Aðgengi að kynfræðslu og heilbrigðisþjónustu

Það er grund­vall­ar­réttur fólks að fá að ákveða hvort eða hvenær það vill eignast börn og vernda sig gegn smiti og heilsu­leysi. Stjórn­völdum ber ekki einungis skylda til að vernda þessi rétt­indi heldur einnig að sjá til þess að fólk geti notið þeirra með aðgengi að getn­að­ar­vörnum og fræðslu um notkun þeirra.

Kjarni vandans

Samkvæmt áætl­unum frá Sameinuðu þjóð­unum hefur þorri ungs fólks víðs vegar í heim­inum ekki aðgang að alhliða kynheil­brigð­is­þjón­ustu og kynfræðslu sem er nauð­synleg til að geta lifað heil­brigðu lífi.

Einkum er ungum konum og stúlkum neitað um frelsi til að taka ákvarð­anir um líf sitt er varðar kynlíf og frjó­semi og hafa ekki aðgang að grunn­fræðslu og heil­brigð­is­þjón­ustu til að viðhalda heilsu sinni. Ástæðan fyrir því eru gloppur í lögum og reglu­gerðum og beit­ingu og fram­kvæmd laga er ábóta­vant. Að auki spila inn í félagsleg og menn­ing­arleg tabú, kynjam­is­munun og land­fræði­legar og fjár­hags­legar hindr­anir.

Skömmin sem fylgir málefnum kyn- og frjó­sem­is­rétt­inda kemur í veg fyrir opna umræðu með þeim afleið­ingum að teknar eru óupp­lýstar ákvarð­anir sem hugs­an­lega geta verið áhættu­samar. Opin umræða um kynlíf er oft talin óvið­eig­andi, sérstak­lega í hefð­bundnum og íhalds­sömum samfé­lögum og fólk skammast sín fyrir ræða þessi mál. Skortur á umræðum og upplýs­ingum kemur í veg fyrir að fólk geti tekið stjórn á lífi sínu og fengið upplýs­ingar og stuðning til að gæta kyn- og frjó­sem­is­rétt­inda sinna.

Takmark­anir á kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum koma meira niður á konum og stúlkum. Ungar konur og tánings­stúlkur úr hópum sem eiga undir högg að sækja finna mest fyrir takmörk­unum vegna mismun­unar. Þær eiga erfiðast með að sækja sér upplýs­ingar og þjón­ustu er varða kynlíf og frjó­semi. Veik­indi á meðgöngu eru helsta dánar­orsök unglings­stúlkna á aldr­inum 15-19 ára í heim­inum.

Kröfur Amnesty International

Allir eiga rétt á aðgengi að góðri heil­brigð­is­þjón­ustu, ráðgjöf, upplýs­ingum og fræðslu er varða kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi. Ef lög, stefnu­mótun og aðrar hindr­anir koma í veg fyrir slíkt verður að ryðja þeim úr vegi. Tryggja þarf að einstak­lingar hafi aðgang að réttum upplýs­ingum og aðgengi að getn­að­ar­vörnum.

Amnesty Internati­onal telur mikil­vægt að fræða börn um kynlíf í skólum. Alvar­legar afleið­ingar af því að fá ekki full­nægj­andi kynfræðslu eru sýni­legar. Áætlað er að fjöldi ungmenna smitist af HIV-veirunni á hverjum degi. Rann­sóknir sýna að vönduð kynfræðsla leiðir til ábyrgrar kynhegð­unar, meðal annars seinkar ungt fólk því að byrja að stunda kynlíf þar til því finnst það vera betur undir­búið.

Búrkína Fasó

Algengt er að stúlkur giftist á barns­aldri, allt niður í 10 ára gamlar. Þessar stúlkur hafa engan ákvörð­un­ar­rétt um eigin líkama og líf. Þær þjást oft vegna meðgöngu á unga aldri.

Fátækt og fjar­lægð frá heilsu­gæslu takmarkar aðgang kvenna og stúlkna að full­nægj­andi kynheil­brigð­is­þjón­ustu. Þær eiga í erfið­leikum með að finna öruggan stað til að ræða vandamál og fá áreið­an­legar upplýs­ingar. Gjöld, hversu lág sem þau eru, geta verið stór hindrun og einnig viðhorf heil­brigð­is­starfs­fólks til kvenna og stúlkna. Oft þurfa konur í Búrkína Fasó að fá samþykki eigin­manns eða foreldra til að fá þjón­ustu eins og aðgang að getn­að­ar­vörnum.

Frá og með 1. júní 2019 urðu getn­að­ar­varnir fríar og ráðgjöf um barneignir gjald­frjáls í Búrkína Fasó í samræmi við ákall Amnesty Internati­onal. Þegar fjár­hags­legar hindr­anir eru fjar­lægðar hafa konur betri aðgang að getn­að­ar­vörnum og aukinn sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt yfir eigin líkama.

 

Búrkína Fasó

Hasstou var 13 ára gömul þegar hún varð ófrísk. Hún hafði enga hugmynd um að kynlíf gæti leitt til getn­aðar. Eftir að barnið var fætt rak fjöl­skylda hennar þau bæði út á götu.

Ramatoulaye eign­aðist sitt fyrsta barn 12 ára gömul heima með aðstoð. Á seinni meðgöngum sínum fór hún á heilsu­gæslu 12 km frá þorpi sínu í mæðra­vernd og til að fæða. Á fjórðu meðgöngu sinni í mars 2009 komst hún ekki þangað í tæka tíð:

„Ég byrjaði að fá samdrætti. Bróðir eigin­manns míns keyrði mig á mótor­hjóli sínu og eigin­maður minn fylgdi okkur eftir á öðru mótor­hjóli. Þegar við komum að árbakk­anum og leit­uðum að báts­manni þá var hann ekki þar vegna þess að hann er líka með aðra vinnu. Þess vegna fæddi ég alein á árbakk­anum. Það var mjög erfitt.“

Nepal

Eitt stærsta heil­brigð­is­vandamál kvenna í Nepal er legsig. Legsig er auðvelt að lækna en án meðhöndl­unar getur það leitt til fóst­ur­missis því grind­ar­botnsvöðvi nær ekki að halda fóstrinu á sínum stað.

Ástæða þess að vanda­málið er útbreitt í Nepal er að margar konur byrja að eignast börn mjög ungar, oft með stuttu milli­bili og fæða án aðstoðar faglærðrar ljós­móður. Vannæring og burður á þungum hlutum á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu eykur einnig líkurnar.

Rót vandans er kynjam­is­munun vegna þess að  konur hafa ekki ákvörð­un­ar­vald yfir eigin líkama og frjó­semi.

Nepal

Kopila giftist 17 ára og átti barn ári síðar. Hún er úr fátækri fjöl­skyldu úr sveit og hefur aldrei gengið í skóla. Eigin­maður hennar þvingar hana til samfara. Ef hún reynir að neita þá er hún lamin. Hann ræður einnig hvort Kopila geti farið á heilsu­gæsluna.

Á öllum fjórum meðgöngum sínum þurfti Kopila að bera þungar byrðar. Hún fékk aðeins að hvíla sig í 10-12 daga eftir fæðingu áður en hún þurfti að hefja vinnu á ný. Það hafði þær afleið­ingar að hún fékk legsig í fyrsta sinn 24 ára gömul.

„Tólf dögum eftir fæðingu var ég að höggva við með exi. Eigin­maður minn bað um vatn og úr varð rifr­ildi. Hann barði mig fast. Ég veit ekki hvort legsigið kom á meðan ég var að höggva viðinn eða eftir að ég var lamin.“

Nepal

Kesar Kala Malla: „Sex dögum eftir að fyrsta dóttir mín fæddist var ég að bera hirsi þegar ég fann eins og eitt­hvað væri að koma út [úr leggöng­unum]. Eigin­maður minn kom fálát­lega fram við mig og hótaði mér: „Ég er ekki sáttur við þig, ég ætla að fá mér aðra eigin­konu.“

Rajkumari Devier með legsig 24 ára. Vannæring getur leitt til þess að grind­ar­botnsvöðvinn verði meira veik­burða og eykur hættuna á legsigi. Hefð er fyrir því í sumum fjöl­skyldum að yngri konur og stúlkur borði síðast: „Tengda­for­eldrar mínir borða fyrst, síðan allir aðrir karl­menn í fjöl­skyld­unni og síðast borða konurnar.“

Radha Sada. Hún giftist 16 ára og fékk legsig eftir fæðingu fyrsta barns síns. Skömmin og skortur á upplýs­ingum þýddi að hún lifði við óþæg­indin í áratugi áður en hún leitaði sér hjálpar – þá orðin amma.

Tengt efni