Ísland

Bregðist við stigvaxandi mannréttindakrísu í Afganistan og standið við gefin loforð

Frá yfir­töku í Afgan­istan þann 15. ágúst hafa talibanar lofað umbótum frá fyrri stjórn­artíð sinni og sagst ætla að vernda kven­rétt­indi og tján­ing­ar­frelsið. Annað hefur hins vegar bersýni­lega komið í ljós og eru loforðin því innantóm. Íslands­deild Amnesty Internati­onal kallar eftir að íslensk stjórn­völd veki athygli á ástandinu í Afgan­istan hvar sem tæki­færi gefst, beiti sér fyrir að komið verði á fót sjálf­stæðri rann­sókn­ar­sendi­nefnd (e. Fact Finding Mission) og standi við gefin loforð um móttöku afgansks flótta­fólks á Íslandi.

Nýleg rann­sókn­ar­skýrsla Amnesty Internati­onal, Alþjóða­mann­rétt­inda­sam­tak­anna (Internati­onal Federation for Human Rights) og Alþjóða­stofnun gegn pynd­ingum (World Organ­isation against Torture) varpar ljósi á nauðsyn öflugra alþjóð­legra aðgerða til að koma í veg fyrir mann­rétt­inda­brot talibana.

Skýrslan inni­heldur skráð tilvik um mann­rétt­inda­brot talibana víðs vegar um landið frá yfir­töku þeirra, þ.á.m. mann­dráp, pynd­ingar, barsmíðar og hótanir um hefndarað­gerðir gegn fjöl­miðla­fólki, fyrrum opin­beru starfs­fólki, mann­rétt­inda­fröm­uðum sem og kynbundnar árásir á baráttu­konur, dómara og saksóknara. Fjöl­miðla­fólk verður fyrir miklum þrýst­ingi og á erfitt með að sinna starfi sínu þar sem það sætir geðþótta­hand­tökum, gæslu­varð­haldi, illri meðferð og endur­teknum húsleitum.

Mann­rétt­inda­fröm­uðir eru í felum og óttast um líf sitt og fjöl­skyldna sinna. Þeir horfa niður­brotnir uppá fram­far­irnar sem þeir hafa barist fyrir undan­farin 20 ár brotnar á bak aftur og sumir þeirra hafa þegar orðið fyrir hefndarað­gerðum. Talibanar hafa brotið mótmæli á bak aftur með svo grimmum hætti að mótmæl­endur hafa hlotið skaða af og jafnvel látið lífið.

Þörf er á víðtækum, alþjóð­legum og öflugum aðgerðum til að berjast gegn grófum og kerf­is­bundnum mann­rétt­inda­brotum sem eiga sér nú stað í auknum mæli í Afgan­istan eftir yfir­töku talibana. Íslensk stjórn­völd brugðust kröft­ug­lega við í orði en betur má ef duga skal.

Skrifaðu undir ákall um að íslensk stjórn­völd standi við gefin loforð um móttöku flótta­fólks frá Afgan­istan og beiti sér fyrir öflugum alþjóð­legum aðgerðum án frekari tafa.

Frétt um mann­rétt­inda­brot í Afgan­istan

Mynd frá Getty Images

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.