Ungverjaland

Leyfa þarf gleðigönguna

Gleði­gangan í Búdapest í Ungverjalandi er í hættu. Ný lög sem banna samkomur til stuðn­ings hinsegin rétt­indum eru beinar árásir á hinsegin fólk, stuðn­ings­fólk og réttinn til að mótmæla. Gleði­gangan er frið­samleg kröfu­ganga um jafn­rétti og rétt­læti. Stefnt er á að hún verði haldin í Búdapest 28. júní.

Aukin mismunun

Síðast­liðinn áratug hefur mismunun gegn hinsegin fólki aukist í Ungverjalandi ásamt skerð­ingu á rétt­indum og frelsi, þar á meðal rétt­indum til að mótmæla. Ríkis­stjórnin hefur verið í linnu­lausri herferð gegn rétt­indum hinsegin fólks og herjað á þá einstak­linga sem berjast fyrir jafn­rétti.

Lög sem banna samkomur sem styðja hinsegin rétt­indi

Nýju lögin leyfa yfir­völdum að banna samkomur sem styðja hinsegin rétt­indi. Fólk sem mætir á slíka viðburði getur fengið sekt og skipu­leggj­endur eiga á hættu að vera sekt­aðir eða fang­els­aðir. Lögin heimila einnig lögregl­unni að nota tækni til að auðkenna þátt­tak­endur með andlits­grein­ingu.

Þessi lög neita fólki um að nýta rétt sinn til frið­sam­legra mótmæla og koma í veg fyrir að hinsegin fólk krefjist jafn­réttis, sýni­leika og viður­kenn­ingar andspænis aukinni mismunun.

Hlut­verk yfir­valda

Lögreglu­yf­ir­völd í Ungverjalandi hafa þó að einhverju leyti frelsi til að ákvarða hvernig þessum nýju lögum er fram­fylgt. Þeirra hlut­verk er að tryggja að gleði­gangan í Búdapest geti farið fram án ógnunar, áreitni og ofbeldis.

Skrifaðu undir til að krefjast þess að ungverska lögreglan leyfi gleði­göng­unni í Búdapest að fara fram án kúgunar, ótta eða ofbeldis.

Kröfu­ganga til stuðn­ings jafn­réttis er ekki glæpur heldur mann­rétt­indi.

 

Lestu nánar: Ungverja­land: Lög sem banna gleði­göngu

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.