Þungunarrof er læknismeðferð í því skyni að binda enda á þungun og er nauðsynleg grunnheilbrigðisþjónusta sem milljónir kvenna þurfa á að halda um heim allan. Það er grundvallarréttur fólks að fá að ákveða hvort eða hvenær það vill eignast börn og stjórnvöldum ber ekki einungis skylda til að vernda þessi réttindi heldur einnig sjá til þess að fólk geti notið þeirra með aðgengi að viðeigandi, öruggri og löglegri heilbrigðisþjónustu.
Það eru ekki einungis sískynja konur og stúlkur (konur og stúlkur sem upplifa sig í því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu) sem gætu þurft á aðgengi að þungunarrofi að halda heldur einnig intersex fólk, trans menn og kynsegin fólk.
72 lönd
leyfa þungunarrof að beiðni þeirra sem þurfa á því að halda samkvæmt Center for Reproductive Rights.
24 lönd
banna þungunarrof undir öllum kringumstæðum samkvæmt Center for Reproductive Rights.
90 milljónir
kvenna, stúlkna og fólks á barneignaraldri búa í löndum sem banna þungunarrof undir öllum kringumstæðum samkvæmt Center for Reproductive Rights.
Um 25 milljónir
óöruggra þungunarrofsaðgerða eiga sér stað í heiminum á ári hverju samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Kyn- og frjósemisréttindi
Kjarni vandans
Glæpavæðing þungunarrofs kemur ekki í veg fyrir að þungaðar konur, stúlkur og fólk sækist eftir því heldur leitar þessi hópur þá annarra og hættulegra leiða til að rjúfa þungun.
Óöruggt þungunarrof getur leitt til fötlunar, langvarandi heilsuvanda eða jafnvel dauða sem hægt væri að koma í veg fyrir með öruggu aðgengi. Áætlað er að um 47 þúsund konur deyi árlega vegna óöruggs þungunarrofs.
Frá 1994 hafa fleiri en 50 lönd breytt löggjöf til betri vegar hvað varðar aðgengi að þungunarrofi og afglæpavæðingu þess. Nýlega áttu sér stað umbætur í Kólumbíu þar sem þungunarrof var afglæpavætt fram að 24. viku meðgöngu í febrúar 2022 og í Argentínu sem lögleiddi þungunarrof í desember 2021.
Hvaða áhrif hefur algjört þungunarrofsbann?
Ákveðin lönd, þar á meðal Níkaragva, El Salvador og Malta, beita enn harðneskjulegum lögum sem banna þungunarrof undir öllum kringumstæðum. Í El Salvador hafa margar konur og stúlkur látið lífið eða verið fangelsaðar vegna bannsins. Flestar konur sem hafa verið sóttar til saka hafa verið á aldrinum 18-25 ára. Þessi grimmu lög eru miskunnarlaus og í raun ofbeldi af hálfu ríkisins.
Teodora del Carmen Vásquez fæddi andvana barn árið 2007 í El Salvador í kjölfar bráðra verkja. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustað sínum. Teodora var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði þar sem hún var talin sek um þungunarrof fremur en að hafa þjáðst af vandkvæðum á meðgöngu. Í febrúar 2018 var Teodora loks leyst úr haldi eftir langa baráttu.
Kröfur Amnesty International
Ný stefna Amnesty International um þungunarrof tók í gildi í september 2020 sem kom í staðinn fyrir fyrri afstöðu Amnesty International frá árinu 2007. Líkt og áður er kallað eftir því að stjórnvöld afglæpavæði þungunarrof en í stað þess að kalla eftir aðgengi að þungunarrofi í sértækum tilfellum er nú kallað eftir því að stjórnvöld tryggi löglegar og öruggar leiðir til þungunarrofs fyrir konur, stúlkur og fólk sem getur orðið barnshafandi. Aðgengi að þungunarrofi er nauðsynlegt til að geta notið mannréttinda sinna til fulls.
Stefnan tekur mið af réttinum til heilsu, einkalífs, virðingar, öryggis, sjálfsákvarðana yfir eigin líkama, jafnréttis gagnvart lögum án mismunar, frelsi frá pyndingum og annarri illri meðferð auk kyn-og frjósemisréttinda.
Amnesty International tekur ekki afstöðu um tímamörk og setur sig ekki upp á móti því að ríki setji slík mörk. Séu sett tímamörk þarf viðmiðunin að virða mannréttindi kvenna, stúlkna og fólks sem getur orðið barnshafandi. T.d. ef ríki leyfa ekki þungunarrof eftir ákveðin tímamörk þrátt fyrir að heilsa viðkomandi sé í hættu er verið að brjóta á mannréttindum.
Stefna Amnesty International um þungunarrof byggir á grundvelli mannréttinda og alþjóðlegum stöðlum. Hún er einnig studd af alþjóðasamtökum fæðingar- og kvensjúkdómalækna sem ná til lækna í 132 löndum.
Stefnan kallar á að stjórnvöld uppfylli m.a. eftirfarandi atriði:
Sögur
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu