Kólumbía

HERVALDI BEITT GEGN MÓTMÆL­ENDUM

Mótmæl­endur hafa líka tekið upp þráðinn frá mótmælum sem stóðu yfir árið 2019 og krefjast þess að morð á leið­togum verði stöðvuð, frið­arsátt­málinn verði uppfylltur, heil­brigðis­kerfið verði bætt, farið verði í umbætur innan lögregl­unnar og margt fleira.

Síðan mótmælin hófust hafa yfir 40 einstak­lingar látist, 216 særst og 814 settir í varð­hald. Einnig hafa verið tilkynnt manns­hvörf og kynferð­is­legt ofbeldi.

Amnesty Internati­onal hefur stað­fest mynd­bönd þar sem sést til lögreglu beita banvænum vopnum auk annarra vopna eins og tára­gass, vatns­byssum og fleiru.

Mann­rétt­inda­brot sem framin eru af hálfu lögregl­unnar falla undir dóms­kerfi hersins og lögsögu hans sem kemur í veg fyrir að rétt­læti náist í málunum.

Krefstu þess að forsetinn tryggi réttinn til að koma saman frið­sam­lega.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.