Rétturinn til tjáningarfrelsis hefur verið undir beinni og stöðugri árás vítt og breitt um Evrópu á undanförnum árum. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að stemma stigu við málfrelsi og öðrum tegundum tjáningarfrelsis. Þessar aðgerðir endurspegla landslag þar sem frelsi til að nálgast upplýsingar, setja fram skoðun sína, skiptast á hugmyndum og taka þátt í kröftugum rökræðum, opinberlega eða á netinu, er verulega á undanhaldi.
Nánar er fjallað um fimm Evrópulönd, Frakkland, Spán, Ungverjaland, Pólland og Rússland. Þessi lönd endurspegla þverrandi svigrúm til frjálsrar tjáningar og rökræðu um margvísleg mál sem sum hver kunna jafnvel að teljast móðgandi. Refsivæðing tjáningar víða í Evrópu hefur hrollvekjandi afleiðingar og hefur leitt til andrúmslofts þar sem ótti og öryggisleysi ríkir. Í mjög mörgum Evrópuríkjum þar sem brotið er á tjáningar- og fundafrelsi er löggjöf gegn hryðjuverkum misbeitt.
Hrina hryðjuverkalaga í Evrópu
Hundruð einstaklinga voru myrtir og særðir í hrinu hryðjuverkaárása á mörg ríki Evrópu á tímabilinu janúar 2015 til desember 2016. Borgarar létu lífið í kjölfar sjálfsmorðsárása, vopnaðra árása og/eða bílaárása eins og gerðist á jólamarkaði í Nice í Frakklandi í júlí 2016 og í Berlín, í Þýskalandi í desember sama ár. Þessar árásir eru ekki aðeins árás á einstaklinga heldur samfélög og ljóst er að stjórnvöld bera ábyrgð á að vernda líf borgara sinna, tryggja öryggi þeirra og frelsi til að ferðast um óttalaust. Stjórnvöldum er þó ekki stætt á að beita hvaða aðferðum sem er til að vernda þessi réttindi, síst af öllu þeim stjórnvöldum sem grafa undan sömu réttindum og þau gefa sig út fyrir að standa vörð um.
Víðtækar breytingar hafa átt sér stað á stjórnarháttum víðs vegar í Evrópu. Stjórnvöld telja að takmarka verði réttindi borgaranna til að geta tryggt öryggi þeirra. Allt frá því að ályktun 2178 á vegum Sameinuðu þjóðanna var samþykkt með miklu hraði í september 2014 hafa flest ríki Evrópu kynnt til sögunnar hryðjuverkalög sem grafa undir réttarríkinu og löggjafarvaldinu, auka veg framkvæmdavaldsins, takmarka tjáningarfrelsi og gera borgara berskjaldaða fyrir eftirliti yfirvalda.
Misbeiting á hryðjuverkalöggjöf í Evrópu er ein víðtækasta ógnin sem tjáningarfrelsinu stafar af í dag.
Takmarkanir á tjáningarfrelsinu
Ríki verða að styðjast við mjög þröng skilyrði ef takmarka á tjáningarfrelsið. Fyrrum ritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon, taldi að aðeins ætti að leyfa hegningarákvæði um tjáningarfrelsi í landslögum ef einstaklingur „hvetur beint til hryðjuverka þ.e. ef tjáning viðkomandi hvetur til eða skipar beint fyrir um glæpsamlegan verknað, er ætlað að leiða til glæpsamlegra aðgerða eða er líkleg til að leiða til slíkra aðgerða”.
Á alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis í maí 2015 létu fjórir sérfræðingar um tjáningarfrelsi á vegum Sameinuðu þjóðanna eftirfarandi orð falla: „Refsivæðing í lögum tengdum hryðjuverkum ætti að takmarkast við þá sem hvetja aðra til hryðjuverka; óljós hugtök eins og „vegsömun“, „réttlæting“ og „að kynda undir“ hryðjuverkum ætti ekki að nota í lögum. Því miður eru óljós hugtök á borð við þessi notuð í hegningarlögum í nokkrum löndum Evrópu.
Innleiðing hryðjuverkalaga hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir marga einstaklinga auk þess sem áhrifin af slíkri lagasetningu hafa þrengt mjög að opinberu rými fólks til frjálsrar tjáningar.
Evrópa hefur ekki takmarkað tjáningarfrelsið með þessum hætti svo áratugum skiptir.
Listafólk, mannréttindafrömuðir, aðgerðasinnar og aðrir hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum þess. Í Frakklandi hafa hundruð einstaklinga, þeirra á meðal börn, verið ákærðir á árunum 2014 til 2016 fyrir að „verja hryðjuverk“, m.a. í athugasemdum á Facebook.
Kröfur Amnesty International
Amnesty International hvetur öll ríki Evrópu til að:
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu