Fólk á rétt á að taka ákvarðanir er varða eigin heilsu, líkama og kynlíf, ákveða hvort og hvenær það gengur í hjónaband og lifa án ótta við nauðgun og annað ofbeldi. Þvinguð hjónabönd, þar með talin barnahjónabönd, limlestingar á kynfærum stúlkna og kynferðisofbeldi eru brot á þessum réttindum.
Kjarni vandans
Málefni sem tengjast kyn-og frjósemisréttindum eru afleiðing rótgróinnar mismununar og kúgunar.
Barnahjónabönd eru enn útbreidd, sérstaklega í fátækustu ríkjunum en samkvæmt skýrslu UNICEF 2021 fer hlutfall stúlkna sem voru giftar á barnsaldri fækkandi síðustu tíu ár, ein af hverjum fimm stúlkum í stað ein af hverjum fjórum.
Stúlkur eru mun líklegri en drengir til að giftast á barnsaldri og byrja að stunda kynlíf á unga aldri. Á hverju ári er áætlað að 70 þúsund unglingsstúlkna láti lífið vegna vandamála tengdra meðgöngu.
Á ári hverju eiga þrjár milljónir stúlkna í heiminum á hættu að sæta limlestingu á kynfærum. Aðgerðirnar hafa í sumum tilfellum alvarlegar afleiðingar eins og mikið blóðtap, sýkingar, smit á sjúkdómum á borð við HIV-veiru vegna ósótthreinsaðra verkfæra, áverka og sársauka sem oft leiðir til erfiðleika við samfarir og barnsfæðingar
Konur á öllum aldri um allan heim og í öllum þjóðfélagsstéttum búa við ógn um kynferðislegt ofbeldi og misnotkun, þar á meðal af hendi ættingja og maka. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur upplifað ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi.
Algengt er að lög og lögregluvald séu misnotuð til að refsa fyrir hegðun sem álitin er siðferðislega óásættanleg. Þetta grefur undan vali einstaklinga í einkalífinu. Í sumum tilfellum leiða refsilög til þess að þolendum mannréttindabrota er refsað en gerendur komast hjá refsingu, til dæmis hafa þolendur nauðgana verið ákærðir fyrir hórdóm.
Kröfur Amnesty International
Amnesty International kallar eftir því að kyn- og frjósemisréttindi séu hluti af alþjóðaskuldbindingum og að ríkisstjórnir breyti lögum og verklagi til að tryggja að réttindin séu virt og vernduð.
Dæmi um vandann
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu