Ekvador

Verndum umhverfissinna í Amason-regnskóginum

Þær Patricia Gual­inga, Nema Grefa, Salomé Aranda og Margoth Escobar hætta lífi sínu og fjöl­skyldna sinna daglega við störf sín í Amason-skóg­inum. Störf þeirra felast í því að vernda stærsta regn­skóg heims með því að berjast gegn póli­tískum og efna­hags­legum öflum sem tengjast jarð­efna­vinnslu á land­svæðum frum­byggja í Amason.

Árið 2018 urðu þær fyrir ítrek­uðum árásum og fengu morð­hót­anir frá ónafn­greindum aðilum. Meira en ár er liðið frá þessum árásum og hafa stjórn­völd í Ekvador brugðist skyldu sinni að vernda þær og finna hina seku.

Tugir hópa sem saman­standa af konum á Amason-svæðinu vinna að því að vernda skóg­lendið sem er heimili hundraða frum­byggja­sam­fé­laga, þúsunda dýra­teg­unda og er helm­ingur allra regn­skóga heims. Umfangs­mikil olíu­vinnsla, námugröftur og skóg­ar­högg eru mikil ógn við lífríki og mann­rétt­indi fólks á svæðinu.

Til þess að standa í hárinu á hags­muna­öflum og vinna að verndun svæð­isins setja konurnar sig og fjöl­skyldur sínar í mikla hættu á hverjum degi. Árásir á hendur umhverf­is­sinnum hafa ekki verið rann­sak­aðar til hlítar og yfir­völd veita ekki næga vernd fyrir fólkið.

Þrátt fyrir refsi­leysið, hótanir og árásir í garð kvenna­hóp­anna hefur ein þeirra, Patricia Gual­inga sagt að þær muni ekki gefast upp, „samein­aðar munum við halda áfram að berjast fyrir verndun Móður Jarðar“.

Forseti Ekvador, Lenín Moreno og ríkis­sak­sóknari landsins, Diana Salazar hafa völd til að gera breyt­ingar á ástandinu með því að veita mann­rétt­inda- og umhverf­is­vernd­ar­sinnum vernd við störf sín og þau geta einnig farið fram á að árás­irnar verði rann­sak­aðar.

Krefstu þess að ríkis­sak­sóknari Ekvador, Diana Salazar veiti mann­rétt­inda- og umhverf­is­vernd­ar­sinnum í Amason-regn­skóg­inum vernd og rann­saki árásir á hendur þeim!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.