Danmörk

Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórn­völd hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skil­grein­ingu á hugtakinu nauðgun í hegn­ing­ar­lögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópu­landi hafa sett kröfu um samþykki við skil­grein­ingu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Háskólinn í Suður-Danmörku áætlar að brotið hafi verið kynferð­is­lega á allt að 24.000 konum og stúlkum í Danmörku árið 2017. Aðeins 890 nauðg­anir voru tilkynntar til lögreglu það ár og einungis 535 mál enduðu með ákæru. Fjöldi dóma var 94. Þessar tölur eru óásætt­an­legar.

Einbeittur baráttu­vilji þolenda kynferð­isof­beldis til að knýja á um breyt­ingar hefur skapað tæki­færi fyrir danskt samfélag að gera breyt­ingar á kerfinu og þörf er á þínum stuðn­ingi.

„Kannski hefði þetta ekki gerst ef lögin væru öðru­vísi. Lögin höfðu mikið að segja um það hvers vegna ég áttaði mig ekki á að þetta var nauðgun. Þetta er svo viðkæm staða að vera í, mikil skömm sem fylgir…“ – Liva, 25 ára, var nauðgað á tónlist­ar­hátíð árið 2017 af manni sem hún þekkti.

Almenn hegn­ing­arlög segja til um hvernig fólk á að haga sér í samfé­laginu. Dönsk stjórn­völd verða að hafa það skýrt í lögum að ef samþykki er ekki til staðar sé um nauðgun að ræða . Spurn­ingin er ekki hvort einstak­lingur segi „nei“ heldur hvort hann segi „já“.

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að dóms­mála­ráð­herra Danmerkur breyti skil­grein­ing­unni á nauðgun í almennum hegn­ing­ar­lögum þar sem krafa um samþykki verði sett í forgrunn í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.

Krefstu þess einnig að dönsk stjórn­völd leggi áherslu á þjálfun fagaðila í kynfræðslu til að fræða ungt fólk um samþykki og brjóta þannig niður múrana fyrir þau sem þurfa á rétt­læti að halda.

Ísland er á meðal þeirra átta landa sem hafa sett kröfu um samþykki við skil­grein­ingu á hugtakinu nauðgun. Frum­varp þess efnis um breyt­ingar á almennum hegn­ing­ar­lögum var samþykkt á Alþingi 23. mars 2018.

Myllu­merki herferð­ar­innar er #LetsTalkA­boutYes

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Hong Kong

Lýðræðissinni í fangelsi fyrir friðsamleg mótmæli

Owen Chow Ka-shing er ungur aðgerðasinni sem hefur beitt sér fyrir lýðræði í Hong Kong. Hann var virkur þátttakandi í mótmælahreyfingu sem kennd var við regnhlífar árið 2014 og í mótmælum gegn frumvarpi um framsal frá Hong Kong til Kína árið 2019. Chow er í fangelsi fyrir að nýta tjáningar- og fundafrelsið með friðsamlegum hætti. Hann afplánar nú 12 ára og 10 mánaða dóm.

Bandaríkin

Í fangelsi í El Salvador vegna ólögmætrar brottvísunar

Andry José Hernández Romero er samkynhneigður förðunarmeistari sem flúði Venesúela þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna kynheigðar sinnar og pólitískra skoðana. Hann sótti um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum árið 2024.  

Búlgaría

Fjölskyldur Rómafólks bornar út og hús rifin niður

Fjölskyldur Rómafólks voru bornar út og hús þeirra rifin niður. Nær 200 manneskjur urðu heimilislausar, þar með talin börn, eldri borgarar, barnshafandi konur og fatlað fólk. Skrifaðu undir ákall þar sem krafist er að búlgörsk yfirvöld veiti Rómafjölskyldunum sem urðu fyrir útburðinum viðunandi húsnæði, heilbrigðisþjónustu og félagsaðstoð.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.