Danmörk

Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórn­völd hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skil­grein­ingu á hugtakinu nauðgun í hegn­ing­ar­lögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópu­landi hafa sett kröfu um samþykki við skil­grein­ingu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Háskólinn í Suður-Danmörku áætlar að brotið hafi verið kynferð­is­lega á allt að 24.000 konum og stúlkum í Danmörku árið 2017. Aðeins 890 nauðg­anir voru tilkynntar til lögreglu það ár og einungis 535 mál enduðu með ákæru. Fjöldi dóma var 94. Þessar tölur eru óásætt­an­legar.

Einbeittur baráttu­vilji þolenda kynferð­isof­beldis til að knýja á um breyt­ingar hefur skapað tæki­færi fyrir danskt samfélag að gera breyt­ingar á kerfinu og þörf er á þínum stuðn­ingi.

„Kannski hefði þetta ekki gerst ef lögin væru öðru­vísi. Lögin höfðu mikið að segja um það hvers vegna ég áttaði mig ekki á að þetta var nauðgun. Þetta er svo viðkæm staða að vera í, mikil skömm sem fylgir…“ – Liva, 25 ára, var nauðgað á tónlist­ar­hátíð árið 2017 af manni sem hún þekkti.

Almenn hegn­ing­arlög segja til um hvernig fólk á að haga sér í samfé­laginu. Dönsk stjórn­völd verða að hafa það skýrt í lögum að ef samþykki er ekki til staðar sé um nauðgun að ræða . Spurn­ingin er ekki hvort einstak­lingur segi „nei“ heldur hvort hann segi „já“.

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að dóms­mála­ráð­herra Danmerkur breyti skil­grein­ing­unni á nauðgun í almennum hegn­ing­ar­lögum þar sem krafa um samþykki verði sett í forgrunn í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.

Krefstu þess einnig að dönsk stjórn­völd leggi áherslu á þjálfun fagaðila í kynfræðslu til að fræða ungt fólk um samþykki og brjóta þannig niður múrana fyrir þau sem þurfa á rétt­læti að halda.

Ísland er á meðal þeirra átta landa sem hafa sett kröfu um samþykki við skil­grein­ingu á hugtakinu nauðgun. Frum­varp þess efnis um breyt­ingar á almennum hegn­ing­ar­lögum var samþykkt á Alþingi 23. mars 2018.

Myllu­merki herferð­ar­innar er #LetsTalkA­boutYes

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.