda­brot, reyna að útrýma þeim og byggja upp samfélög sem virða mann­rétt­indi í hvívetna.

Með þessari fræðslu getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafn­rétti og virkri þátt­töku einstak­linga í lýðræð­is­legum ákvörð­unum samfé­lagsins og þannig unnið að betri heimi.

 

+ Lesa meira

Lengd: 30 - 90 mínútur Aldur: 12-18

ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI 2022 - KENNSLUHEFTI

Í verk­efnum þessa kennslu­heftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstak­linga sem sjónum er beint að í herferð­inni ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI í ár, skoða mann­rétt­indi og fá tæki­færi til að grípa til aðgerða.

Lengd: 40-60 mínútur Aldur: 12+

ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI 2021 - KENNSLUHEFTI

Í verk­efnum þessa kennslu­heftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstak­linga sem sjónum er beint að í herferð­inni ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI í ár, skoða mann­rétt­indi og fá tæki­færi til að grípa til aðgerða.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 13+

Má bjóða þér mannréttindi?

Í verk­efninu kynna þátt­tak­endur sér Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna, greina mann­rétt­inda­brot í fimm raun­veru­legum sögum þolenda og velta fyrir sér sínu hlut­verki sem þátt­tak­endur í lýðræð­is­legu samfé­lagi.

Lengd: Annað Aldur: Allir aldurshópar

LITUM FYRIR MANNRÉTTINDI

LITUM FYRIR MANN­RÉTT­INDI er litabók með lærdómsí­vafi fyrir alla sem vilja fræðast um frægt baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum. Bókinni fylgir fræðslu­efni fyrir átta ára og eldri sem hentar þeim sem vilja læra um mann­rétt­indi með ungu kynslóð­inni.

Lengd: 10-40 mínútur Aldur: Allir aldurshópar

COVID-19 & mannréttindi

Veist þú hvernig COVID-19 hefur áhrif á mann­rétt­indi? Taktu 15 mínútna örnám­skeiðið COVID-19 & mann­rétt­indi sem er tilvalið fyrir alla þá sem vilja læra meira um stöðu mann­rétt­inda á þessum sérstöku tímum.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 14+

Þitt nafn bjargar lífi 2020 - Kennsluhefti

Í verk­efnum þessa kennslu­heftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstak­linga sem sjónum er beint að í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi í ár, skoða mann­rétt­indi og fá tæki­færi til að grípa til aðgerða.

Lengd: 40-60 mínútur Aldur: Allir aldurshópar

Réttindi í daglegu lífi

Í verk­efninu læra nemendur að greina rétt­indi sín og hvernig þau eru hluti daglegs lífs.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 10+

Sögustund

Í verk­efninu deila nemendur sögum af því þegar þeir stóðu með sjálfum sér. Þessar sögur eru síðan settar í samhengi við Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna.

Lengd: 40-60 mínútur Aldur: 16+

Stattu upp ef ...

Í verk­efninu skoða nemendur mismunun og órétt­læti þegar kemur að ólíkum aðstæðum og tæki­færum einstak­linga.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 12+

Þitt nafn bjargar lífi 2019 - Kennsluhefti

Í verk­efnum þessa kennslu­heftis nota nemendur efni tengt málum þeirra einstak­linga sem sjónum er beint að í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi í ár, skoða mann­rétt­indi og fá tæki­færi til að grípa til aðgerða.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 13+

Mannréttindi heima og að heiman

Í verk­efninu tengja nemendur dæmi um mann­rétt­indi og mann­rétt­inda­brot við greinar Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 12+

Hvers þarfnast barn?

Í verk­efninu greina nemendur þarfir barna og tengja þær við mann­rétt­indi.

Lengd: 60-90 mínútur Aldur: 16+

Mannréttindi í nærsamfélaginu

Í verk­efninu skoða nemendur Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna og meta hversu virk rétt­indin eru í raun í nærsam­fé­lagi þeirra.

Lengd: Annað Aldur: 10+

Sprelllifandi mannréttindi

Í verk­efninu blása nemendur lífi í greinar Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna á skap­andi hátt.