Mexíkó

Löggjöf er víða ábóta­vant þegar kemur að tján­ingar-og funda­frelsi í Mexíkó. Í júlí 2019 gripu nokkrar fylk­is­stjórnir þar til aðgerða sem ógna tján­ingar- og funda­frelsi  og glæpa­væða jafnvel baráttu fyrir mann­rétt­indum.

Mótmæli

Þingið í Tabasco-fylki samþykkti breyt­ingar á hegn­ing­ar­lög­gjöf sem veitir umboð til refs­inga fyrir að halda eða taka þátt í mótmælum. Lögin heimila langa fang­els­is­dóma ef fólk grípur til aðgerða gegn fram­kvæmdum á vegum hins opin­bera eða einka­aðila eða reynir að loka vegum. Þessar laga­breyt­ingar í Tabasco-fylki veita fylk­is­stjórn­inni og einka­að­ilum leyfi til að hrinda stórum fram­kvæmdum úr vör og koma í veg fyrir að íbúar geti mótmælt neikvæðum áhrifum þeirra.

Löggjöf af þessu tagi hefur einnig verið beitt í Mexíkó til að takmarka mótmæli í landinu og refsa mann­rétt­inda­fröm­uðum.

Þann 26. júlí 2019 mótmæltu nemar og aðrir í Jalisco-fylki tilkynn­ingu yfir­valda um fyrir­hug­aðar verð­hækk­anir á opin­berum samgöngum en þeim var mætt með miklu harð­ræði af hálfu lögreglu. Nokkrir mótmæl­endur voru barðir þrátt fyrir að af þeim stæði engin ógn og voru mótmælin leyst upp án nokkurar rétt­læt­ingar.

Landslög um vald­beit­ingu við löggæslu tiltaka að vernd skuli aðeins veitt á mótmælum ef lögregla metur að mótmælin hafi lögmætan tilgang.

Lögin tiltaka ekki að það skuli aðeins gripið til vopna­valds á opin­berum samkomum þegar nauð­syn­legt er að halda ofbeld­is­fullum eintak­lingum í skefjum eða til að dreifa mann­skapnum ef ofbeldi er útbreitt og engar aðrar leiðir færar. Þar sem lögin eru ekki skýr með þessi atriði veita þau lögreglu og þjóð­varð­liði Mexíkó því gífurleg völd til að beita vopna­valdi af hent­ug­leik án þess að óháður aðili hafi eftirlit með aðgerðum þeirra eða  varnaglar séu til staðar sem takmarka vopna­vald yfir­valda við mótmæli.

Hættulegt starfsumhverfi fyrir fjölmiðlafólk

Mexíkó er eitt hættu­leg­asta ríki í heimi fyrir fjöl­miðla­fólk að starfa í en alls hafa 150 einstak­lingar í grein­inni verið myrtir eða horfið frá árinu 2000. Þar af voru 10 myrtir árið 2019, þeirra á meðal Edgar Alberto Nava López og Jorge Celestino Ruiz Váquez, blaða­menn frá Guer­rero og Veracruz sem báðir voru myrtir 2. ágúst 2019.

Enda þótt yfir­völd hafi árið 2006 sett á lagg­irnar skrif­stofu sérstaks saksóknara sem ætlað er að rann­saka glæpi gegn tján­ing­ar­frelsinu (s. Fiscalía Especial para la Atención de Delitos Cometidos Contra la Libertad de Expresión-FEADLE)  og kerfi til varnar fjöl­miðla­fólki og mann­rétt­inda­fröm­uðum hafa rann­sóknir á mann­rétt­inda­brotum gegn þessum hópum nánast engu skilað. Af 1.149 rann­sóknum sem hófust árið 2010 hafa aðeins tíu leitt til sakfell­ingar eða einungis 1% af málunum.

Fjöl­miðla­fólk í Mexíkó sætir hótunum, ógnunum, árásum, varð­haldi að geðþótta, pynd­ingum, þving­uðum manns­hvörfum, morðum og refsi­leysi er algengt.

Blaða­mað­urinn Leob­ardo Vázquez Atzin var myrtur fyrir utan heimili sitt í Gutiérrez Zamora í Veracruz-fylki þann 22. mars 2018. Leob­ardo hafði starfað sem blaða­maður í 13 ár en stofnaði sína eigin Face­book-síðu til að öðlast ritstjórn­ar­legt frelsi. Hann varði síðustu mánuðum lífs síns í að lýsa vanþóknun sinni á aðgerðum stofn­unar sem gaf sig út fyrir að vera vistvæn en hafði lagt vernduð svæði í rúst. Honum hafði borist lífláts­hót­anir en hélt engu að síður áfram að viðra skoð­anir sínar í fylki sem er talið það hættu­leg­asta í Mexíkó fyrir fjöl­miðla­fólk.

Margt fjöl­miðla­fólk er einnig líflátið af mexí­kóskum glæpa­gengjum og stjórn­völd gera lítið til verndar fjöl­miðla­fólki.

 

Það tók næstum ár að hand­taka morð­ingja Javier Valdez, blaða­mann frá Sinaloa-fylki sem varð þekktur á alþjóða­vísu þegar hann greindi frá því hversu skaðleg áhrif  fíkni­efna­barónar hafa á allt samfé­lagið í Mexíkó. Javier hafði hugrekki til að greina frá því hvernig skjót­fenginn gróði gerði fólk ónæmt og grimmt. Útsend­arar fíkni­efna­baróna skutu Javier til bana með 12 skotum þann 15. maí árið 2017 á götu í Culiacán, höfuð­borg Sinaloa-fylki.

Margt fjöl­miðla­fólk hefur flúið land af ótta við hefndarað­gerðir fíkni­efna­baróna og aðgerða­leysi stjórn­valda eða mann­rétt­inda­brot af hálfu hinna síðar­nefndu.

Það fjöl­miðla­fólk sem enn starfar í grein­inni og býr í Mexíkó sætir einnig oft himin­háum sektum fyrir gagn­rýnin skrif sín á stjórn­völd. Í október 2019 dæmdi hæstiréttur til að mynda blaða­manninn Sergio Aguayo til að greiða rúmar 74 millj­ónir króna í skaða­bætur fyrir grein sem hann skrifaði um Humberto Moreira Valdés, fyrrum fylk­is­stjóra Coahuila. Dómnum var bæði ætlað að vera refsing og ógnun til að hafa áhrif á frjálsa tján­ingu og skoð­ana­skipti í opin­berri umræðu.

Tengt efni