Ísland

Bregðist við stigvaxandi mannréttindakrísu í Afganistan og standið við gefin loforð

Frá yfir­töku í Afgan­istan þann 15. ágúst hafa talibanar lofað umbótum frá fyrri stjórn­artíð sinni og sagst ætla að vernda kven­rétt­indi og tján­ing­ar­frelsið. Annað hefur hins vegar bersýni­lega komið í ljós og eru loforðin því innantóm. Íslands­deild Amnesty Internati­onal kallar eftir að íslensk stjórn­völd veki athygli á ástandinu í Afgan­istan hvar sem tæki­færi gefst, beiti sér fyrir að komið verði á fót sjálf­stæðri rann­sókn­ar­sendi­nefnd (e. Fact Finding Mission) og standi við gefin loforð um móttöku afgansks flótta­fólks á Íslandi.

Nýleg rann­sókn­ar­skýrsla Amnesty Internati­onal, Alþjóða­mann­rétt­inda­sam­tak­anna (Internati­onal Federation for Human Rights) og Alþjóða­stofnun gegn pynd­ingum (World Organ­isation against Torture) varpar ljósi á nauðsyn öflugra alþjóð­legra aðgerða til að koma í veg fyrir mann­rétt­inda­brot talibana.

Skýrslan inni­heldur skráð tilvik um mann­rétt­inda­brot talibana víðs vegar um landið frá yfir­töku þeirra, þ.á.m. mann­dráp, pynd­ingar, barsmíðar og hótanir um hefndarað­gerðir gegn fjöl­miðla­fólki, fyrrum opin­beru starfs­fólki, mann­rétt­inda­fröm­uðum sem og kynbundnar árásir á baráttu­konur, dómara og saksóknara. Fjöl­miðla­fólk verður fyrir miklum þrýst­ingi og á erfitt með að sinna starfi sínu þar sem það sætir geðþótta­hand­tökum, gæslu­varð­haldi, illri meðferð og endur­teknum húsleitum.

Mann­rétt­inda­fröm­uðir eru í felum og óttast um líf sitt og fjöl­skyldna sinna. Þeir horfa niður­brotnir uppá fram­far­irnar sem þeir hafa barist fyrir undan­farin 20 ár brotnar á bak aftur og sumir þeirra hafa þegar orðið fyrir hefndarað­gerðum. Talibanar hafa brotið mótmæli á bak aftur með svo grimmum hætti að mótmæl­endur hafa hlotið skaða af og jafnvel látið lífið.

Þörf er á víðtækum, alþjóð­legum og öflugum aðgerðum til að berjast gegn grófum og kerf­is­bundnum mann­rétt­inda­brotum sem eiga sér nú stað í auknum mæli í Afgan­istan eftir yfir­töku talibana. Íslensk stjórn­völd brugðust kröft­ug­lega við í orði en betur má ef duga skal.

Skrifaðu undir ákall um að íslensk stjórn­völd standi við gefin loforð um móttöku flótta­fólks frá Afgan­istan og beiti sér fyrir öflugum alþjóð­legum aðgerðum án frekari tafa.

Frétt um mann­rétt­inda­brot í Afgan­istan

Mynd frá Getty Images

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Paragvæ

Paragvæ: Krefstu kynfræðslu í skólum

Paragvæ er með hæsta hlutfall þungana unglingstúlkna í Suður-Ameríku. Árlega eru skrásettar um 20.000 þunganir stúlkna á aldrinum 10-19 ára þar í landi. Fjöldi þeirra er afleiðing kynferðisofbeldis og þar af eru rúmlega 80% ofbeldistilfella innan fjölskyldu. Það hefur sýnt sig að kynfræðsla getur verið forvörn gegn kynferðisofbeldi og dregið það fram í dagsljósið. Menntamálaráðherra hefur hins vegar bannað kynfræðslu í skólum og paragvæsk stjórnvöld brugðist skyldu sinni til að virða rétt kvenna til heilsu, menntunar og frelsis frá ofbeldi. Skrifaðu undir til að krefjast kynfræðslu í Paragvæ! Engin stúlka ætti að vera þvinguð inn í móðurhlutverkið.

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.