Pólland

Þrátt fyrir löggjöf í Póllandi sem takmarkar tján­ing­ar­frelsið, harðra löggæslu, eftirlit, linnu­lausa áreitni og lögsóknir, sem ógnar mjög rétt­inum til frið­samra mótmæla hefur almenn­ingur flykst á götur úti til að krefjast breyt­inga.

Stjórn­völd í Póllandi hafa hert enn frekar kverka­takið á frelsi fólks til tján­ingar og frið­samra mótmæla á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins. Enda þótt ríki geti með lögmætum hætti sett takmark­anir á réttinn til að koma frið­sam­lega saman í þeim tilgangi að draga úr smit­hættu, þá verða allar takmark­anir á frelsi fólks að vera nauð­syn­legar, lögmætar og hóflegar. Ekki ætti að setja blátt bann á samkomur eða mótmæli heldur ætti að meta hverja samkomu og mótmæli fyrir sig hvað takmark­anir varða og allar skerð­ingar verða að fylgja alþjóð­legum stöðlum mann­rétt­inda­laga þar sem tekið er mið af lögmætum lýðheil­su­mark­miðum.

Kverkatakið hert á frelsi fólks á tímum kórónuveirufaraldursins

Algjört bann var sett á opin­bera fundi og samkomur í Póllandi þann 2. maí 2020 sem hluti af aðgerðum stjórn­valda til að stemma stigu við kórónu­veirufar­aldr­inum. Tilskip­unin var fyrst kynnt til sögunnar af heil­brigð­is­ráð­herra þann 31. mars og síðar samþykkt af ráðherra­nefnd landsins. Slakað var á tilskip­un­inni þann 27. maí þegar ríkis­stjórn landsins ákvað að leyfa samkomur og fundi þar sem 150 manns koma saman.

Frá því að pólsk stjórn­völd kynntu hertar aðgerðir til takmörk­unar frelsi fólks vegna kórónu­veirufar­ald­ursins hefur Amnesty Internati­onal skráð fjölda tilvika þar sem lögregla landsins hefur haft óhófleg afskipti af mótmæl­endum sem oft hefur leitt til mann­rétt­inda­brota.

Þann 6. maí 2020 sektaði lögregla frið­sama mótmæl­endur um himin­háar fjár­hæðir fyrir að koma saman vegna fyrir­hug­aðra forseta­kosn­inga. Þá henti hið sama aðra mótmæl­endur sem kröfðust óhæði dómstóla og vöntun á ríkis­stuðn­ingi til minni fyrir­tækja í landinu sem berjast í bökkum vegna farald­ursins.

 

 

Í einhverjum tilvikum notaðist lögregla við táragas til að dreifa mann­söfn­uð­inum og hundruð mótmæl­enda hafa verið verið hand­teknir fyrir að nýta sér rétt sinn til að koma frið­sam­lega saman.

Þann 6. maí var hópur aðgerða­sinna hand­tekinn í Varsjá fyrir að færa auglýs­inga­skilti í tengslum við kosn­ing­arnar frá aðal­póst­húsi borg­ar­innar yfir í þing­húsið. Lögregla krafði aðgerða­sinnana um persónu­skil­ríki og tveir þeirra voru síðar sekt­aðir um rúmlega 360.000 krónur fyrir að brjóta gegn sótt­varn­ar­reglum og útgöngu­tak­mörk­unum. Aðgerða­sinn­arnir héldu því fram að þeir hefðu fylgt ítrustu fyrir­mælum um hrein­læti og sótt­varnir m.a. með því að halda tveggja metra fjar­lægð og hylja vit sín. Í fram­haldi af áfrýjun málsins og sannana sem lagðar voru fram til stuðn­ings máli aðgerða­sinnana um að hafa fylgt fyrir­mælum stjórn­valda eftir var sektin dregin til baka.

Himinháar sektir gegn mótmælendum

Lögregla sektaði einnig fjölda aðgerða­sinna sem mótmæltu vöntun á óhæði dómstóla í Póllandi.

Þann 13. maí stöðvaði lögregla aðgerða­sinnann, Ewu þegar hún nálg­aðist bygg­ingu hæsta­réttar ásamt vini sínum. Ewa tjáði Amnesty Internati­onal að hún hafi virt tveggja metra regluna og að þau hafi bæði borið grímu um andlit sér og hanska. Þremur dögum síðar mætti lögregla heim til Ewu og afhenti henni form­lega bréf frá Sanepid, stofnun á vegum stjórn­valda sem fylgir heil­brigðis- og hrein­læt­is­málum eftir í tengslum við farald­urinn. Bréfið kvað á um sekt upp á rúmlega 400.000 íslenskar krónur.

Lögregla sektaði einnig hóp af frið­sömum mótmæl­endum sem komu saman fyrir utan útvarps­stöðina Trójka þann 22. maí. Hópurinn mótmælti meintri ritskoðun á lagi sem kallast, Þinn sárs­auki er betri en minn, sem yfir­völd virðast líta á sem gagn­rýni á leið­toga og stofn­anda þjóð­ern­is­sinnaða stjórn­ar­flokknum Lögum og rétti, Jarosław Kaczynski, sem heim­sótti grafir ættingja sinna þvert á reglur um sótt­varnir í landinu.

Samkvæmt nýjum laga­heim­ildum sem komið var á í kjölfar kórónu­veirufar­ald­ursins er unnt að sekta mótmæl­endur um allt frá 180.000 íslenskra króna. til rúmlega 1 miljón króna.

Enda þótt stjórn­völdum sé heimilt samkvæmt alþjóða­lögum að takmarka funda- og samkomu­frelsi á tímum lýðheilsuógnar verða allar takmark­anir á frelsi fólks að vera nauð­syn­legar og hóflegar. Þær verða líka að vera síðasta úrræðið sem gripið er til eða þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar.

Þegar um friðsöm mótmæli ræðir verður þátt­tak­endum að vera gefin kostur á að dreifast sjálf­viljugt og lögregla verður að leita allra leiða til að beita ekki ofbeldi gegn mótmæl­endum.

Ívilnanir gagnvart stuðningsfólki stjórnvalda

Í apríl 2017 voru gerðar breyt­ingar á samkomu­lögum í landinu sem settu bann á gagn­mót­mæli í Varsjá, nærri þar sem stuðn­ings­menn ríkis­stjórn­ar­innar komu saman og héldu fundi. Lögin veita stuðn­ings­fólki ríkis­stjórn­ar­innar reglu­legt aðgengi að opin­beru rými nálægt forseta­höll­inni.

Frá apríl 2017 til mars 2018 bannaði ríkis­stjóri Mazowian-héraðs 36 samkomufundi í Varsjá. Árið 2017 tók dómstóll í Varsjá við 632 málum gegn einstak­lingum sem tekið höfðu þátt í mótmælum gegn stjórn­völdum en þeim var gefið að sök að hafa brotið gegn samkomu­banni í landinu.

Pólsk stjórn­völd veita oft stuðn­ings­fólki sínu og þjóð­ern­is­sinnum ívíln­anir frá samkomu­banninu. Sá forgangur sem stuðn­ings­fólk stjórn­valda fær sést best á því hvernig löggæslu er háttað í kröfu­göng­unum, þar sem ofbeldi og áreitni er látið hjá líðast þegar öfga­hægri­hópar eða þjóð­ern­is­sinnar sem eru hlið­hollir stjórn­völdum ráðast gegn þeim sem mótmæla stefnu stjórn­valda. Frið­sömum mótmæl­endum sem bjóða stjórn­völdum birginn er oftast mætt með vopna­valdi af hálfu lögreglu og sæta jafnan málsókn.

Banni við þungunarrofi mótmælt

Stjórn­völd í Póllandi lögðu fram frum­varp árið 2016 um að banna þung­un­arrof undir öllum kring­um­stæðum. Frum­varpinu var hafnað í kjölfar mikilla mótmæla í Póllandi og heim allan.

Þrengt var að aðgengi að þung­un­ar­rofi í Póllandi þegar stjórn­laga­dóm­stóll úrskurðaði þann 22.október 2020 að þung­un­arrof vegna alvar­legs fóst­urgalla bryti gegn stjórn­ar­skránni. Lögin um þung­un­arrof í Póllandi eru ein þau ströngustu í Evrópu. Eftir úrskurðinn varð þung­un­arrof eingöngu leyfi­legt þegar þungun er afleiðing nauðg­unar eða heilsa og líf móður er í hættu. Talið er að a.m.k. 100 þúsund konur fari í þung­un­arrof erlendis á hverju ári. Þar sem stjórn­völd hafa frá árinu 2015 dregið úr sjálf­stæði stjórn­laga­dóm­stólsins þá er þetta enn ein tilraun stjórn­valda til að banna þung­un­arrof.

Hundruð þúsunda flykktust út á götur í Póllandi til að mótmæla úrskurð­inum og skora á stjórn­völd að virða kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi. Eftir því sem leið á mótmælin var einnig krafist efna­hags­legra og félags­legra umbóta.

Lögregla beitti óhóf­legu valdi gegn mótmæl­endum, margir sættu geðþótta­hand­tökum, og ólög­mætri ákæru.

Samhliða herð­ingu laga sem hefur áhrif á réttinn til funda­frelsis í Póllandi hafa stjórn­völd aukið til muna vald löggæsl­unnar til að stunda eftirlit með borg­urum með breyt­ingum á lögum um löggæslu. Umfang lögreglu til að stunda eftirlit, án nægi­legra varnagla eða öyrgg­is­ráð­staf­anna, hefur aukist mjög þar sem hún hefur nú umboð til að fylgjast með borg­urum án teng­ingar við glæp­a­rann­sókn.

Amnesty Internati­onal hafa sönnur fyrir misbeit­ingu gegn einstak­lingum sem tóku þátt í að skipu­leggja eða áttu hlut­deild í frið­sömum mótmælum.

Mótmæl­endur voru ekki aðeins beittir hörku í lögreglu­að­gerðum heldur einnig fjöl­miðla­fólk og aðrir sjón­ar­vottar. Þann 11. nóvember 2020 áttu sér stað skipu­lögð mótmæli í Varsjá og þegar þeim var form­lega lokið seinni part dags var hópur mótmæl­enda enn saman kominn. Lögregla beitti óhóf­legu valdi gegn hópnum og einnig gegn fjöl­miðla­fólki sem var á staðnum til að skrá­setja atburðina. Á mynd­bands­upp­töku sést blaða­kona, sem gekk með hjálm á höfði sem var sýni­lega merktur „PRESS“, hlaupa á undan lögreglu og falla á jörðina. Lögreglu­maður barði hana með kylfu þegar hún liggur á jörð­inni og skilur hana eftir í sárum sínum. Það er grimmileg, ómannleg og niður­lægj­andi meðferð að berja varn­ar­lausan einstak­ling.

Hópur mótmæl­enda gegn þung­un­ar­rofs­banninu, konur í verk­falli, kom saman fyrir utan ríkis­sjón­varps­stöð í Varsjá þann 18. nóvember 2020 til að mótmæla umfjöllun sem hópurinn áleit vera rógs­her­ferð gegn mótmæl­endum. Á mynd­bands­upp­töku sem náðist af mótmæl­unum sést að lögregla beitti óhóf­legri hörku gegn frið­sömum mótmæl­endum og spreyjaði piparúða í andlit þeirra. Samkvæmt alþjóða­lögum má aðeins beita piparúða til að stöðva ofbeld­is­verk en ekki til að spreyja tilvilj­un­ar­kennt á hóp fólks. Þrettán mótmæl­endur voru hand­teknir á þessum mótmælum.

Einstaklingsmál

Aðgerðasinninn Katarzyna Augustynek, sem tilheyrir hópi aðgerða­sinna sem er oft nefndur „pólsku ömmurnar“, var hand­tekin þann 10. nóvember 2020 þegar hún mótmælti frið­sam­lega í Varsjá. Í mynd­bandi sem er aðgengi­legt á Face­book sést Kataryna ræða við þrjá lögreglu­menn þegar sá fjórði kemur að og þeir umkringja hana. Hún neitar að sýna skil­ríki sín þar sem lögreglan var ekki með laga­legan grund­völl fyrir því að krefja hana um auðkenni. Þegar lögreglu­bíll kom á staðinn og lögregla gerði tilraun til að hand­taka hana, án þess að gefa upp laga­legar heim­ildir fyrir hand­tök­unni, streittist Kataryna á móti og lagðist á gang­stéttina. Hún var færð á lögreglu­stöð í miðborg Varsjá og ákærð fyrir að „brjóta gegn líkam­legri frið­helgi lögreglu­manns á vakt“. Samkvæmt pólskum lögum getur refsing allt að þremur árum legið við þessu broti. Samkvæmt gögnum Amnesty Internati­onal er ákæran gegn Katarynu tilhæfu­laus.

Að kvöldi dags þann 9. nóvember sætti Gabriela Lazarak, þekktur aðgerðasinni, ofbeld­is­fullri hand­töku þegar hún tók þátt í frið­sömum mótmælum. Lögregla hafði komið sér fyrir og hefti leið fólks m.a. konu sem var ekki þátt­tak­andi í mótmæl­unum og vildi komast leiðar sinnar. Gabriela skarst í leikinn og spurði lögreglu­mann af hverju konan fengi ekki leyfi til að komast leiðar sinnar. Gabriela hafði eingöngu skipst á orðum við lögreglu­mann þegar annar koma aðsvíf­andi, greip um hand­legg hennar, fleygði henni á jörðina og síðan farið með hana á lögreglu­stöð. Gabriela sætti yfir­heyrslu í þrjár klukku­stundir þar sem hún var í hand­járnum allan tímann og fékk ekki aðgang að lögfræð­ingi. Hún þurfti að dúsa í varð­haldi yfir nótt. Gabriela var ákærð í kjöl­farið fyrir „að hafa með ólög­mætum hætti haft áhrif á aðgerðir yfir­valda með hótunum eða vald­beit­ingu“ sem er refsi­vert með allt að þriggja ára fang­els­is­dómi og að „móðga opin­beran starfs­mann“.

Óhæði dómstóla í hættu

Lengst af vörðu dóms­stólar landsins réttinn til tján­ingar- og funda­frelsis en breyt­ingar sem áttu sér stað á óhæði dóms­stól­anna árið 2017 gerðu þá veika fyrir póli­tískum áhrifum og valdi. Dómarar og saksókn­arar sem reynt hafa að verja sjálf­stæði og óhæði dómkerf­isins hafa sætt alvar­legum hótunum og árásum bæði á netinu og í vinnu sinni.

Í skýrslu Amnesty Internati­onal, Poland: Free Courts, Free People sem kom út árið 2019 kemur fram að allt frá árinu 2015 hafa pólsk stjórn­völd jafn og þétt kynnt til sögunnar aðgerðir sem grafa undan sjálf­stæði dómstóla. Þetta hefur m.a. falið í sér póli­tískar ráðn­ingar í dómara­sæti, þar sem dóms­mála­ráð­herra er einráður um að skipa og reka forseta og vara­for­seta dóms­stóla og neyða dómara hæsta­réttar til að fara á eftir­laun. Þá hefur ríkis­stjórnin einnig misbeitt rann­sóknum á agamálum gegn dómurum og notað slíkar rann­sóknir sem norna­veiðar gegn þeim dómurum sem hafa talað gegn svoköll­uðum „umbótum“ stjórn­valda.

Waldemar Żurek, er einn þeirra dómara sem sætt hefur ógnunum og árásum stjórn­valda í nokkur ár í kjölfar þess að gagn­rýna opin­ber­lega „umbætur“ stjórn­valda. Żurek hefur sætt ólög­mætum rann­sóknum á agabrotum og fjöl­skylda hans hefur einnig verið skot­mark yfir­valda og sætt annars konar rann­sóknum. Honum hefur borist hatur­s­póstur, ógnandi og dónaleg smáskilaboð og hann sætt rógs­her­ferð í ríkis­sjón­varpi landsins.

Amnesty Internati­onal ræddi einnig við dómara sem höfðu sætt misbeit­ingu stjórn­valda í kjölfar úrskurða sem þeir felldu í þágu frið­samra mótmæl­enda.

Kona nokkur tjáði sig um herferð stjórn­valda gegn rétt­indum kvenna í landinu og sjálf­stæði dómstóla, í kröfu­göngu sem hún sótti þar sem hún notaði blóts­yrði til að lýsa ástandinu og var í kjöl­farið ákærð fyrir að nota „móðg­andi orð“ opin­ber­lega. Dómarinn Sławomir Jęksa úrskurðaði að konan hafi ekki framið neinn glæp þar sem hún hafi tjáð sig í kröfu­göngu þar sem tján­ing­ar­frelsið er „að sjálf­sögðu víðtækara“. Strax í kjöl­farið hóf saksóknari í agamálum landsins form­lega rann­sókn gegn Sławomir Jęksa þar sem því var haldið fram að úrskurður dómarans hafi verið af póli­tískum toga.

„Það er mjög erfitt að vinna við þessar aðstæður. Ég get ekki barist við allt kerfið. Ég veit ekki hvenær, hvaðan og frá hverjum ég fæ höggið.“

Dómarinn Dominik Czeszkiewicz, sem einnig varði rétt frið­samra mótmæla í dóms­úrskurði og sætti agarann­sókn.

Aðgerðir pólskra stjórn­valda gegn dóms­kerfinu hefur einnig alvarleg áhrif á dóms­úrskurði gagn­vart almenn­ingi. 19 ára pólskur nemi var til að mynda hand­tekinn í kjölfar þess að spyrja lögreglu­mann að nafni, stöðu og ástæðu þess að lögreglu­mað­urinn bað mótmæl­endur að sýna persónu­skil­ríki sín í kröfu­göngu sem fór fram í Varsjá í mars 2018. Neminn sætti í fram­haldinu umdeildri ákæru fyrir meinta árás á lögreglu­manninn en nemandinn óttaðist mjög að sæta ósann­gjörnum rétt­ar­höldum þar sem dóms­kerfið í Póllandi er ekki lengur óháð.

Tengt efni