Níkaragva

Staða mann­rétt­inda hefur verið bágborin í Níkaragva undan­farin ár eða allt frá því að Daniel Ortega tók við forseta­embætti í janúar 2017. Í apríl 2018 kynnti Ortega fyrir þjóð­inni samfé­lags­legar „umbætur“ sem fólu í sér skatta­hækk­anir og skerð­ingu á félags­legum bótum. Í kjöl­farið fóru fjöl­menn mótmæli fram í mörgum borgum landsins, m.a. í Managua, sem aðal­lega voru skipuð háskóla­nemum, eldri borg­urum og öðrum aðgerða­sinnum.

Viðbrögð stjórnvalda

Ríkis­stjórn Ortega brást við mótmæla­hrin­unni með því að taka upp harða og ofbeld­is­fulla kúgun­ar­stefnu sem ekki hefur þekkst í landinu í mörg ár.

Á fyrsta degi mótmæl­anna voru þrír myrtir, tveir nemendur og einn lögreglu­maður, auk þess sem tugir særðust bæði af hendi lögreglu, hers, og vopn­aðra hópa sem annað­hvort starfa fyrir ríkis­stjórn landsins eða án afskipta hennar. Stuðn­ingur vopn­aðra hópa hefur gert ríkis­stjórn­inni auðveldara fyrir að fela ofbeld­is­verk sín og auka á kúgunina.

Sama dag dró forsetinn til baka áform sín um breyt­ingar á félags­legum rétt­indum en minntist ekkert á morðin á borg­urum sínum.

Eftir að fyrstu fréttir bárust um morðin á mótmæl­endum tjáði vara­for­seti landsins, Rosario Murillo, fjöl­miðlum að mótmæl­endur væru „lítill“ hópur fólks sem væri drifinn áfram af sérhags­munum og hættu­legum póli­tískum mark­miðum, uppfullur af hatri sem ógnaði „friði og fram­þróun“ í landinu.

Þá hélt vara­for­setinn því fram að frásagnir um mann­fall væru upplognar af andstæð­ingum stjórn­valda og gagn­rýndi jafn­framt fjöl­miðlaum­fjöllun um mótmælin og full­yrti að ákveðnir aðilar innan fjöl­miðl­anna hefðu „hvatt til ofbeldis á meðan þeir á huglausan hátt földu sig á bak við mynda­vél­arnar og bentu á aðra“.

Forseta­hjónin hafa alla tíð neitað öllum ásök­unum um kúgun­ar­til­burði í yfir­lýs­ingum sínum.

Að sögn voru að minnsta kosti 25 einstak­lingar myrtir á fyrstu dögum mótmæl­anna og á fyrstu þremur vikunum höfðu að minnsta kosti 76 verið myrtir í tengslum við ofbeld­is­fullar aðgerðir gegn mótmæl­endum. Þá særðust rúmlega 860 einstak­lingar í mótmæl­unum og 400 voru hand­teknir, þeirra á meðal nemendur, fjöl­miðla­fólk og mann­rétt­inda­fröm­uðir.

Margir af þeim sem særðust var ungt fólk, sumir undir 18 ára aldri sem hlutu sár á höfði eða bringu af völdum gúmmíkúlna og hagla­skota. Oft voru áverkar varan­legir.

Óhófleg valdabeiting

í lok árs 2019 höfðu a.m.k. 328 einstak­linga verið myrtir af örygg­is­sveitum landsins og vopn­uðum stuðn­ings­hópum ríkis­stjórn­ar­innar.

Þá hafa rúmlega 2000 einstak­lingar særst frá upphafi mann­rétt­inda­neyð­ar­innar og hundruð sætt geðþótta­hand­tökum. Í lok árs 2019 voru 65 einstak­lingar enn í varð­haldi af póli­tískum ástæðum. Amnesty Internati­onal hefur skráð fjölda annarra tilfella alvar­legra mann­rétt­inda­brota í landinu, þeirra á meðal pynd­ingar og aftökur án dóms og laga. Tugir þúsunda hafa neyðst til að flýja til Kosta Ríka.

Þessi mikli fjöldi mótmæl­enda sem lét lífið er skýr vísbending um að óhóf­legri vald­beit­ingu hafi verið beitt í trássi við reglur um nauðsyn og meðalhóf, eins og krafist er í alþjóða­lögum.

Fjöl­miðla­fólk, nemar og aðgerða­sinnar hafa verið skot­mark stjórn­valda ásamt öllum þeim sem yfir­höfuð voga sér að gagn­rýna ríkis­stjórnina.

 

Ríkis­stjórn landsins hefur reynt að leyna upplýs­ingum um ofbeld­is­verk sín og hindrað rann­sóknir innlendra og erlendra aðila á þeim, auk þess að koma í veg fyrir lækn­is­að­stoð á spít­ölum og gert tilraunir til að stjórna fjöl­miðlum landsins til að fela mann­rétt­inda­brot og takmarka tján­ing­ar­frelsi.

Þolendur

Fregnir bárust af morði á blaða­mann­inum Ángel Gahona þann 21. apríl 2018 en hann hafði streymt beint af mótmæl­unum sem fóru fram gegn forseta landsins og náð myndum af harð­ræði lögreglu gegn mótmæl­endum.  Níu aðrir blaða­menn særðust einnig þennan dag. Ángel Gahona var þekktur rann­sókn­ar­blaða­maður í heimalandi sínu en hann afhjúpaði oftar einu sinni ofbeldi lögreglu í Níkaragva.

Heil­brigð­is­starfs­fólk, sem Amnesty Internati­onal ræddi við á Baut­ista-sjúkra­húsinu í Managua, greindi frá því að dagana 20. til 24. apríl 2018 voru 50 mótmæl­endur meðhöndl­aðir, þar af 34 með skotsár. Sjö þeirra voru ungt fólk á aldr­inum 14 til 17 ára, þeirra á meðal hinn 15 ára gamli Álvaro Conrado sem dó af völdum skotsára.

Engar rann­sóknir hafa átt sér stað á morð­unum og yfir­völd reynt að þvinga fjöl­skyldur hinna látnu til að skrifa undir yfir­lýs­ingu þess efnis að þær muni ekki leggja fram kærur.

Fjöl­skyld­urnar hafa oft ekki  aðgengi að óháðum rétt­ar­meina­fræð­ingi eða þá að yfir­völd standa í vegi fyrir því að niður­stöður úr rétt­ar­meina­skoðun séu afhentar fjöl­skyld­unum.

Axel Blanco var 17 ára þegar hann missti varan­lega sjón á vinstra auga eftir að lögregla hæfði hann með gúmmí­kúlu. Alex var staddur við háskóla­bygg­ingu og var að útbúa götu­virki til að verja sig gegn kúlna­hríð óeirða­lög­reglu þegar hann sá lögreglu­mann beygja sig niður, miða byssu vísvit­andi í átt að sér og skjóta.

Lögreglan hefur í sumum tilfellum hótað/ógnað fjöl­skyldum hinna látnu.

Moroni Jacob Garcia, 22 ára, var myrtur af lögreglu þann 20. apríl 2018 á háskólalóð. Lögreglan mætti við útför hans tveimur dögum síðar og áreitti fjöl­skyldu­með­limi. Þann 8. maí sama ár buðu tveir aðilar á vegum Sand­in­ista, flokki forseta landsins, móður Moroni „bætur“ fyrir dauða sonar hennar gegn því að hún skrifaði undir yfir­lýs­ingu þess efnis að leggja ekki fram kæru. Hún hafnaði boðinu.

Fjöl­skyldan hefur enn ekki getað skráð dauða Moroni form­lega hjá yfir­völdum og saksóknari sinnti málinu ekki sem skyldi.