Vopn við löggæslu

Víða um heim hefur lögreglan aðgengi að ýmiss konar vopnum til að nota við löggæslu. Sum þessara vopna eru hönnuð til að drepa. Samkvæmt megin­reglum Sameinuðu þjóð­anna er notkun skot­vopna við löggæslu einungis talin lögleg í tilvikum þar sem um er að ræða yfir­vof­andi hættu á dauða eða miklum líkam­legum skaða og aðeins þegar aðrar leiðir til að ná fram mark­miðum hafa verið full­reyndar.

Lögreglan skal aðeins nota skot­vopn í algjörum undan­tekn­ing­ar­til­fellum og ætíð að vera viðbúin því að nota aðrar vægari aðferðir. Þörf er á sérstakri aðgát á mótmælum þar sem hætta á að skaða vegfar­endur og sjón­ar­votta er mun meiri.

Skaðminni vopn geta undir ýmsum kringumstæðum leitt til dauða.

Skaðminni vopn
Rafbyssur eða kylfur eru ekki hann­aðar til að deyða (ólíkt skamm­byssum) en geta valdið dauða sé þeim beitt af hörku og óhóf­lega gegn varn­ar­lausum einstak­lingum. Lögreglan skal ætíð hafa í huga að beiting valds og vopna getur mögu­lega valdið alvar­legum skaða og brotið á mann­rétt­indum. Eins og með notkun annars konar valds skal einungis beita skaðminni vopnum þar sem nauðsyn krefur og hóflega.

Efna­notkun lögreglu
Efna­notkun lögreglu til að bæla niður mótmæli er algeng um heim allan. Þar er t.d. átt við táragas og vatns­byssur en þessi tæki eru algeng­ustu skaða­minni vopnin sem lögreglan notar til að bregðast við mótmælum. Til eru þær aðstæður þar sem notkun þessara vopna er lögmæt samkvæmt mann­rétt­inda­lögum. Hins vegar eru þessi vopn oft misnotuð af lögreglu, þau valda miklum skaða og brjóta á rétt­indum mótmæl­enda.

Hér eru aðeins nokkrar af þeim kröfum sem lögregla skal uppfylla við efna­notkun við löggæslu:

 • Þegar aðrar mark­vissar leiðir hafa brugðist eða munu ekki hafa tilætluð áhrif.
 • Aðeins í kring­um­stæðum þar sem ofbeldi er víðtækt.
 • Aðeins í þeim tilgangi að leysa upp ofbeld­is­full mótmæli.
 • Aldrei í lokuðum rýmum þar sem erfitt er fyrir hóp fólks að dreifa sér.
 • Tára­gasi skal aldrei beint að einum einstak­lingi.

 

Rann­sókn á tára­gasi
 • Það veldur ofsa­feng­inni bruna­til­finn­ingu, fólk sér ekki skýrt, það tárast mikið, roði kemur í augun og mikill sárs­auki.
 • Hætta er á misbeit­ingu tára­gass.
 • Tára­gasi er einnig oft beitt sem kúgun­ar­tæki í mótmælum.

Mótmæli verja réttinn til að mótmæla!

Á síðustu miss­erum hafa óvenju margar mótmæla­hreyf­ingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir rétt­látara samfé­lagi.

Þessar hreyf­ingar má finna til að mynda í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræð­is­um­bóta, og í Póllandi og Argentínu þar sem femin­istar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjó­sem­is­rétt­indum. Á sama tíma reyna stjórn­völd víða um heim að brjóta mótmæla­hreyf­ingar á bak aftur með hörku.

Þátt­taka í mótmælum felur einnig í sér vörn fyrir sjálfum rétt­inum að mótmæla!

Með frið­sömum mótmælum andspænis andstöðu stjórn­valda stendur fólk á rétti sínum til að koma saman á opin­berum vett­vangi og tjá skoð­anir sínar frjálst. Þegar krafist er aðgengis að hreinu vatni og full­nægj­andi húsnæði á opin­berum vett­vangi þá er bæði verið að verja þessi rétt­indi og að standa vörð um tján­ing­ar­frelsið. Á samkomu þar sem rétt­indum hinsegin fólks er fagnað er jafn­framt verið að verja réttinn til frið­sam­legrar samkomu.

Mótmæli geta falið í sér tölu­verða áhættu.
Það er því mjög mikil­vægt að gera ráðstaf­anir til að tryggja öryggi sitt með sem bestum hætti. Hvort sem valið er að halda á götur út eða sýna mótmæla­að­gerðum stuðning heiman frá þá er mikil­vægt að vera vel undir­búin/n/ð, tryggja góðar samskipta­leiðir og sýna árverkni.

Umfram allt eru mótmæli mikil­vægur og nauð­syn­legur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breyt­ingum, tjá skoð­anir okkar, viðhorf og umkvört­un­ar­efni, til að benda á galla í stjórn­sýsl­unni og krefjast ábyrgðar yfir­valda opin­ber­lega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til að mótmæla á tímum þegar stjórn­völd víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta. Við þurfum ekki að taka þátt í beinum mótmæla­að­gerðum til að nýta þennan rétt okkar.

Við getum varið þennan rétt með óbeinum hætti með því að:

 • Setja tengdar upplýs­ingar á samfé­lags­miðla.
 • Vera í samskiptum við vini okkar sem taka þátt í mótmælum til að fylgjast með þeim.
 • Skrifa bréf til stjórn­valda.
 • Skrifa undir áköll.

 

Tjáum okkur. Það er okkar réttur

Alþjóðalög

Bæði Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna, Mann­rétt­inda­sátt­máli Evrópu og alþjóð­legur samn­ingur um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi hafa að geyma ákvæði um funda- og tján­ing­ar­frelsi.

19. gr. Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna
Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoð­anir óáreittur og að leita, taka við og miðla upplýs­ingum og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landa­mæra.

20. gr. Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sameinuðu þjóð­anna
Allir hafa rétt til að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum.

 

Rétt­urinn til tján­ingar er vernd­aður í 9. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evrópu og rétt­urinn til frið­samra funda­halda er vernd­aður í 11. grein sátt­málans. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evrópu hefur lýst því yfir að rétt­urinn til frið­samra funda­halda sé „grund­vall­ar­mann­rétt­indi í lýðræð­is­sam­fé­lagi og líkt og gildir um tján­ing­ar­frelsið, er mátt­ar­stólpi slíkra samfé­laga“.

Yfir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna um baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum verndar einnig réttinn til mótmæla enda hafa funda­höld lengi verið öflugt tæki mann­rétt­inda­frömuða til að þrýsta á um samfé­lags­breyt­ingar. Greinar 5., 6. og 12. Í yfir­lýs­ing­unni stað­festa rétt fólks til mann­rétt­inda­verndar fyrir tilstilli:

 • Samkomna eða frið­samra funda­halda.
 • Þátt­töku í frið­sam­legum aðgerðum gegn mann­rétt­inda­brotum.
 • Þess að leita, fá og halda upplýs­ingum sem tengjast mann­rétt­indum

Rétt­urinn til frið­samra funda­halda og tján­ingar eru alþjóð­lega viður­kennd mann­rétt­indi sem ganga framar lands­lögum. Alþjóð­legir samn­ingar leggja línurnar með mikil­vægum viðmiðum til að verja mann­rétt­indi en ef ríki heims fylgja þeim ekki eftir þurfa rétt­haf­arnir, það erum við öll, að draga ríkin til ábyrgðar. Þátt­taka í mótmælum er ein leið til að verja rétt­indi sín.

Tengt efni