Frakkland

Undan­farin ár hafa stjórn­völd í Frakklandi grafið undan tján­ing­ar­frelsinu, þar á meðal með óljósum lögum um „málsvörn fyrir hryðju­verkum” frá árinu 2014 og fjölda­hand­tökum. Í kjölfar hrinu hryðju­verka­árása árið 2015 í Frakklandi lýstu stjórn­völd yfir neyð­ar­ástandi í landinu.  Þá hófst enn frekari aðför gegn tján­ing­ar­frelsinu, auk trúfrelsi múslima, þar sem stjórn­völd hafa misnotað lög til að hand­taka og lögsækja fjölda fólks sem tjáir sig í óþökk stjórn­valda. Gríðarlegur fjöldi einstak­linga hefur einnig verið hand­tekið fyrir það eitt að mótmæla frið­sam­lega og fjöl­miðlafrelsi hefur verið skert til muna. 

Óljós hegningarlög

Breyt­ingar á hegn­ing­ar­lögum Frakk­lands voru samþykktar í nóvember 2014 en samkvæmt þeim er refsi­vert að halda uppi „málsvörn fyrir hryðju­verkum”.

Refsing sem legið getur við slíkum glæp er fimm ára fang­els­is­dómur og fjár­sekt upp á tæplega 11 millj­ónir íslenskra króna eða sjö ára fang­els­is­dómur og fjár­sekt upp á 14 millj­ónir króna ef glæp­urinn er framinn á netinu.

Yfir­völd héldu því fram að breyt­ing­arnar væru nauð­syn­legar til að styrkja betur fram­kvæmda­valdið og hegn­ing­ar­lög­gjöfina til að brjóta hryðju­verk­a­starf­semi á bak aftur.

Samkvæmt dóms­mála­ráð­herra Frakk­lands fóru 298 dómsmál fram á fyrstu tveimur vikunum eftir hryðju­verka­árásina á skrif­stofu viku­blaðsins Charlie Hebdo í París í janúar 2015 þar sem ákært var fyrir að „að verja hryðju­verk“ en þar af lutu 96 dómsmál að ungmennum. Meðaltal fang­els­is­dóma var eitt ár.

Enn fleiri dómsmál áttu sér svo stað eftir hryðju­árásina á Bataclan-tónleikastaðinn þann 13. nóvember 2015 í París. Samtals fóru 255 dómsmál fram á grund­velli hegn­ing­ar­lag­anna í nóvember 2015 í kjölfar árás­ar­innar í sama mánuði og hækkaði sú tala upp í 570 þann 10. desember sama ár.

Dómsmál gegn einstak­lingum sem eru ákærðir fyrir „að verja hryðju­verk“ ganga mjög hratt fyrir sig en þess er krafist að hinn ákærði komi „tafar­laust fyrir dómara“, stundum á degi hand­töku.

Hræsni stjórnvalda

Frönsk stjórn­völd lýstu yfir mikil­vægi tján­ing­ar­frels­isins í kjölfar þess að  franski kennarinn Samuel Paty var myrtur árið 2020 fyrir að hafa sýnt skop­myndir af Múhameð spámanni í kennslu­stund. Eá sama tíma eru stjórn­völd að takmarka tján­ingarfrelsið hjá ákveðnum hópum og herjað sérstak­lega á múslima. 

Í nóvember 2020  voru fjögur tíu ára börn spurð spjör­unum úr tímunum saman af lögreglu vegna gruns um að verja hryðju­verk“  eftir að börnin drógu í efa þá ákvörðun Samuel Paty að sýna skop­mynd­irnar í kennslu­stund. Tján­ing­ar­frelsið nær líka til þeirra einstak­linga sem gagn­rýna skop­mynd­irnar og það eitt og sér gerir þá ekki að „aðskilnað­ar­sinnum“,„öfga­mönnum“ eða „íslam­istum. 

Árið 2019 voru tveir menn dæmdir fyrir lítilsvirð­ingu eftir að þeir brenndu mynd af Macron forseta á frið­sam­legum mótmælum. Í nóvember 2020 voru til umræðu á þingi ný lög  sem banna mynd­birt­ingu af lögreglu á samfé­lags­miðlum. 

Þessi umræða á þingi stríðir gegn orðræðu stjórn­valda  um að rétt­urinn til tján­ingar feli í sér rétt á að tjá skoð­anir sem geti móðgað eða hneyksl, eins og að sýna skop­myndir af Múhameð spámanni. 

Umræða franskra stjórn­valda um tján­ing­ar­frelsið er lituð af hræsni. Tján­ing­ar­frelsið er merk­ing­ar­laust ef það nær ekki til allra einstak­linga.

Frönsk stjórn­völd veita tján­ing­ar­frelsi og trúfrelsi múslima litla sem enga athygli. Í nafni verald­ar­hyggjueða laïcitémega múslimar ekki bera trúarleg tákn eða klæðast í samræmi við trú sína í skólum og á opin­berum vinnustöðum. 

Aðgerðir stjórn­valda eftir morðið á Samuel Paty minna á aðgerðir stjórn­valda þegar lýst var yfir neyð­ar­ástandi eftir árás­irnar í París árið 2015 þar sem herjað var á múslima. 

Frönsk stjórn­völd  hafa beitt sér fyrir því  loka moskum og starf­semi ýmissa samtaka á grund­velli óljósrar skil­greiningar á róttækni“. 

Innan­rík­is­ráð­herra Frakk­lands, Gérald Darmaninsendi út tilkynn­ingu þann 19. nóvember 2020 þess efnis að starf­semi félaga­sam­tak­anna CCIF (e. Collective Against Islamoph­obia in France), sem berjast gegn mismunun gegn múslimum, yrðu leyst upp.

Núver­andi frönsk lög eru vafasöm þar sem þau gera stjórn­völdum kleift að leysa upp samtök á óljósum forsendum og án dóms­úrskurðar. 

Ungt fólk skotmark stjórnvalda

Á árinu 2015 felldu franskir dómstólar 385 dóma um „málsvörn fyrir hryðju­verk“. Stór hluti þessara mála laut að ungu fólki þar sem þriðj­ungur var undir lögaldri.

Sem dæmi féll dómur yfir 16 ára dreng og tveimur systrum, 15 og 16 ára, sem voru hand­tekin í Toulouse.

Í maí 2016 var 25 ára gamall maður sakfelldur fyrir að skrifa „Vive Daesh“ eða „Lifi íslamska ríkið“ á salerni og hlaut skil­orð­ins­bundinn dóm.

Í júní 2016 samþykkti franska þingið löggjöf sem gerði brot­legt að fara „reglu­lega“ inn á vefsíðu eða vefsíður sem inni­halda skilaboð, mynd­efni eða fram­setn­ingu og túlkun sem telst „hvetja til“, eða „upphefja“ hryðju­verk­a­starfs­semi. Hvað telst „reglu­legt“ er ekki skýrt í lögunum. Lögin tóku gildi í júlí 2016 jafnvel þó að stjórn­laga­dóm­stóll Frakk­lands hafi skorið úr um það árið 2012 að hegning fyrir slíkar athafnir á netinu væri ónauð­synleg og takmörk­unin á tján­ing­ar­frelsinu ekki lögmæt.

Fyrsta sakfell­ingin í tengslum við umrædda netlög­gjöf féll í ágúst 2016 þegar 19 ára gamall strákur hlaut þriggja ára fang­els­isdóm fyrir „málsvörn fyrir hryðju­verkum“ og fyrir að heim­sækja reglu­lega vefsíður jíhadista. Samkvæmt upplýs­ingum franskra stjórn­valda frá  nóvember 2016 var 54 vefsíðum lokað þar sem þær voru taldar „málsvarar“ eða „hvetja til“ hryðju­verka.

Reyndin hefur verið sú að fjöldi saka­mála í Frakklandi sem fallið hafa undir refs­is­lög­gjöf um „málsvörn fyrir hryðju­verkum“ fela ekki í sér beinan ásetning um að hvetja aðra til hryðju­verka eða ummæli sem líkleg eru til að leiða til hryðju­verka. Það sýnir hættuna á löggjöf sem þessari.

Margt af því sem fallið hefur undir hegn­ing­ar­á­kvæðið að halda uppi „málsvörn fyrir hryðju­verk“ er eingöngu oft aðeins í óþökk stjórn­valda.

Mótmælendur handteknir fyrir engar sakir

Í skýrslu Amnesty Internati­onal, Arrested for protest: Weapon­izing the law to crackdown on peaceful protesters in France sem kom út í sept­ember 2020, kemur fram að þúsundir frið­samra mótmæl­enda í Frakklandi hafa orðið fyrir barðinu á harð­neskju­legri herferð stjórn­valda gegn mótmælum í landinu. Stjórn­völd hafa m.a. misnotað lög til að hand­taka og lögsækja fólk sem enga glæpi hefur framið. Blaða­fólk, álits­gjafar um mann­rétt­indamál og þeir sem veita fyrstu sjúkra­hjálp eru meðal þeirra sem hafa sætt skot­marki stjórn­valda fyrir tilstilli óskýrra og illa ígrund­aðra laga allt frá árinu 2018 þegar ýmsar mótmæla­hreyf­ingar spruttu upp, vítt og breitt um landið. Þá hafa samtökin skráð óhóf­lega beit­ingu valds af hálfu lögreglu gegn mótmæl­endum. Sjá einnig ákall Amnesty Internati­onal hér:

„Þúsundir hafa verið hand­teknir, settir í varð­hald að geðþótta og sóttir til saka fyrir frið­samar athafnir sem ætti ekki að líta á sem glæp. Við höfum skráð tilfelli þar sem fólk hefur sætt varð­haldsvist fyrir frið­samar aðgerðir eins og að sleppa blöðrum eða að halda á kröfu­skilti. Þetta hefur hroll­vekj­andi áhrif á tján­ingar- og funda­frelsi enda sögðu margir okkur að þeir hugsa sig nú tvisvar um áður en þeir taka þátt í mótmælum af ótta við afleið­ing­arnar,“

segir Marco Perolini, rann­sak­andi hjá Amnesty Internati­onal í Evrópu.

Gríðarleg fjölgun mótmæla

Á undan­förnum árum hefur orðið gríð­arleg fjölgun á marg­vís­legum mótmæla­hreyf­ingum, víðs vegar um landið, allt frá Gulu vest­unum (Gilets Jaunes) yfir í áfram­hald­andi mótmæli gegn breyt­ingum á kjörum eftir­laun­þega og kröfu­göngum þar sem kallað er eftir aðgerðum í lofts­lags­málum.

Frá nóvember 2018 til júlí 2019 voru 10.852 mótmæl­endur færðir í varð­hald en rúmlega 20% þeirra höfðu ekki verið sóttir til saka vegna skorts á sönn­unum.  Rúmlega tveir þriðju hluti mótmæl­end­anna var sýkn­aður en rúmlega 1200 mótmæl­endur voru sakfelldir fyrir fram­ferði sem ekki ætti að vera saknæmt.

Í desember 2019 hafði 55 ára mann­rétt­inda­fröm­uður, Odile, komið hjóla­stólnum sínum fyrir framan vatns­dælu í þeim tilgangi að loka vegi fyrir mótmæl­endur Gulu vest­anna í Toulouse en hún var næstum slegin niður af lögreglu­manni. Síðar hlaut hún tveggja mánaða dóm fyrir að „ofbeldi gegn lögreglu­manni”. Dómari fyrir­skipaði jafn­framt bann við þátt­töku í mótmælum í eitt ár.

 

Blaða­mað­urinn Brice var að mynda mótmæli Gulu vest­anna í París í apríl 2019 þegar hann var hand­tekinn og haldið í varð­haldi í 24 tíma og ákærður fyrir „ofbeldi“, „að hylma andlit sitt“ og „að undirbúa ofbeld­is­fulla aðgerð“. Hann var að lokum sýkn­aður af ákær­unum.

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 voru 14.598 einstak­lingar sakfelldir fyrir að sýna „andúð gegn opin­berum aðilum“, en meðal hinna sakfelldu voru mótmæl­endur. Þessi óræði glæpur getur falið í sér athæfi sem þykja „hafa áhrif á reisn eða virð­ingu opin­bers starfs­manns“ og er refsi­vert með allt að árs fanga­vist og sekt upp á tæpar 2.4 millj­ónir króna.

Virgine sem er nemi var hand­tekin við friðsöm mótmæli í Marseille í júní 2019 fyrir það eitt að ganga með hatt, sólgler­augu og rykgrímu um hálsinn. Hún var sett í varð­hald og ákærð fyrir að hylja andlit sitt.

 

Ákærur fyrir að hylja andlit

Ákærur á hendur fólki sem hylur andlit sitt tengist oft að „vera þátt­tak­andi í hóp sem hefur í hyggju að undirbúa glæpi“. Þessi yfir­grips­mikla skil­greining gerir yfir­völdum kleift að hand­taka og ákæra fólk fyrir glæpi sem yfir­völd telja að það gæti framið í fram­tíð­inni.

„Þetta er eins og að sekta mann­eskju fyrir að kaupa sér Ferrari vegna þess að gert er ráð fyrir því að viðkom­andi muni fara yfir hraða­mörk.”

Aðgerðasinni í samtali við Amnesty Internati­onal

Kona sem gekk til liðs við hreyf­inguna Gulu vestin greindi Amnesty Internati­onal frá því að hún hafi verið hand­tekin fyrir að taka þátt í hreyf­ingu sem hefði í hyggju að undirbúa ofbeld­is­verknað eftir að hafa blásið blöðrur út á götu á þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands.

„Það er kald­hæðn­is­legt að land sem á sér svona langa og tilkomu­mikla sögu um samstilltar aðgerðir fyrir samfé­lags­legum breyt­ingum skuli glæpa­væða mótmæli með þessum hætti. Þremur árum eftir að Emmanuel Macron setti fram kosn­ingaloforð um að vernda réttinn til frið­samra funda­halda, eru friðsöm mótmæli undir fordæma­lausum árásum,“

Marco Perolini

Þá hafa franskir rann­sókn­ar­blaða­menn einnig orðið fyrir árásum af hálfu stjór­valda. Þann 14. og 15. maí 2019 var tveimur blaða­mönnum hjá Radio France, Geof­frey Livolsi og Mathias Destal, skipað að mæta í fyrir­töku í dóms­máli frönsku leyni­þjón­ust­unnar eftir að saksóknari París­ar­borgar hóf undir­bún­ings­rann­sókn gegn þeim fyrir að birta leyni­legar upplýs­ingar um varnamál Frakk­lands. Í apríl birtu þeir leynileg skjöl, svokölluðu „Jemen papp­írana“, um sölu franskra vopna til Sádí-Arabíu og Sameinuðu arab­ísku frusta­dæm­anna sem notuð hafa verið gegn almennum borg­urum í borg­ara­stríðinu í Jemen. Samkvæmt frönskum lögum eiga einstak­lingar sem birta upplýs­ingar um varn­armál yfir höfði sér allt að sjö ára fang­elsi og sekt upp á 100.000 evrur.