Kólumbía

HERVALDI BEITT GEGN MÓTMÆL­ENDUM

Mótmæl­endur hafa líka tekið upp þráðinn frá mótmælum sem stóðu yfir árið 2019 og krefjast þess að morð á leið­togum verði stöðvuð, frið­arsátt­málinn verði uppfylltur, heil­brigðis­kerfið verði bætt, farið verði í umbætur innan lögregl­unnar og margt fleira.

Síðan mótmælin hófust hafa yfir 40 einstak­lingar látist, 216 særst og 814 settir í varð­hald. Einnig hafa verið tilkynnt manns­hvörf og kynferð­is­legt ofbeldi.

Amnesty Internati­onal hefur stað­fest mynd­bönd þar sem sést til lögreglu beita banvænum vopnum auk annarra vopna eins og tára­gass, vatns­byssum og fleiru.

Mann­rétt­inda­brot sem framin eru af hálfu lögregl­unnar falla undir dóms­kerfi hersins og lögsögu hans sem kemur í veg fyrir að rétt­læti náist í málunum.

Krefstu þess að forsetinn tryggi réttinn til að koma saman frið­sam­lega.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.