Um vefkökur á þessari vefsíðu
Við notum vefkökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar til að nota lausnir frá samfélagsmiðlum, betrumbæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.
Vefkökum á þessari vefsíðu er skipt í flokka. Fyrir neðan er hægt að lesa um hvern flokk fyrir sig. Þú getur leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Þegar flokkur sem áður var gefið leyfi fyrir er gerður óvirkur verða allar vefkökur úr þeim flokki fjarlægðar úr vafra þínum. Til viðbótar getur þú séð lista af vefkökum fyrir hvern flokk með ítarlegum upplýsingum í yfirlýsingunni um vefkökur.
Nauðsynlegar vefkökur
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan virkar ekki rétt án þeirra. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.
Tölfræðikökur
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.
Vefkökur fyrir markaðsefni
Vefkökur fyrir markaðsefni eru notaðar til að fylgjast með notkun notenda á vefsíðunni í þeim tilgangi að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar.
Aðrar vefkökur
Vefkökur í þessum flokki hefur ekki enn verið flokkaðar og ekki endilega vitað um tilgang þeirra að svo stöddu.
Vefkökum á þessari vefsíðu er skipt í flokka. Fyrir neðan er hægt að lesa um hvern flokk fyrir sig. Þú getur leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Þegar flokkur sem áður var gefið leyfi fyrir er gerður óvirkur verða allar vefkökur úr þeim flokki fjarlægðar úr vafra þínum. Til viðbótar getur þú séð lista af vefkökum fyrir hvern flokk með ítarlegum upplýsingum í yfirlýsingunni um vefkökur.
Nauðsynlegar vefkökur
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan virkar ekki rétt án þeirra. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
cookiehub | .amnesty.is | / | 365 dagar | |
Used by CookieHub to store information about whether visitors have given or declined the use of cookie categories used on the site. |
Tölfræðikökur
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
_ga_* | .amnesty.is | / | 400 dagar | |
Inniheldur auðkenni sem Google Analytics 4 notar til að aðgreina heimsóknir frá sama notanda. | ||||
_ga | .amnesty.is | / | 400 dagar | |
Inniheldur auðkenni sem Google Analytics 4 notar til að aðgreina heimsóknir frá sama notanda. |
Vefkökur fyrir markaðsefni
Vefkökur fyrir markaðsefni eru notaðar til að fylgjast með notkun notenda á vefsíðunni í þeim tilgangi að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
_fbp | .amnesty.is | / | 90 dagar | |
Facebook Pixel vefkökur fyrir auglýsingar. Notaðar af Facebook til að rekja heimsóknir á vefsíður til að setja inn auglýsingar að beiðni þriðja aðila. | ||||
YSC | .youtube.com | / | Setukökur | Þriðji aðili |
This cookie is set by YouTube video service on pages with YouTube embedded videos to track views. | ||||
VISITOR_INFO1_LIVE | .youtube.com | / | 180 dagar | Þriðji aðili |
Set by YouTube and used for various purposes, including analytical and advertising. | ||||
VISITOR_PRIVACY_METADATA | .youtube.com | / | 180 dagar | Þriðji aðili |
Aðrar vefkökur
Vefkökur í þessum flokki hefur ekki enn verið flokkaðar og ekki endilega vitað um tilgang þeirra að svo stöddu.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
__Secure-ROLLOUT_TOKEN | .youtube.com | / | 180 dagar | Þriðji aðili |
Afríka sunnan Sahara er ekki undanskilin brotum á tjáningar- og fundafrelsi frekar en önnur landsvæði í heiminum. Átök og harðstjórn hafa ríkt víða á svæðinu en þrátt fyrir það hefur almenningur sum staðar risið upp og krafist þess að mannréttindi séu varin og virt.
Síðastliðin ár hafa mótmælendur í Afríku sunnan Sahara barist fyrir réttindum sínum gegn átökum og kúgun þrátt fyrir hættu á skotárásum eða barsmíðum. Herjað hefur verið á friðsama mótmælendur, mannréttindafrömuði, fjölmiðlafólk og pólitíska andstæðinga og gengið á rétt almennings til friðsamra mótmæla m.a. með ólögmætu banni, óhóflegri valdbeitingu, árásum og geðþóttahandtökum í 20 löndum á svæðinu árið 2019.
Víða á svæðinu takmörkuðu stjórnvöld verulega tjáningarfrelsið m.a. með því að herða eftirlit með fjölmiðlafólki, bloggurum og stjórnarandstæðingum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Óhóflegri valdbeitingu og annars konar ofbeldi var víða beitt af yfirvöldum til að sundra friðsömum mótmælendum sem leiddi til þess að margir létu lífið eða særðust.
Fjallað verður um Afríku í heild sinni en nánari umfjöllun um fjögur lönd í Afríku má finna hér: Nígeríu, Sómalíu, Súdan og Tansaníu.
Umbætur í kjöflar mótmæla
Sums staðar leiddu mótmælin af sér mikilvægar samfélagslegar úrbætur en með miklu tilkostnaði.
Í Súdan í apríl 2019 tókst þúsundum friðsamra mótmælenda að binda enda á áratuga kúgun forseta landsins Omar al-Bashir og í kjölfarið hafa ný yfirvöld lofað umbótum í þágu mannréttinda. Konur hafa þegar fundið fyrir auknu frelsi. Fólk þurfti hins vegar að gjalda þessar umbætur dýru verði. Að minnsta kosti 177 einstaklingar voru myrtir og hundruð særðust þegar öryggissveitir beittu skorfærum, táragasi, barsmíðum og geðþóttahandtökum til að brjóta upp fjöldamótmæli í höfuðborginni Kahartoum og víða annars staðar í Súdan.
Nokkrar umbætur áttu sér einnig stað í Eþíópíu árið 2019 þar sem stjórnvöld felldu úr gildi löggjöf sem takmarkaði funda- og félagafrelsi í landinu og lögðu fram ný lög fyrir þingið í stað harðneskjulegra laga gegn hryðjuverkum. Engu að síður hélt fjölmiðlafólk áfram að sæta geðþóttahandtökum, ólöglegu varðhaldi og ósanngjörnum réttarhöldum.
Mótmæli brotin á bak aftur
Víða á svæðinu beittu stjórnvöld mikilli hörku árið 2019 í tilraun sinni til að þagga niður í mótmælendum.
Annars staðar á svæðinu beittu ríkisstjórnir ýmsum aðferðum innan stjórnsýslunnar til að banna og setja á ólögmætar takmarkanir á friðsöm mótmæli.
Í Nígeríu bönnuðu lögregluyfirvöld friðsöm mótmæli í nokkrum ríkjum og takmarkaði aðgengi að vinsælum svæðum fyrir kröfugöngur í höfuðborginni Abuja.
Árásir gegn mannréttindafrömuðum og stjórnarandstæðingum
Víðtæk kúgun gegn hvers kyns andófi sýndi sig einnig í árásum á mannréttindafrömuði, aðgerðasinna og borgaraleg samtök á árinu 2019.
Í Miðbaugs-Gíneu þrífast árásir, ógnanir og geðþóttahandtökur gegn mannréttindafrömuðum og aðgerðasinnum. Alfredo Okenve, varaforseti einna sárafárra frjálsra félagasamtaka í landinu, var handtekinn og starfsleyfi samtakanna afturkallað í kjölfar réttarúrskurðar.
Í Simbabve voru að minnsta kosti 22 mannréttindafrömuðir, aðgerðasinnar, leiðtogar borgaralegra samtaka og stjórnarandstæðingar ákærðir vegna gruns um að skipuleggja mótmæli gegn olíuverðhækkunum í landinu en margir þeirra flúðu land í kjölfarið.
Í Búrúndí héldu yfirvöld uppteknum hætti og réðust gegn mannréttindafrömuðum, aðgerðasinnum og borgaralegum samtökum. Stjórnvöld landsins leystu upp borgaralegu samtökin PARCEM og dómstóll staðfesti 32 ára fangelsisdóm gegn mannréttindafrömuðinum Germain Rukuki.
Í Márítaníu sætti aðgerðasinninn Ahmedou Ould Wediaa geðþóttahandtöku þegar lögregla réðst skyndilega inn á heimili hans í kjölfar gagnrýni hans á stjórnvöld vegna viðbragða þeirra við mótmælum í tengslum við kosningar í landinu.
Í Nígeríu sættu blaðamennirnir og aðgerðasinnarnir Omoyele Sowore, Olawale Bakare og Agba Jalingo geðþóttahandtökum og varðhaldi en ákærurnar á hendur þeim voru af pólitískum toga.
Undirokandi löggjöf
Sums staðar á svæðinu kynntu stjórnvöld til sögunnar nýja löggjöf á árinu 2019 sem takmarkar mjög störf mannréttindafrömuða, blaðamanna og stjórnarandstæðinga.
Ríkisstjórn Fílabeinsstrandarinnar samþykkti nýja hegningarlöggjöf í júní 2019 sem grefur enn frekar undan tjáningarfrelsinu í landinu. Samkvæmt lögunum er m.a. glæpsamlegt að móðga þjóðhöfðingja landsins og „birta gögn sem kunna að grafa undan allsherjarreglu“.
Í sama mánuði breyttu stjórnvöld í Búrkína Fasó einnig hegningarlöggjöfinni á þann veg að hægt sé að beita henni til takmörkunar á aðgengi að upplýsingum og hertara eftirlits með mannréttindafrömuðum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og bloggurum.
Gínea samþykkti nýja hryðjuverkalöggjöf í júlí 2019 sem felur í sér víðtæk ákvæði sem hægt er að beita til refsingar fyrir að nýta sér sjálfsögð réttindi til tjáningar.
Í desember 2019 kynnti nígeríska þingið tvö frumvörp til laga sem takmarka mjög tjáningarfrelsið á netinu en annað frumvarpið felur í sér ákvæði um dauðarefsinguna fyrir hatursorðræðu. Umrædd frumvörp veita stjórnvöldum geðþóttavald til að loka aðgengi að netinu, takmarka aðgengi að samfélagsmiðlum og gera refsivert allt að þremur árum að gagnrýna stjórnvöld. Frumvörpin hafa verið harðlega gagnrýnd víða.
Amnesty International kallaði eftir því að frumvörpin yrðu dregin til baka þar sem þau stangast á við alþjóðalög. Í júlí 2020 höfðu frumvörpin ekki enn farið í gegn á þingi.
Fjölmiðlafrelsi
Í rúmlega 25 löndum á svæðinu var fjölmiðlafrelsi skert og fjölmiðlafólk átti á hættu að sæta refsingum á árinu 2019.
Ástandið í Sómalíu var sérstaklega slæmt. Fjölmiðlafólk sætti reglulega barsmíðum og geðþóttahandtökum af hálfu öryggissveita. Vopnaður hópur, Al-Shabaab, myrti tvo blaðamenn og beindi spjótum sínum að öðru fjölmiðlafólki með ofbeldi, ógnunum og hótunum. Þá var einnig lokað á Facebook-síður fjölmiðlafólks, fjölmiðlafyrirtæki fengu mútugreiðslur til að stunda sjálfsritskoðun og að minnsta kosti átta blaðamenn voru gerðir landflótta af ótta um líf sitt.
Í 17 löndum á svæðinu sætti fjölmiðlafólk geðþóttahandtökum og varðhaldi árið 2019.
Amnesty International skrásetti 19 mál í Nígeríu þar sem fjölmiðlafólk sætti árásum, geðþóttahandtökum og varðhaldi og jafnvel upplognum sökum.
Í Suður-Súdan er vitað um 16 mál þar sem fjölmiðlafólk sætti varðhaldi. Það varð einnig fyrir árásum. Til að mynda var ráðist á tvær blaðakonur sem sóttu opinberan fund þar sem forseti landsins Salva Kiir flutti ávarp.
Í Síerra Leóne beittu yfirvöld lögum um allsherjarreglu til að þagga niður í fjölmiðlafólki og aðgerðasinnum. Þá var fjölmörgum fjölmiðlum lokað eða tímabundið sviptir starfsleyfi.
Fjölmiðlum var lokað víða á svæðinu árið 2019.
Stjórnvöld í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó lokuðu nokkrum fjölmiðlum í tilraun sinni til að koma í veg fyrir birtingu á fréttum um óformlegar niðurstöður kosninga þar í landi og koma í veg fyrir víðtæk mótmæli vegna ásakana um stórbrotin kosningasvik.
Fjölmiðlanefnd Úganda fyrirskipaði brottrekstur á starfsfólki á 13 óháðum útvarps- og sjónvarpsstöðvum í landinu í framhaldi af umfjöllun um geðþóttahandtöku á tónlistarmanninum og stjórnarandstæðingnum Bobi Wine. Fjölmiðlar voru einnig lagðir af í Gana, Tógó, Tansaníu og Sambíu.
Stjórnvöld hafa í auknum mæli takmarkað aðgang að netinu til að loka fyrir raddir óvilhallar stjórnvöldum.
Lokanir á netinu voru fyrirskipaðar í Simbabve í tengslum við mótmæli á olíuverðhækkunum og fyrir og eftir kosningar í Benín, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Marítaníu.
Tengt efni
Leggðu starfinu lið
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
og þurfa líka þína hjálp. Skrifa líka undir mál false
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu