Löggjöf er víða ábótavant þegar kemur að tjáningar-og fundafrelsi í Mexíkó. Í júlí 2019 gripu nokkrar fylkisstjórnir þar til aðgerða sem ógna tjáningar- og fundafrelsi og glæpavæða jafnvel baráttu fyrir mannréttindum.
Mótmæli
Þingið í Tabasco-fylki samþykkti breytingar á hegningarlöggjöf sem veitir umboð til refsinga fyrir að halda eða taka þátt í mótmælum. Lögin heimila langa fangelsisdóma ef fólk grípur til aðgerða gegn framkvæmdum á vegum hins opinbera eða einkaaðila eða reynir að loka vegum. Þessar lagabreytingar í Tabasco-fylki veita fylkisstjórninni og einkaaðilum leyfi til að hrinda stórum framkvæmdum úr vör og koma í veg fyrir að íbúar geti mótmælt neikvæðum áhrifum þeirra.
Löggjöf af þessu tagi hefur einnig verið beitt í Mexíkó til að takmarka mótmæli í landinu og refsa mannréttindafrömuðum.
Þann 26. júlí 2019 mótmæltu nemar og aðrir í Jalisco-fylki tilkynningu yfirvalda um fyrirhugaðar verðhækkanir á opinberum samgöngum en þeim var mætt með miklu harðræði af hálfu lögreglu. Nokkrir mótmælendur voru barðir þrátt fyrir að af þeim stæði engin ógn og voru mótmælin leyst upp án nokkurar réttlætingar.
Landslög um valdbeitingu við löggæslu tiltaka að vernd skuli aðeins veitt á mótmælum ef lögregla metur að mótmælin hafi lögmætan tilgang.
Lögin tiltaka ekki að það skuli aðeins gripið til vopnavalds á opinberum samkomum þegar nauðsynlegt er að halda ofbeldisfullum eintaklingum í skefjum eða til að dreifa mannskapnum ef ofbeldi er útbreitt og engar aðrar leiðir færar. Þar sem lögin eru ekki skýr með þessi atriði veita þau lögreglu og þjóðvarðliði Mexíkó því gífurleg völd til að beita vopnavaldi af hentugleik án þess að óháður aðili hafi eftirlit með aðgerðum þeirra eða varnaglar séu til staðar sem takmarka vopnavald yfirvalda við mótmæli.
Hættulegt starfsumhverfi fyrir fjölmiðlafólk
Mexíkó er eitt hættulegasta ríki í heimi fyrir fjölmiðlafólk að starfa í en alls hafa 150 einstaklingar í greininni verið myrtir eða horfið frá árinu 2000. Þar af voru 10 myrtir árið 2019, þeirra á meðal Edgar Alberto Nava López og Jorge Celestino Ruiz Váquez, blaðamenn frá Guerrero og Veracruz sem báðir voru myrtir 2. ágúst 2019.
Enda þótt yfirvöld hafi árið 2006 sett á laggirnar skrifstofu sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka glæpi gegn tjáningarfrelsinu (s. Fiscalía Especial para la Atención de Delitos Cometidos Contra la Libertad de Expresión-FEADLE) og kerfi til varnar fjölmiðlafólki og mannréttindafrömuðum hafa rannsóknir á mannréttindabrotum gegn þessum hópum nánast engu skilað. Af 1.149 rannsóknum sem hófust árið 2010 hafa aðeins tíu leitt til sakfellingar eða einungis 1% af málunum.
Fjölmiðlafólk í Mexíkó sætir hótunum, ógnunum, árásum, varðhaldi að geðþótta, pyndingum, þvinguðum mannshvörfum, morðum og refsileysi er algengt.
Blaðamaðurinn Leobardo Vázquez Atzin var myrtur fyrir utan heimili sitt í Gutiérrez Zamora í Veracruz-fylki þann 22. mars 2018. Leobardo hafði starfað sem blaðamaður í 13 ár en stofnaði sína eigin Facebook-síðu til að öðlast ritstjórnarlegt frelsi. Hann varði síðustu mánuðum lífs síns í að lýsa vanþóknun sinni á aðgerðum stofnunar sem gaf sig út fyrir að vera vistvæn en hafði lagt vernduð svæði í rúst. Honum hafði borist líflátshótanir en hélt engu að síður áfram að viðra skoðanir sínar í fylki sem er talið það hættulegasta í Mexíkó fyrir fjölmiðlafólk.
Margt fjölmiðlafólk er einnig líflátið af mexíkóskum glæpagengjum og stjórnvöld gera lítið til verndar fjölmiðlafólki.
Það tók næstum ár að handtaka morðingja Javier Valdez, blaðamann frá Sinaloa-fylki sem varð þekktur á alþjóðavísu þegar hann greindi frá því hversu skaðleg áhrif fíkniefnabarónar hafa á allt samfélagið í Mexíkó. Javier hafði hugrekki til að greina frá því hvernig skjótfenginn gróði gerði fólk ónæmt og grimmt. Útsendarar fíkniefnabaróna skutu Javier til bana með 12 skotum þann 15. maí árið 2017 á götu í Culiacán, höfuðborg Sinaloa-fylki.
Margt fjölmiðlafólk hefur flúið land af ótta við hefndaraðgerðir fíkniefnabaróna og aðgerðaleysi stjórnvalda eða mannréttindabrot af hálfu hinna síðarnefndu.
Það fjölmiðlafólk sem enn starfar í greininni og býr í Mexíkó sætir einnig oft himinháum sektum fyrir gagnrýnin skrif sín á stjórnvöld. Í október 2019 dæmdi hæstiréttur til að mynda blaðamanninn Sergio Aguayo til að greiða rúmar 74 milljónir króna í skaðabætur fyrir grein sem hann skrifaði um Humberto Moreira Valdés, fyrrum fylkisstjóra Coahuila. Dómnum var bæði ætlað að vera refsing og ógnun til að hafa áhrif á frjálsa tjáningu og skoðanaskipti í opinberri umræðu.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu